Morgunblaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 25
þegar við stóðum öll á blístri eftir
kvöldmatinn þá varst þú nú ekki
alveg til í að hætta, og baðst um
að fá ís til að kæla þig niður eftir
allt átið.
Við vorum svo lánsöm að búa í
sömu götu og hitta þig nánast
daglega. Mikill samgangur hefur
verið á milli fjölskyldnanna og
eyddum við saman síðustu versl-
unarmannahelgi uppi í bústað hjá
ömmu Möggu. Það var yndislegt
að fá að spila við þig og fylgjast
með þegar þú varst að syngja
fyrir Jakob Daða honum til mik-
illar gleði. Við þökkum hvað þú
varst góð við strákana okkar og
leyfðir Marinó Breka að aðstoða
þig, því hann var alltaf svo forvit-
inn um það sem var að gerast.
Það verður skrýtið að koma
við heima hjá þér og sjá þig ekki
að púsla eða spila við eldhúsborð-
ið.
Eftir situr minningin um húm-
oristann, púslarann og brosmildu
stúlkuna, við þökkum fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við átt-
um með þér og munum sakna
þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Kæra fjölskylda, megi guð
veita ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Gunnlaugur, Helga, Marinó
Breki og Jakob Daði.
Elsku Elísa Sól mín, nú ertu
komin á friðsælan og fallegan
stað þar sem þú ert frjáls frá
veikindum þínum, elsku stelpa,
og það eitt gefur mér hugarró.
Ég veit að nú ertu fallegur engill
sem vakir yfir þínu fólki. Það er
svo margt sem þú og fjölskylda
þín hefur kennt mér i gegnum lif-
ið og þá sérstaklega þú sem ert
og verður alltaf hetjan mín.
Ég er svo stolt af því að hafa
verið skyld þér og náð að kynnast
þér og ég á eftir að sakna að fá
ekki að gefa þér fleiri tásunudd
og fá þig í heimsókn í búðina
mína. Ég verð þér afar þakklát
alla mína ævi því þú kenndir mér
það, elsku barn, án þess að hafa
hugmynd um það og það er að
vera þakklátur fyrir það sem
maður hefur i lífinu, taka því sem
höndum ber og gera það besta úr
öllu og það eitt er mikilvægasti
lærdómur sem maður getur öðl-
ast á lífsleiðinni.
Þú ert hetjan mín, hetjan sem
ég ber ómælda virðingu fyrir og
ég mun oft hugsa til þín. Megi
guðs englar vaka yfir þér og fjöl-
skyldu þinni, elsku Elísa mín. Ég
kveð þig með söknuði.
Þín frænka,
Anna María Ragnarsdóttir.
Elskuleg frænka mín, Elísa
Sól, er dáin, aðeins 12 ára gömul.
Ég man að þegar hún fæddist
fannst móður minni afmælisdag-
ur hennar svo flottur og sagði:
„10.11., það er svo létt að muna
það“ sem og mér reyndist líka.
Elísa Sól var mjög greind og það
var gaman að fylgjast með henni
þegar hún var einungis nokkurra
ára að leggja saman tölur og ann-
að í þeim dúr sem þarfnaðist dá-
lítillar hugsunar. Ég er svo viss
um að hún hefði glansað í gegn-
um lífið ef hún hefði fengið að
vera heilbrigð. Því miður greind-
ist hún mjög ung með alvarlegan
hrörnunarsjúkdóm sem ekkert
varð við ráðið. Það voru ekki
reglulegar ferðir eða heimsóknir
á milli okkar en ég reyndi oftast
að koma í heimsókn þegar ég var
í Reykjavík. Eitt er þó víst að
hugur minn og fjölskyldu minnar
var oft hjá Elísu og hennar fjöl-
skyldu. Mér er mjög minnisstætt
þegar þau komu í fermingu sonar
míns fyrir þremur árum og Elísa
þá komin í hjólastól. Gott var að
geta leyft henni að fara á hestbak
sem hún hafði svo gaman af. Í al-
búminu mínu á ég góðar myndir
af henni á baki sem voru teknar
ári síðar. Ég sakna þess að hún
gat ekki komið í sumar eins og við
ræddum um í vetur. Okkur er það
mikils virði að hafa farið í ferm-
inguna hennar Elísu fyrir rétt um
þremur vikum og getað átt með
henni og fjölskyldu hennar falleg-
an dag sem bar upp á afmælisdag
látins frænda hennar.
Það er mikið búið að leggja á
fjölskylduna í gegnum árin og hef-
ur hún sinnt Elísu eins vel og
hægt hefur verið. Vil ég þá sér-
staklega nefna móður hennar,
Sonju, sem sinnti dóttur sinni af
mikilli alúð og dugnaði. Það er
nokkuð ljóst að mikil breyting
verður hjá fjölskyldunni en ég hef
trú á að hún sé sterk og taki á
sorginni af æðruleysi og skyn-
semi. Innilegar samúðarkveðjur
til ykkar,
Elísa mín, ég vona innilega að
þér líði vel núna, laus við veikindi
og þrautir. Við þökkum þér stund-
irnar sem við áttum saman og
höldum áfram að hugsa til þín eins
og við höfum alltaf gert.
Hulda frænka á Búvöllum og
fjölskylda.
Elsku Elísa Sól, litla hetjan
okkar. Lífið er ekki alltaf sann-
gjarnt þar sem misþungar byrðar
eru lagðar á hvert og eitt okkar.
Þú, Elísa Sól, litla sæta frænka
okkar, fékkst svo sannarlega þinn
skerf af erfiðleikum í veikindum
þínum.
Það hvarflaði ekki að okkur
þegar þú varst í pössun hjá okkur
í nokkra mánuði í kringum eins
árs aldurinn þinn að þú ættir eftir
að verða svo veik sem raunin varð.
Ónæmiskerfi þitt var kannski ekki
upp á það allra besta en að þú ætt-
ir eftir að greinast með þann ill-
víga sjúkdóm sem herjaði á litla
líkamann þinn síðar meir var
óhugsandi.
Við munum eftir þér svo glað-
legri, brosmildri og duglegri að
takast á við áskoranir lífsins eins
og að læra að ganga, að tala, að
þekkja dýrin í sundur með hjálp
bóka sem þú hafðir yndi af að
skoða og ég tala nú ekki um að
læra að deila leikföngum með
frændsystkinum þínum svo þið
gátuð leikið vel og lengi saman.
Þetta voru yndislegar stundir og
lítum við svo á að það hafi verið
viss forréttindi að fá að kynnast
þér svo vel og náið eins og raunin
varð. Í kjölfarið fengum við að
fylgjast með þér vaxa og dafna
eftir því sem árin liðu þar sem þú
lést aldrei deigan síga í baráttu
þinni við veikindin. Hélst ætíð
gleði þinni og jákvæðni þar sem
dugnaðarkraftur þinn og orka
hjálpuðu þér yfir marga erfiða
hjalla. Lífsbarátta þín var hörð en
með styrk þínum og þrautseigju
gerðir þú ætíð þitt allra besta þar
til að lokum þú þurftir að láta und-
an ofurefli veikindanna.
Við minnumst þín með hlýhug
og söknuði og erum innilega þakk-
lát fyrir að hafa eytt með þér ynd-
islegum fermingardegi þínum
fyrr í sumar. Þann dag geislaði af
þér og þú varst virkilega stolt og
flott stúlka og áttir virkilega góð-
an dag. Við vitum að þér á eftir að
líða vel í heimi englanna nú þegar
þú ert laus úr viðjum þjakaðs lík-
ama. Þú átt eftir að hlaupa um,
brosa, hlæja og skemmta þér með
hinum englunum. Þú munt alltaf
verða litla hetjan okkar. Farðu í
guðs friði, litla frænka.
Elsku Sonja, Tómas, Sandra,
Lúkas og Karítas, ömmur og afar
og aðrir nátengdir megi guð
styrkja ykkur í sorg ykkar og
söknuði. Minningin um ljúfa, góða
stelpu mun lifa í hjörtum okkar
allra um ókomin ár.
Svala Ýrr, Brynja María,
Dofri, Thelma og Bragi.
Elsku litla ljúfan, nú er komið
að kveðjustund. Það eru blendnar
tilfinningar sem bærast í brjósti
mér, sorg, gleði og þakklæti. Sorg
að falleg sál eins og þú þurfir að
kveðja allt of snemma, gleði að þú
þurfir ekki að þjást lengur og
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast þér svona vel. Þú snertir
marga með nærveru þinni og
ávallt var talað um hvað þú værir
dugleg og æðrulaus og ef maður
sjálfur hefði brotabrot af þínu
æðruleysi þá væri maður betri
manneskja. Þú skilur eftir þig
sæg af fallegum og góðum minn-
ingum sem ég mun ávallt geyma í
hjarta mér og þær hugga mig.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Elsku Sonja, Tómas, Sandra
Ýrr, Lúkas Nói og Karítas Ylfa,
ég bið góðan Guð að hjálpa ykkur
út úr sorginni og söknuðinum,
Guð veri með ykkur.
Sofðu rótt, elsku Elísa Sól mín.
Þín
Berglind (Begga).
Elísa Sól kom inn í líf okkar
geislandi og hlý líkt og nafn henn-
ar gefur til kynna fyrir 11 árum
síðan þegar við urðum stuðnings-
fjölskylda hennar. Dvaldi hún hjá
okkur eina helgi í mánuði næstu
sex árin og stundum lengur.
Tengslin sem mynduðust milli
hennar og fjölskyldumeðlima er
ekki hægt að útskýra nema á þann
hátt að hún var eins og fjórða dótt-
irin á heimilinu, hún aðlagaðist
okkar fjölskyldulífi fljótt og vel
enda áttu stelpurnar ýmis sameig-
inleg áhugamál svo sem föndur,
perl, piparkökubakstur og önnur
huggulegheit heimavið. Einnig
eru minnistæðar ferðirnar á Velli,
í sveitina og sumarbústað. Hvað
sem við gerðum eða hvert sem við
fórum heillaði Elísa Sól alla, jafnt
ömmur og afa, frændfólk og vini.
Einstaka sinnum gerðist það að
óvenju langur tími leið á milli
heimsókna og þá var það ævinlega
þannig að heimilisfólkið var farið
að spyrja húsmóðirina, sem á öll-
um þráðum hélt, um hvenær Elísa
Sól eiginlega kæmi næst, það
vantaði hreinlega eitthvað í hina
venjulegu rútínu.
Elísa Sól var ótrúlegur töffari í
öllum sínum veikindum og það
sem á hana var lagt, kvartaði aldr-
ei, afar þrautseig og dugleg. Eftir
að hún flutti suður yfir heiðar með
fjölskyldu sinni þá urðu samveru-
stundirnar vissulega færri en í
huga okkar var hún ávallt. Þegar
við heimsóttum hana voru búðar-
ferðir og leikhús oft fyrir valinu,
það var hennar uppáhald, ekki
hvað síst búðarápið. Hittum við
Elísu Sól síðast í fermingunni
hennar fyrir nokkrum vikum síð-
an, fallega og stolta. Athöfnin og
veislan gleymist aldrei, þvílík
reisn, dugnaður og töffaraskapur.
Elísa Sól mun ávallt eiga stóran
part í hjörtum okkar enda gaf hún
okkur meira en við gátum nokk-
urn tímann gefið henni.
Eftirsjáin er mikil en við trúum
því nú þegar hún er laus við verki
og þjáningar að henni líði vel með
öllum hinum englunum.
Elsku Sonja, Tómas, Sandra
Ýrr, Lúkas Nói og Karitas Ylfa,
mikið höfum við dáðst að sam-
heldni ykkar og dugnaði í veikind-
um Elísu Sólar, þið eruð einstök.
Missir ykkar er mikill en minn-
ingin um yndislega stúlku lifir.
Kæra fjölskylda og aðrir ástvinir,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur á erfiðum stundum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Harpa, Vignir, Sandra,
Gunnur og Magnea.
Í dag kveðjum við Elísu Sól
sem var nemandi okkar í Hraun-
vallaskóla. Bjartsýni og þor eru
þau orð sem koma upp í hugann
þegar við hugsum til hennar. El-
ísa Sól var einstaklega jákvæður
og duglegur nemandi sem hafði
góða nærveru. Það var alltaf stutt
í brosið hjá henni og hún lét fátt
stöðva sig. Það var sama hvernig
viðraði, alltaf kom hún sjálf á
„bílnum“ sínum í skólann. Hún lét
sig aldrei vanta í vettvangsferðir
með skólafélögum sínum og eft-
irminnileg er 5 daga ferð í skóla-
búðir að Reykjum í Hrútafirði í
mars síðastliðnum. Þar skemmti
Elísa Sól sér vel í hópi skólafélaga.
Hún hafði yndi af því að elda
mat, syngja og spila og beið slíkra
stunda með eftirvæntingu. Hún
notaði óspart þau tækifæri sem
gáfust til að syngja og koma fram í
skólanum. Um leið og við kveðjum
Elísu Sól þökkum við henni fyrir
allt sem hún, með æðruleysi sínu
og lífsgleði, kenndi okkur á leið
okkar til aukins þroska. Nemend-
ur og starfsfólk Hraunvallaskóla
senda fjölskyldu Elísu Sólar og
ástvinum öllum innilegar samúð-
arkveðjur.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Minning Elísu Sólar er ljós í lífi
okkar.
Björk, Guðrún og Sigrún.
Fyrir fimm árum urðum við
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast henni Elísu Sól. Hún kom
inn í líf okkar sem skær og geisl-
andi Sól og lýsti okkur og kenndi
okkur svo ótrúlega margt á sinni
stuttu ævi. Hugrekki hennar og
æðruleysi gagnvart sjúkdómi sín-
um var aðdáunarvert. Elísa Sól
var ákveðin og vissi hvað hún vildi
og alltaf var stutt í glettnina og
gleðina hjá henni.
Við þökkum fyrir allar yndis-
legu stundirnar sem við fengum
að eiga með Elísu Sól. Minningar
um brosandi, káta stúlku munu
ylja okkur um ókomin ár.
Elsku Sonja, Tómas, Sandra
Ýrr, Lúkas Nói, Karítas Ylfa og
aðrir ástvinir, megi góður Guð
gefa ykkur styrk í ykkar miklu
sorg.
Bylgja, Sveinn, Sóldís,
Vigdís og Rósa Dís.
Í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar Elísu Sól, sólina sem lýsti upp
umhverfi sitt.
Frjáls.
Fjötrar horfnir.
Friðurinn eini sanni,
tekur á móti nýju fallegu ljósi.
Geislandi ljós,
sem lýsir upp allt í himnasal.
Falleg sál með geislandi bros,
frjáls ferða sinna.
Sálin hleypur, hjólar og dansar
í himnasal.
Sálin er Sólin,
litla fallega Sólin.
(Ingunn Erla Ævarsdóttir)
Guð geymi þig, elsku Elísa Sól,
minning þín lifir í hjörtum okkar.
Elsku Sonja, Tómas, Sandra
Ýrr, Lúkas Nói, Karítas Ylfa og
aðrir ástvinir, okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Megi góður Guð
vera með ykkur og styrkja á þess-
um erfiðu tímum.
Ykkar vinir,
Dóra Sif, Elva Eir, Eva
Dögg, Harpa, Hólmfríður
(Didda), Hrönn, Ingunn, Íris,
Rakel, Vigdís og fjölskyldur.
Litla fallega Sólin mín.
Það er morgunn á Íslandi en
sólin er að setjast hérna á Hawaii
þegar síminn hringir og ég fæ
fréttirnar um að þú sért dáin. Ó
hvað það er erfitt að vera svona
langt í burtu frá þér núna. En
minningarnar streyma og ég er
svo þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér, litla hetjan mín. Ég
mun aldrei gleyma því hvernig við
sungum saman með útvarp Lata-
bæ, þegar við fífluðumst í sundi,
bökuðum kökur og föndruðum
margar klukkustundir í röð.
Það hefur gefið mér og allri
minni fjölskyldu virkilega mikið
að fá að kynnast þér. Þú hafðir
þetta fallega bros sem þú notaðir
óspart og settir svo líka upp sér-
stakt risabros fyrir mig og
mömmu og hélst því svo þannig
þangað til að allir voru farnir að
skellihlæja. Það er líka alveg á
hreinu að það mun enginn segja
„pulsa“ á mínu heimili eftir miklar
málfarsleiðréttingar af þinni
hálfu, við fáum okkur bara „pyls-
ur“. Það að hafa fengið að fara
með þér og systur þinni til Lego-
lands í vor var ómetanlegt. Þú
varst svo spennt að segja mér frá
því að þú værir að fara þangað og
þú ljómaðir eins og sólin þegar þú
bauðst mér með. Þú varst líka svo
glöð að segja mér að þú myndir
fermast í sumar og frá ferming-
arkjólnum þínum sem var saum-
aður bara handa þér.
Elsku Elísa Sól.
Ég er svo leið yfir því að geta
ekki fylgt þér til hinstu hvílu, en
ég mun hugsa til þín og yndislegu
fjölskyldunar þinnar og ætíð
minnast þín. Ég heimsæki svo fal-
lega leiðið þitt þegar ég kem heim
og færi þér blóm og kveiki á kerti
fyrir þig.
Þín vinkona
Harpa Björk Hilmarsdóttir.
Elsku Elísa Sól mín, takk fyrir
allt yndislega spjallið sem við átt-
um í vetur.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Guðmunda (Munda ritari.)
Þakklæti og virðing er okkur
efst í huga þegar við kveðjum
elskulegu Elísu Sól hinstu
kveðju. Elísa Sól hóf skólagöngu
sína í Hraunvallaskóla haustið
2006 þá í 3. bekk og kenndum við
henni til vorsins 2009. Hún var
einstaklega listræn, glaðlynd og
námsfús. Að hafa fengið að kynn-
ast henni er okkur dýrmætara en
orð fá lýst. Í baráttu sinni við
veikindin sýndi hún mikinn
þroska og æðruleysi samhliða því
sem hún gat gefið af sinni ein-
lægni til okkar. Söknuður okkar
allra er sár.
Elísa Sól kveður umvafin ást-
ríkri fjölskyldu, vinum og ein-
stökum foreldrum þeim Sonju og
Tómasi, missir þeirra er mikill.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Við vottum Sonju, Tómasi og
fjölskyldunni allri innilega samúð
og megi Guð færa þeim styrk á
slíkri sorgarstund.
Hulda Björk
og Theódóra.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
V i n n i n g a s k r á
16. útdráttur 18. ágúst 2011
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 9 7 9 4
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 9 0 9 2 3 0 7 3 6 6 5 0 8 7 7 0 2 6 1
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
22413 29295 31914 38286 58168 62528
23667 31271 36189 40726 62341 75578
V i n n i n g u r
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
4 5 4 1 2 8 1 8 2 0 8 7 2 3 4 6 4 2 4 0 8 3 4 4 9 8 3 9 5 9 8 0 5 7 0 9 1 6
1 9 2 0 1 5 5 1 8 2 3 0 0 4 3 5 0 9 0 4 0 9 0 4 4 9 8 6 7 6 4 0 1 6 7 1 0 1 4
3 9 4 6 1 6 4 1 4 2 3 0 0 8 3 6 6 0 2 4 3 6 1 6 5 0 3 1 9 6 5 6 8 2 7 1 4 8 9
4 4 2 6 1 8 0 4 6 2 6 2 4 5 3 6 6 6 9 4 4 7 1 6 5 2 7 2 8 6 6 2 6 0 7 1 6 8 8
7 3 9 7 1 8 4 6 6 2 7 3 0 6 3 7 3 2 9 4 5 6 2 7 5 2 9 5 1 6 6 5 1 6 7 4 3 8 1
8 1 6 5 1 8 8 7 6 3 0 0 3 3 3 7 3 9 1 4 5 6 8 9 5 5 6 1 4 6 6 6 5 1 7 5 2 7 1
8 7 2 7 2 0 5 2 5 3 0 1 9 4 3 7 4 4 1 4 6 2 4 5 5 6 4 9 2 6 7 0 7 1 7 5 5 5 2
9 3 7 7 2 0 6 2 4 3 1 4 2 8 3 8 1 8 0 4 7 3 6 8 5 7 0 8 4 6 8 2 7 0 7 7 3 4 8
1 0 8 5 7 2 0 7 2 0 3 3 8 5 4 3 9 5 1 1 4 8 6 0 5 5 8 2 8 6 6 9 1 6 2 7 8 1 2 8
1 2 2 9 3 2 0 7 4 3 3 4 6 4 1 4 0 4 2 8 4 9 7 2 5 5 9 7 2 0 7 0 3 4 6 7 8 4 6 8
V i n n i n g u r
Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur)
1 9 7 1 6 3 4 0 2 6 9 5 5 3 5 3 2 4 4 4 7 4 8 5 2 1 3 3 5 9 9 6 8 7 0 3 9 0
2 7 1 1 6 3 6 5 2 6 9 9 4 3 5 5 0 3 4 4 7 6 7 5 2 2 6 3 6 0 4 3 2 7 0 4 1 3
2 9 8 1 6 7 6 8 2 7 0 8 5 3 5 5 1 5 4 4 8 8 8 5 2 3 7 1 6 0 6 5 9 7 0 7 8 3
1 7 7 6 1 6 8 5 2 2 7 1 2 1 3 6 0 0 0 4 4 9 1 3 5 2 7 5 0 6 0 8 9 2 7 1 0 5 2
1 8 9 5 1 7 0 4 8 2 7 2 0 2 3 6 2 2 5 4 4 9 2 6 5 2 9 1 4 6 1 2 1 5 7 1 1 1 2
2 1 4 9 1 7 2 3 5 2 7 2 1 2 3 7 1 8 1 4 5 0 7 6 5 3 0 0 9 6 2 0 4 9 7 1 3 6 9
2 1 5 0 1 8 6 8 6 2 7 2 4 6 3 7 2 7 7 4 5 6 6 0 5 3 0 1 2 6 2 1 6 8 7 1 4 3 1
2 3 7 8 1 9 2 3 8 2 7 3 1 1 3 7 8 8 9 4 6 0 7 4 5 3 2 7 2 6 2 2 7 5 7 1 6 4 5
2 4 1 7 1 9 4 3 2 2 7 7 4 2 3 8 5 9 3 4 6 1 3 3 5 3 4 0 5 6 2 3 9 8 7 2 0 4 1
2 9 3 7 2 0 4 5 3 2 7 8 2 5 3 8 7 2 6 4 6 4 0 0 5 3 9 2 3 6 2 4 7 2 7 2 5 0 1
3 1 2 5 2 0 5 6 0 2 7 9 5 9 3 8 7 3 4 4 6 5 8 9 5 3 9 2 7 6 2 5 4 0 7 2 5 2 2
3 4 3 3 2 1 2 2 8 2 7 9 8 4 3 8 8 4 1 4 6 6 6 3 5 3 9 5 5 6 2 6 1 6 7 2 9 8 1
5 2 2 5 2 1 8 0 0 2 8 6 3 5 3 9 2 1 7 4 6 6 9 3 5 4 1 7 6 6 2 9 0 6 7 3 6 5 4
5 5 4 4 2 2 1 8 5 2 8 7 2 3 3 9 6 3 1 4 6 8 4 6 5 4 3 7 0 6 3 4 5 9 7 3 6 5 8
5 7 4 5 2 2 3 7 0 2 9 1 2 6 3 9 7 5 2 4 6 8 9 7 5 4 6 1 9 6 3 6 1 0 7 5 6 5 6
6 4 2 7 2 2 4 2 6 2 9 1 3 9 4 0 0 6 4 4 7 1 0 0 5 4 6 9 1 6 4 7 2 1 7 5 6 8 7
6 5 3 4 2 2 7 7 5 3 0 3 6 1 4 0 2 9 7 4 7 7 6 2 5 4 7 2 2 6 4 8 1 0 7 5 8 0 4
7 3 2 1 2 2 8 4 7 3 0 5 5 5 4 0 3 5 0 4 8 7 8 9 5 4 8 3 1 6 4 9 8 9 7 6 0 2 1
7 6 3 3 2 3 2 6 6 3 2 1 9 7 4 1 0 7 1 4 8 8 8 6 5 5 0 1 0 6 5 3 8 0 7 6 2 5 6
8 7 3 9 2 3 3 5 0 3 2 3 9 2 4 1 1 2 3 4 9 0 2 4 5 5 7 0 7 6 5 4 9 3 7 6 7 3 8
9 2 6 5 2 3 6 8 2 3 2 4 1 8 4 1 7 1 4 4 9 2 6 7 5 6 0 4 5 6 5 8 5 5 7 7 9 3 7
9 4 0 2 2 3 9 2 0 3 2 9 2 5 4 2 0 1 4 4 9 5 2 5 5 6 4 2 9 6 6 0 3 3 7 7 9 5 9
9 5 5 5 2 4 3 5 9 3 3 1 3 9 4 2 0 3 0 4 9 9 4 1 5 6 7 5 2 6 6 4 3 1 7 8 2 0 8
1 1 0 2 3 2 4 3 7 0 3 3 2 2 8 4 2 3 1 0 4 9 9 8 8 5 7 9 6 2 6 6 8 3 4 7 8 6 8 9
1 1 0 3 4 2 5 3 0 1 3 3 2 5 2 4 2 5 3 9 5 0 0 0 6 5 8 2 4 2 6 7 4 0 8 7 9 1 4 8
1 1 3 0 6 2 5 3 5 2 3 3 3 2 9 4 3 4 9 0 5 0 0 3 4 5 8 3 4 4 6 7 8 7 8 7 9 5 9 5
1 1 5 1 5 2 5 3 8 4 3 3 3 8 4 4 3 8 0 6 5 0 4 1 3 5 8 6 0 3 6 8 0 4 6
1 1 7 8 9 2 5 4 3 0 3 3 3 8 8 4 3 8 9 7 5 0 5 4 0 5 9 0 0 2 6 8 3 1 3
1 2 2 3 6 2 6 1 7 6 3 3 7 5 0 4 3 9 9 5 5 0 5 9 5 5 9 0 0 3 6 8 9 9 1
1 2 3 7 6 2 6 2 6 4 3 3 7 8 9 4 4 1 6 1 5 0 6 9 5 5 9 7 9 3 6 9 2 6 6
1 2 9 6 7 2 6 6 6 1 3 4 3 3 9 4 4 3 4 1 5 0 7 9 9 5 9 8 5 1 6 9 6 0 8
1 3 9 6 0 2 6 6 7 1 3 5 2 2 5 4 4 3 6 0 5 0 8 4 1 5 9 8 7 3 7 0 3 3 6
Næstu útdrættir fara fram 25. ágúst & 1. sept 2011
Heimasíða á Interneti: www.das.is