Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 28

Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 ✝ Ragna Ólafs-dóttir fæddist í Neskaupstað 7. maí 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 10. ágúst 2011. For- eldrar hennar voru Guðný Pétursdóttir, f. á Höfða í Valla- hreppi 31. júlí 1917, d. í Neskaupstað 9. desember 2009, og Ólafur Guðmundsson, f. á Sveins- stöðum í Hellisfirði 13. desember 1912, d. í Neskaupstað 11. desem- ber 1983. Systkini Rögnu eru: 1) Sigurbjörg, f. 15. desember 1941, eiginmaður hennar er Gústaf Berg Pálmason. 2) Stefán, f. 15. ágúst 1947, eiginkona hans er Ást- ríður Sveinbjörnsdóttir. 3) Mar- grét, f. 31. janúar 1950, d. 7. sept- ember 2006, eftirlifandi eiginmaður hennar er Gretar Reynisson. Hinn 1. janúar 1966 giftist Ragna Ögmundi Helgasyni, f. á Sauðárkróki 28. júlí 1944. For- eldrar hans voru Sigríður Ög- mundsdóttir, f. 2. maí 1921, d. 19. kennari við Melaskóla í Reykjavík 1968-83, yfirkennari við sama skóla 1986-94, og skólastjóri þar 1994-2007. Ragna sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1971-73 og í stjórn Sambands grunnskólakennara 1976-80. Hún var formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur 1981-83. Ragna sat í varastjórn BSRB 1982- 85 og átti auk þess sæti í ýmsum nefndum á vegum stéttarsamtaka kennara. Hún var kynning- arfulltrúi Kennarasambands Ís- lands 1985-86 og formaður kynn- ingarnefndar sambandsins 1987-89. Ragna var kjörin í stjórn Kennarasambands Íslands og fulltrúi í kjararáði sambandsins 1989-94. Hún var gjaldkeri þess 1991-94 og sinnti einnig ýmsum trúnaðarstörfum. Ragna sat sem fulltrúi Kennarasambandsins í grunnskóladeild Norrænu kenn- arasamtakanna (NLS) og var í byggingarnefnd þess vegna end- urbyggingar Kennarahússins við Laufásveg. Ragna var einn af stofnendum Úanna, æskunefndar Kvenréttindafélags Íslands, 1968 og sat í dómnefnd Íslensku menntaverðlaunanna frá 2009. Útför Rögnu verður gerð frá Neskirkju í dag, 19. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 15. ágúst 2000, og Helgi Einarsson, f. 2. maí 1912, d. 9. janúar 1964. Börn Rögnu og Ögmund- ar eru: 1) Helga, f. 15. september 1965, eiginmaður hennar er Reynir Sig- urbjörnsson, f. 11. maí 1966. Dætur þeirra eru Ragna, f. 20. október 1995, og Þórhildur, f. 30. mars 1997. 2) Ólafur, f. 15. febrúar 1976, unn- usta hans er Vaka Ýr Sævars- dóttir, f. 24. febrúar 1982. Sonur þeirra er Ögmundur Steinar, f. 23. febrúar 2010. Sonur Ólafs og fyrri konu hans, Nínu Ýrar Niel- sen, er Ingimar, f. 17. júlí 2003. Ragna varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1964 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1968. Hún stundaði framhaldsnám í stærð- fræði við KHÍ 1971-72 og Dan- marks Lærerhøjskole í Kaup- mannahöfn 1983-85. Ragna lauk einnig leiðsögumannsnámi frá Endurmenntun HÍ 2010. Hún var Ég ætla að minnast móður minnar, Rögnu Ólafsdóttur, í fá- einum orðum. Af öllu því sem hægt er að rifja upp þegar konan sem gaf manni líf fellur frá, ætla ég aðeins að minnast á tvennt. Annars vegar er það réttlætis- kenndin, sem hún þjálfaði upp í mér frá blautu barnsbeini, og hins vegar að hugsa aldrei of lengi um góðar hugmyndir held- ur koma þeim í framkvæmd fyrr en síðar. Hvort tveggja eru eig- inleikar sem allir ættu að leggja rækt við. Lífið er stutt og lítils virði ef við gætum ekki réttar hvert ann- ars í samfélagi manna og ann- arra lífvera, og séum við sífellt að slá því á frest sem við viljum og þurfum að gera getur endað með því að það sé of seint. Hvor- ugt henti móður mína; hún stóð vörð í orðum og gerðum um þá sem minna mega sín og þegar ljóst var að hún var haldin ólæknandi sjúkdómi, gat hún lit- ið um öxl og ekki séð eftir neinu, en verið stolt af verkum sínum. Nú, þegar haustar að, lít ég um öxl og minnist hennar og þeirrar gæfu að hafa verið barn- ið hennar. Blessuð sé minning móður minnar. Helga Ögmundardóttir. Mig skortir orð til að lýsa Rögnu tengdamóður minni. Hún var mér meira en bara tengda- móðir, hún var vinkona, jafningi og félagi en jafnframt fyrirmynd. Mörgum þótti náið samband okkar sérstakt, en við nutum ávallt nærveru hvor annarrar. Við Ólafur gátum deilt gleði okk- ar og sorgum með Rögnu, bæði saman og hvort í sínu lagi, fengið hjá henni ráð og aðstoð; skjól og hlýju. Ragna var nokkuð vanaföst og reglusöm kona, kunni vel við hlutina í föstum skorðum en var þó ekki hrædd við að takast á við nýjar áskoranir. Heimilið var hennar griðastaður og þar leið henni best, ekki síst þegar stór- fjölskyldan var þar samankomin. Glæsileg var hún ávallt til fara en laus við alla tilgerð. Barna- börnin voru hennar líf og yndi, augljóst var hversu stolt hún var af þeim þegar þau náðu nýjum áföngum, hvort sem það voru viðurkenningar í námi hjá þeim eldri eða fyrstu skrefin eða orðið hjá þeim yngsta. Með söknuði fyllum við tóma- rúmið í hjartanu með ljúfum minningum um magnaða konu. Vaka Ýr Sævarsdóttir. Aðeins örfáum dögum fyrir andlát Rögnu systur minnar átti ég við hana símtal. Þá var hún hress og glöð í bragði og sagði frá ferðum sínum um borgina með ættingjum og vinum. Ragna glímdi við mjög erfiðan sjúkdóm en þetta lýsir henni betur en flest annað. Hún vissi mætavel að hverju stefndi en vildi lifa líf- inu eins og kostur var, að gefast upp var ekki inni í myndinni. Ragna sótti sína helstu eig- inleika til beggja ætta okkar. Hún sótti reisnina og fasið til Sigurbjargar ömmu okkar í föð- urætt. Ákveðnina og þjóskuna sótti hún til móðurættarinnar. Hún var góðum gáfum gædd og lá allt nám mjög vel fyrir henni. Að loknu stúdentsprófi fór Ragna í kennaranám og að því loknu var grunnskólinn hennar starfsvettvangur. Hún var kenn- ari við Melaskóla, síðar yfirkenn- ari og skólastjóri við sama skóla. Störf hennar við skólann voru öll á einn veg, einkenndust af metn- aði og dugnaði sem hún bjó yfir í ríkum mæli. Það kom því ekki á óvart að hún veldist til stjórn- unarstarfa í skólanum þó eitt- hvað hafi ráðning hennar í stöðu yfirkennara þvælst fyrir pólitík- inni. Þann tíma sem ég stundaði nám við Kennaraskólann leigði ég hjá þeim Rögnu og Ögmundi mági mínum og þar hófum við Ásta okkar búskap. Öll þau ár bar aldrei skugga á sambúðina og oft var glatt á hjalla. Þetta var á þeim árum sem ungt fólk hneigðist til róttækni. Stríðið í Víetnam, herstöðin á Vellinum og kvennabaráttan settu sitt mark á umræðuna á heimilinu og vorum við nokkuð sammála í flestu þó stundum væri tekist á. Ragna var mikil fjölskyldu- manneskja, leið best með börnin og barnabörnin í kringum sig. Hún var höfðingi heim að sækja og oft var gestkvæmt á Tóm- asarhaganum. Þangað var enda gott að koma og nú þegar litið er til baka finnst manni að heim- sóknirnar til þeirra Rögnu og Ögmundar hefðu mátt vera tíð- ari. Það var Rögnu sár missir þeg- ar Ögmundur lést og síðar sama ár Margrét systir okkar, sambýl- ingur þeirra á Tómasarhagan- um. Slíkt setur mark sitt á fólk en glaðværð Rögnu og lífsgleði hafa eflaust auðveldað henni að komast yfir missinn. Að leiðarlokum er þakklæti efst í huga. Þakkir fyrir árin á æskuslóðunum heima á Norð- firði og þá hvatningu sem Ragna veitti mér sem og þakkir fyrir sambýlisárin á Ljósvallagötunni þegar hugsjónir voru efnishyggj- unni æðri. Helgu og Óla og þeirra fjölskyldum vottum við Ásta okkar dýpstu samúð. Stefán Ólafsson. Við kveðjum frá Neskirkju í dag Rögnu mágkonu mína. Það var mikið áfall fyrir Rögnu og fjölskylduna alla þegar hún greindist með krabbamein í janúar sl. og henni sagt að enga lækningu væri að fá. Ragna notaði tímann vel sem hún átti eftir og gaf sennilega meira af elsku sinni til ástvin- anna en nokkru sinni fyrr. Við vorum ungar þegar við kynntumst. Hún kom í fyrstu inn á heimilið okkar sem unnusta Ögmundar bróður míns – falleg og klár. Hún samdi sig að fjöl- skyldunni og milli okkar allra varð vinátta sem entist alla tíð. Á námsárum mínum í Reykja- vík gætti ég Helgu dóttur þeirra hjóna þegar þau þurftu og naut ég því heimilis þeirra. þangað gat ég komið með vini mína og allt var falt. Á þessum árum og síðar höfum við átt saman marg- ar góðar stundir hvort sem var norðan eða sunnan heiða – í gönguferðum um óbyggðir eða heima við með fjölskyldum okkar – oftast í gleði og alltaf lét hún sig hafa það að Elvis væri með í gleðinni – hún, djassarinn sjálf- ur! Ragna var ekki allra – en hún var mikil fjölskyldumanneskja – gestrisin og örlát – og vinir hennar voru traustir. Hún var mikill skipuleggjari og dreif í hlutunum sem kom sér oft vel þar sem eiginmaðurinn þurfti oft langan tíma til umhugsunar. Fé- lags- og menntamál voru henni alltaf hugleikin og veit ég að aðr- ir sem betur til þekkja skrifa um það. Ömmuhlutverkið var henni kærast af öllu og ekkert tók hún fram yfir það. Við erum ósátt við að kveðja Rögnu svo fljótt – en hugsum með þakklæti til hennar fyrir all- ar stundirnar okkar saman og ekki síst fyrir þá miklu virðingu sem hún sýndi minningu bróður míns – eiginmanns hennar. Bróðurbörnum mínum Helgu, Ólafi og fjölskyldum þeirra send- um við Ingimar innilegar sam- úðarkveðjur – mikil er lífs- reynsla þeirra á svo fáum árum. Einnig sendum við systkinum Rögnu innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Rögnu mágkonu minnar. Kristín. Ástkær föðursystir mín, Ragna Ólafsdóttir, er nú látin. Við kveðjum hana með söknuði en minningar um einstaka konu skilja eftir gleði í hjarta. Allt frá unga aldri þótti mér Ragna mjög merkileg kona. Á árum áður hitti ég hana ekki oft þar sem ferðir fjölskyldu minnar til Reykjavíkur voru ekki al- gengar. En alltaf þótti mér jafn gaman að koma á Tómasarhag- ann og hitta frændfólk mitt þar. Það ríkti ákveðinn ævintýraljómi yfir því húsi í mínum huga og þá sérstaklega konunni sem stjórn- aði öllu þar sem fram fór. Ragna var alltaf höfuð fjölskyldunnar enda ákveðin og sterk kona. Nú á seinni árum var ég þeirr- ar lukku aðnjótandi að umgang- ast frænku mína meira en áður. Eftir að hún hætti að vinna tók hún á móti okkur stúdentunum í hádegismat á fimmtudögum. Það voru ógleymanlegar stundir sem ég átti með henni og börnunum hennar í eldhúsinu á Tómasar- haganum. Ég var í kennaranámi á þeim tíma og það var ómet- anlegt að setjast niður með svo reyndri konu og ræða uppeldis- mál. Við gátum setið klukkutím- unum saman og rætt um skóla- umhverfið og hún var óspar á að gefa mér góð ráð. Það sem mér þótt einna vænst um var hvað við vorum oftar en ekki sammála. Í apríl fyrr á þessu ári átti ég yndislega kvöldstund með Rögnu þar sem við sátum saman í stofunni á Tómasarhaganum. Við ræddum um lífið og til- veruna, hönnun og listir, uppeld- ismál og skóla og hún sagði mér sögur úr sinni barnæsku. Sögur sem munu nú eiga áfram líf og mér þykir sérlega vænt um að geyma. Minningin um frænku mína er sterk og mun án efa haldast þannig um ókomin ár. Ragna var sérlega glæsileg kona sem tekið var eftir, hún var skemmtileg, klár, hafði sterkar skoðanir og var ekkert að fela þær, áhuga- söm um hag annarra og það var alltaf gaman að vera nálægt henni. Ég veit að minningin um einstaka móður, systur, tengda- móður og ömmu mun hjálpa ykk- ur í gegnum erfiða tíma, elsku Óli, Helga, Sibba, pabbi og fjöl- skyldur. Hugur minn og hjarta verður hjá ykkur um ókomna tíð. Gunnhildur Stefánsdóttir. Hún kvaddi okkur á fallegum ágústdegi. Sólin skein við voginn og vindurinn stóð af norðaustri. Ekki löngu áður hafði hún skammast yfir norðaustanátt- inni. Fannst nóg komið af veð- urblíðu í borginni, nú mætti sólin reka burt súldina heima. Hug- urinn hvarflaði oft heim á Norð- fjörð. Heim á Melana þar sem hún fæddist og ólst upp, heim í Garðshorn. Við höfum öll heyrt sögur af Rögnu lítilli, bústnu og bráðvel gefnu stelpuskotti sem söng á sunnudögum fyrir fólkið á Bjargi, elliheimilinu sem langamma veitti forstöðu. Rögnu svipaði mjög til lang- ömmu. Þegar hún óx úr grasi varð hún glæsileg og greind eins og langamma, atorkukona með sterka réttlætiskennd. Hún var talskona þeirra sem hallaði á, þeirra sem sólin náði síður til. Ragna og mamma voru alla tíð nánar og samgangur á milli heimila var oft mikill. Haustið sem Helga fæddist bjuggu þær mæðgur hjá okkur á Mýrargöt- unni. Þær systur skiptu með sér vöktum í Bræðslunni og barna- umönnun. Þegar pabbi fór í nám til Reykjavíkur bjuggum við saman á Skólavörðustígnum; blankt námsfólk og tvær litlar skottur í nágrenni við borgar- skáld og bóhema. Seinna miðl- uðu systur menningunni til dætranna með leikhúsferðum. Mamma saumaði á okkur Helgu og við litum líka út eins og syst- ur. Prúðbúnar litlar stelpur með slaufur í hárinu. Ein ljós og ein dökk eins og mæður okkar og aftur þrjú ár á milli. Þannig fluttust systraböndin á milli kyn- slóða, en það er önnur saga. Á sumrin hittumst við heima í Garðshorni. Við fórum í berjamó í fjallinu og sigldum á Grænafell- inu í Hellisfjörð. Trillan drekk- hlaðin af ömmukræsingum sem stórfjölskyldan gæddi sér á í laut á Sveinstaðajörðinni. Þær voru ófár göngurnar sem við fórum í fyrir austan. Ragna gekk fyrst og rifjaði upp kennileiti. Við Helga skottuðumst á eftir. Við þræddum fjöllin fyrir ofan bæinn og geng- um á Lollann eða yfir í Hellis- fjörð. Þá óð Ögmundur með okk- ur á bakinu yfir Norðfjarðará og hljóp við fót, Rögnu fyrst og svo okkur hinar, og síðan lá leiðin upp brattann eða fyrir Búlandið. Ragna og Ögmundur studdu áfram við bakið á mér á göngunni í gegnum lífið. Það var fyrir raus- ið í Ögmundi og liðsinni Rögnu að ég fór aftur í nám. Mikilvægi menntunar var augljóst mál á Tómasarhaga 12. Ragna reyndist mér góð frænka og vinkona á ljúf- um sem þungum stundum. Síð- ustu ár hittumst við gjarnan í „Þinghólsborgurum“ eða með nokkrum frændsystkinum í há- deginu á Tómasarhaganum. Þá var mikið pælt og hlegið. Sólin skein ekki alltaf í lífi Rögnu. Þau voru dökk, skýin sem stundum dró fyrir sólu en hún tók erfiðleikum eins og öllum öðrum verkefnum. Hún tókst á við þau og gerði upp. Þegar við mamma sátum með henni á kaffihúsi nokkrum dögum áður en hún dó sagði hún mér að þær systur hefðu gert upp æskuna í samein- ingu. „Við áttum góða æsku, þrátt fyrir margt,“ sagði hún. Hún kaus að muna það góða og talaði um að hafa verið lánsöm manneskja. Við erum ekki síður lánsöm sem feng- um að njóta samvista við hana á leiðinni. Ég kveð frænku mína með söknuði og þakka samfylgdina. Guðný. Vinkona okkar hjóna, Ragna Ólafsdóttir, er látin, langt um ald- ur fram, eftir harða og snarpa baráttu við óvæginn sjúkdóm. Eftir standa minningar um stór- brotna konu, sem eftir var tekið, hvar sem hún fór. Hávaxin, bein- vaxin og grönn, með glettnisblik í mógrænum augunum og brosið ávallt skammt undan. Ragna var skarpgreind, með gott skopskyn og hlýja nærveru. Hún var vinur vina sinna, trygglynd og raungóð. Ragna starfaði sem kennari og yfirkennari við Melaskóla, og síð- ustu starfsárin var hún þar skóla- stjóri. Leysti hún öll sín störf af hendi af þeirri samvizkusemi og dugnaði, sem einkenndi hana í öll- um hennar verkum, og ávallt gætti hún sanngirni ef setja þurfti niður deilur eða leysa ágreinings- mál, sem upp gátu komið. Ragna og Ögmundur maður hennar, eða Ömmi, eins og hann var ávallt kallaður af vinum sín- um, hófu búskap í leiguíbúð á jarðhæð í húsi við Skólavörðustíg. Fylgdi íbúðinni m.a. sú kvöð að fóðra tvo ketti, Gunnar og Hall- gerði, sem höfðu aðsetur í grunn- inum undir húsinu. Kettir þessir voru styggir og komu aldrei inn í húsið, en voru heimtufrekir á mat, sem þeir fengu niður um gat, sem var í gólfinu við eldhúsvask- inn. Höfðu Ömmi og Ragna mikið gaman af þessum nábýlingum sínum og sinntu þeim vel. Af Skólavörðustígnum fluttu þau hjónin, ásamt Helgu, dóttur sinni, sem þá var barnung, á Ljósvallagötu, þar sem þau höfðu fest kaup á lítilli íbúð í fjölbýlis- húsi gegnt gamla kirkjugarðin- um. Nokkrum árum síðar keyptu þau íbúð í gömlu húsi við Tóm- asarhaga 12, þar sem þau bjuggu á tveimur efri hæðunum, ásamt börnum sínum, en í kjallaranum bjó Greta, systir Rögnu, ásamt fjölskyldu sinni, en þau byggðu síðar við húsið og tengdu kjall- aranum. Garðurinn við húsið var stór og krafðist mikillar vinnu, en Ragna var með græna fingur og lagði mikla rækt við garðinn sinn. Líf Rögnu var þó ekki bara dans á rósum. Ögmundur greind- ist með illkynja mein fyrir nokkr- um árum og lézt af þeim völdum vorið 2006. Var andlát hans Rögnu mikill harmur. Og aðeins nokkrum mánuðum síðar lézt Greta systir Rögnu, en hún hafði barizt hafði við krabbamein um árabil. Ekki löngu eftir lát Ögmundar lét Ragna af störfum, enda kom- in með réttindi til eftirlauna. Hugðist hún sinna ýmsum hugð- arefnum sínum og ekki sízt að njóta efri áranna með börnum sínum og barnabörnum, sem voru hennar stærstu gleðigjafar í lífinu. Stóð Ragna ásamt börn- um sínum m.a. fyrir einstaklega skemmtilegri og fróðlegri ráð- stefnu í minningu Ögmundar á síðastliðnu ári, sem lengi mun verða í minnum höfð af þeim, sem ráðstefnuna sóttu. Með fráfalli Rögnu hefur enn eitt skarðið verið höggvið í fjöl- skyldurnar á Tómasarhaganum. Við hjónin sendum ástvinum ein- lægar samúðarkveðjur og biðj- um Rögnu Guðs blessunar á nýj- um slóðum. Megi hún hvíla í friði. Sigríður Ólafsdóttir. Páll Sigurðsson. Kær vinkona og samstarfs- kona er látin. Við Ragna hófum báðar störf í Melaskóla haustið 1968 og þar var okkar starfsvett- vangur í nær 40 ár. Fyrsta mynd mín af Rögnu: ung, falleg kona með mikið, sítt, dökkt hár, ákveðnar skoðanir og skelegg í umræðu dagsins. Margt hefur á dagana drifið og margs er að minnast frá þess- um árum sem við áttum saman í skólanum og einnig eftir að starfsferli okkar lauk. Framan af voru samskipti okkar Rögnu að- allega faglegs eðlis. Auk hefð- bundinna kennslustarfa fengum við tækifæri til að vinna að ýms- um spennandi nýjungum og til- raunaverkefnum í skólastarfinu og síðar að vinna saman að stjórnun skólans. Ragna var fé- lagslynd og starfaði lengi fyrir stéttarfélag sitt og einnig þar áttum við samleið. Þessi sam- skipti þróuðust smám saman í nána vináttu sem styrktist enn frekar eftir að við létum af störf- um. Við Ragna áttum margt sam- eiginlegt. Eitt var dálæti okkar á því sem danskt er. Þeim áhuga deildu eiginmenn okkar með okkur. Öll bjuggum við um tíma í Kaupmannahöfn og þekktum borgina vel. Okkur gafst tæki- færi til að hittast þar nokkrum sinnum og alltaf var það jafn gef- andi og skemmtilegt. Þar eins og heima nutum við þekkingar Ög- mundar, eiginmanns Rögnu, á sögu og bókmenntum sem hann var óspar á að deila með okkur. Ögmundur lést fyrir fimm árum, langt um aldur fram. Síðasta sameiginlega Danmerkurævin- týri okkar Rögnu var fyrir þrem- ur árum þegar við fórum á prjón- anámskeið til Skals á Jótlandi, já, eitthvað allt annað en við höfðum verið að fást við og var það einstaklega ánægjuleg upp- lifun. Eftir dvölina á Jótlandi var Kaupmannahöfn tekin með pompi og pragt. Þessarar ferðar minntumst við oft. Ragna var glæsileg kona, það sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og tók afstöðu með þeim sem minna máttu sín, alin upp í höfuðvígi sósíalismans í Neskaupstað. Hún gat verið ansi hvöss og stundum nokkuð dómhörð ef því var að skipta. Með árunum mildaðist hún í af- stöðu sinni til þjóðmála þó sömu stefnu hafi hún ávallt fylgt og hjartað slegið með þeim sem áttu undir högg að sækja. Ragna tók örlögum sínum með reisn. Hún vissi fljótt að hverju stefndi og vildi standa meðan stætt væri og gerði það svo sannarlega. Hún lagði áherslu á að að hreyfa sig og komast út þó þrekið væri skert og kvöldið fyrir andlát hennar töluðum við saman í síma og ráð- gerðum næstu kaffihúsaferð ásamt Karenu daginn eftir. Sú Ragna Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.