Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
✝ Magnús Al-bertsson fædd-
ist í Reykjavík 24.
febrúar 1932.
Hann lést á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 8.
ágúst 2011.
Foreldrar hans
voru Albert Guð-
björn Pálsson, f.
11.9. 1893 í
Reykjavík, d.
17.11. 1971 og Ragnhildur
Sumarlína Magnúsdóttir, fædd
á Akranesi 22.10. 1902, d. 4.7.
1967. Systkini Magnúsar eru:
Ingibjörg Albertsdóttir f.
29.12. 1930, alsystir. Sam-
mæðra eru: Sigurður Kjart-
ansson f. 17.6.1928, d. 27.3.
1998, Ágúst Kjartansson, Einar
Mýrkjartansson f. 26.5. 1937, d.
11.4. 2000, Ósk Elín Jóhann-
esdóttir Birkiland f. 21.2. 1941,
Æska Björk Jóhannesdóttir
Birkiland f. 21.2. 1941, Unnur
Ragnhildur Jóhannesdóttir
Birkiland f. 1.4. 1942.
Magnús giftist 25.12. 1965
Fanneyju Sigurgeirsdóttur f.
29.5. 1932, d. 2.3. 2010. For-
eldrar hennar voru Sigurgeir
Björnsson f. 25.10. 1899, d.
18.11. 1943, frá Gafli í Flóa og
Fanney Jónsdóttir f. 7.3. 1909,
d. 26.10. 1943 frá Bræðr-
Osta- og smjörsölunni, Um-
búðamiðstöðinni og síðustu ca
tíu árin hjá Kassagerð Reykja-
víkur en þar lauk hann starfs-
ævi sinni 67 ára að aldri.
Magnús bjó nær alla sína tíð í
Reykjavík, á Sogavegi, í tæp
40 ár í Neðra-Breiðholti og síð-
ast í Grafarvogi, að und-
anskildum fimm árum á Akra-
nesi og áður nefndum tíma á
æskuárum í Pétursey og Gröf
við Laugarvatn, en bæði þau
heimili reyndust honum vel.
Magnús var hæglátur maður
og tillitssamur. Vildi öllum vel
og mátti ekkert íllt sjá. Og
gjafmildur með eindæmum.
Hann var vinsæll kokkur og
eftirsóttur í skipsplássum.
Hann bjó til góðan mat og bak-
aði mikið. Hann var mjög
hreinlegur bæði til sjós og
heima og fljótur að vinna verk-
in. Magnús elskaði að ferðast
um landið. Við 68 ára aldur
greindist kona hans með Alz-
heimer-sjúkdóminn og annaðist
hann þá konu sína mjög vel og
hugsaði um heimilishaldið og
gerði það vel. Kona hans lést
2. mars á síðasta ári og var
andlát hennar honum þung-
bært en viss léttir að hún fékk
hvíld frá sínum veikindum. Ná-
kvæmlega mánuði fyrir andlát
sitt greindist Magnús með
krabbamein á lokastigi, sem
hann hafði að öllum líkindum
verið með lengi.
Útför Magnúsar Alberts-
sonar fer fram frá Fella- og
Hólakirkju í dag, 19. ágúst
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
arborg, Seyð-
isfirði. Magnús og
Fanney eignuðust
tvö börn. 1) Ásdísi
Margréti f. 15.8.
1956, gift Þór
Kristjánssyni f.
31.5. 1953, börn
þeirra: a) Magnús
Kristján f. 23.9.
1976, í sambúð
með Ólínu Kristínu
Jónsdóttur b) Sol-
veig Margrét f. 26.4. 1979, son-
ur hennar Ásþór Breki f. 28.4.
2003 c) Fanney Bjarnþrúður f.
11.4. 1984. 2) Ágúst f. 15.7.
1966.
Magnús bjó hjá móður sinni
og föður til fjögra ára en þá
slitu þau samvistum og var
hún þá ein með fjögur börn.
Hann fer síðan í sveit sjö ára
gamall í Pétursey í Mýrdal og
er þar til tólf ára er hann fer í
Gröf í Laugardal við Laug-
arvatn og er til fimmtán ára,
en þá fer hann til Reykjavíkur.
Magnús hlaut barnaskóla-
menntun og fór ungur til sjós
eða fimmtán ára. Magnús var
háseti og síðar matsveinn á
fiskiskipum og strand-
ferðaskipum. Hann hætti til
sjós rúmlega fimmtugur og fór
þá til starfa í landi hjá Græn-
metisverslun Landbúnaðarins,
Elsku besti pabbi minn.
Ég er varla búin að átta mig á
að þú sért dáinn. Þetta gerðist
svo snöggt, tók aðeins fjórar vik-
ur frá þú greindist með krabba-
meinið og þar til þú varst dáinn.
En nú ertu laus við kvalirnar og
kominn til mömmu sem þú sakn-
aðir sárt.
Ég á margar yndislegar minn-
ingar um þig, elsku pabbi minn.
Hve þú varst blíður, og hve gott
var að skríða í faðminn þinn þeg-
ar þú varst í landi. Þú kenndir
mér bænirnar, og við fórum með
þær saman er ég fór að sofa. Ég
var svo hreykin að eiga svona fal-
legan og góðan pabba, alltaf í
stífpressuðum jakkafötum og
frakka sem mamma hafði press-
að og vel greiddur, þegar þú og
dótlan þín, en það kallaðir þú mig
oft og eins Dísina þína, fóru á
sunnudögum þegar þú varst í
landi, niður á tjörn og bryggju að
skoða bátana. Seinna þegar ég
var sextán ára að vinna í frysti-
húsinu í Grindavík komst þú af
sjónum, en þú varst á bát frá
Grindavík og heimsóttir mig,
Stelpurnar voru mjög forvitnar,
hvaða fallegi gæi þetta væri og
héldu að þú værir bróðir minn
eða kærasti en ekki pabbi minn.
Þegar við áttum heima í Mel á
Akranesi sá ég þegar báturinn
kom í land og hljóp niður á
bryggju og um borð. Þar var svo
margt að sjá, fullur bátur af
þorski. Þá gafstu mér brauð sem
þú bakaðir og var bátabragð af
því en mér þótti það svo gott.
Elsku pabbi, þú elskaðir að
ferðast um landið, með fjölskyld-
unni, fyrst áttum við tjald, svo
hústjaldið og síðan tjaldvagninn
og svo ferðabíllinn. Ófáar ferðirn-
ar voru farnar á Þingvöll með
teppi og vínarbrauðin og snúðana
hennar mömmu, fundin falleg laut
og sest niður og drukkið kaffi og
kakó. Þá fórum við út á árabát á
Þingvallavatn sem þú rérir en
aldrei var ég hrædd því ég vissi að
þú varst svo fær sjómaður. Þú
varst mikill sóldýrkandi og sund-
garpur og hafðir sundskýluna allt-
af með, og syntir í vötnum og ám
og meira segja í Norðursjónum er
þú varst á síld. Við fórum mikið
saman í sund og seinna barna-
börnin þín með.
Þú varst alltaf á fallegum og vel
bónuðum bílum svo þeir glömp-
uðu, eins var heimilið ykkar
mömmu, og þegar mamma veikt-
ist og þú hugsaðir um hana og
heimilið var alltaf svo hreint hjá
þér og gólfin gljábónuð. Þú varst
alltaf að baka og allir minnast
góðu formkökunnar þinnar og
vafflnanna með rjóma. Alltaf um
jólin bjóstu til besta kakó sem við
fjölskyldan höfum drukkið og með
rjóma út í. En það var búið til úr
ekta síríussúkkulaði. Mikið varstu
ánægður þegar þú fékkst afastrák
og nafna, og ekki síður þegar afa-
stelpurnar fæddust, þú varst afa-
börnunum þínum góður og líka
langafastráknum þínum.
Elsku pabbi minn, ég þakka
þér fyrir að hafa átt alla elsku
þína og væntumþykju. Þakka þér
fyrir að vera börnunum mínum
svo góður.
Ég sakna þín mikið, elsku
pabbi minn.
Ég kveð þig með versinu sem
þú fórst alltaf með, með mér, fyr-
ir svefninn er ég var lítil.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín dótla,
Ásdís Margrét.
Elskulegi pabbi. Þá ertu far-
inn frá mér, ég er eiginlega ekki
almennilega búinn að átta mig á
því enn, svo stutt síðan ég var
með þér uppi á spítala að hjálpa
þér eins og ég gat í þessum veik-
indum þínum. Ég vildi svo fá að
sýna þér hversu vænt mér þætti
um þig með, m.a. að sýna þér all-
an minn stuðning og vera þér til
hjálpar í þessum veikindum.
Hafði hugsað mér að sýna þér
elsku mína og hjálpa þér ef þú
kæmir heim aftur eða þá á líkn-
ardeildinni eða ef þú færir á
hjúkrunarheimili. En þakka fyrir
að fá að hugsa um þig síðustu
vikurnar sem þú varst heima. En
þú ert verkjalaus og það er mik-
ilvægt.
Ég var búinn að vonast til þess
að fá að vera með þér lengur, þú
hefur verið mér svo mikilvægur.
En nú ert kominn til mömmu og
gott að aðskilnaður ykkar varð
ekki langur. Og eftir langan að-
skilnað hittirðu á ný mömmu
þína og pabba og bræður þína.
Ég er þakklátur fyrir að ég fékk
að vera hjá þér síðasta sólarhring
lífs þíns og halda í hönd þína og
strjúka enni þitt. Ég veit að þú
og mamma þið vakið núna yfir
mér. Þetta hefur verið erfiður
tími síðan þú fórst en ég er sterk-
ur.
Ég er svo þakklátur fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og það
var svo mikið, vildir allt fyrir mig
gera.
Nú ætla ég rétt að fara yfir
nokkrar af minningum mínum
um þig. Byrjar það á bíltúrum,
þegar ég var yngri, niður á höfn
að skoða skipin sem hefur ávallt
fylgt mér enda fer ég reglulega
niður á höfn að skoða skipin. Það
var líka eitt af því síðasta sem við
gerðum saman þar sem ég keyrði
okkur niður að höfn að skoða
skipin áður en við fórum upp á
spítala um daginn. Þá man ég
eftir ferðum á bílasölur að skoða
nýjustu bílana, þú hafðir yndi af
því og þú fórst með þegar ég fór í
að kaupa mér bíl og gafst þín ráð.
Man eftir ferðum með þér út á
sjó sem krakki og fannst mér það
meiriháttar gaman, t.d. á
Heklunni og Esjunni og man ég
hvað ég var sjóveikur fyrsta dag-
inn. Góðu matarlyktinni og því
hvað mér fannst ömurlegt að
vera sjóveikur og geta ekki borð-
að þinn góða mat, en það lagaðist
alltaf á öðrum degi og eftir það
gat ég borðað þinn góða mat sem
þú eldaðir og það var sko góður
matur.
Heima gerðir þú líka góðan
mat og góðar kökur og oft bak-
aðirðu í seinni tíð að minni ósk
marmaraköku sem er mitt uppá-
hald. Þá man maður jólin með
þér, jólagjafirnar, jólaboðið þeg-
ar þú bauðst fjölskyldunni allri
og gerðir þitt góða heita kakó. Þá
man ég öll ferðalögin sem við fór-
um í, tjaldferðalögin fyrst, svo
hústjaldið, svo tjaldvagninn, loks
húsbílarnir. Þetta voru allt minn-
isstæðar og góðar ferðir og oft
með stórfjölskyldunni. Þér
fannst svo gaman að ferðast og
líka fara í dagsbíltúra út á land.
Gaman var að stinga sér til sunds
með þér víða í lækjum og ám, erf-
itt var það en tókst. Eftir að ég
fékk bílpróf var það oft sem þú
leyfðir mér að keyra og vil ég
þakka þér það og líka þakka hve
oft þú lánaðir mér þinn bíl ef ég
þurfti á bíl að halda. Þú vildir
ávallt hafa bílana þína hreina og
nýbónaða og gerðir mína bíla líka
oft flotta, takk fyrir það. Þakka
þér hvað þú hugsaðir vel um
mömmu í veikindum hennar.
Guð blessi minningu Magnús-
ar Albertssonar.
Þinn sonur,
Ágúst Magnússon.
Elsku afi minn.
Nú ertu laus við þennan
hræðilega sjúkdóm sem þú
greindist með fyrir rúmum 3 vik-
um síðan. Ég hélt að þú myndir
ekki fara alveg svona fljótt. Ég
hélt þú myndir ná að hitta litla
bumbukrílið mitt áður en þú
myndir kveðja. En í dag er ég
svo fegin að þú fékkst að fara í
stað þess að kveljast. Ég veit þú
hefur núna hitt hana ömmu og
þið vakið yfir okkur hinum. Ég er
sest hér niður til að minnast í
nokkrum orðum hans besta afa
míns sem var alltaf svo góður við
mig.
Ég man öll skiptin sem ég kom
og fékk að gista hjá ykkur ömmu,
að við fórum alltaf saman niður á
bryggju að skoða skipin. Þér
þótti rosalega gaman að bjóða
okkur fjölskyldunni til ykkar í
kaffi. Og þá fékk maður vöfflur,
formköku og heimalagað heitt
kakó. Ég mun sakna mikið að fá
ekki kakóið þitt og formkökurnar
þínar. Þú varst svo duglegur að
baka þær og bjóða okkur.
Ég man öll ferðalögin með
ykkur. Ég sótti mikið til ykkar í
húsbílinn og þú gafst stelpunni
þinni eitthvað að borða og síðan
var oft spilað saman. Þú kenndir
mér að leggja kapal enda var það
ekki sjaldan sem þú sast heima
og lagðir kapal. Þú varst algjör
bílakarl og hugsaðir svo vel um
bílana þína og bónaðir þá og
sjaldan sem bílarnir þínir voru
skítugir. Þú varst alltaf á bílasöl-
um að skoða bíla. Og þegar við
systkinin keyptum okkur bíla þá
fékkstu að skoða og prufa þá.
Þér þótti líka ósköp gaman að
börnum og ég var dugleg að
koma í heimsókn með börnin sem
ég var að passa til ykkar ömmu.
Þú kenndir þeim að spila eins og
mér. Á jólunum fékkstu oft bæk-
ur og varst ekki lengi að lesa eina
bók. Þér þótti svo gaman að lesa
skemmtilegar bækur.
Elsku afi minn, takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig.
Ég mun geyma allar minning-
arnar um þig og segja litla
barninu mínu frá þeim og hversu
góður og yndislegur þú vast.
Kysstu ömmu mína frá mér og
ég skal passa börnin þín, barna-
börn, barnabarnabörn og
tengdabörn fyrir þig.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Þitt barnabarn,
Fanney Bjarnþrúður
Þórsdóttir.
Nú er elsku afinn minn farinn.
Ekki bjóst ég við að hann myndi
fara
svona fljótt frá okkur á aðeins
4 vikum. Eftir að við fengum
þær slæmu fréttir að þú værir
kominn með krabbamein reyndi
ég eins og ég gat að koma sem
oftast að heilsa upp á þig á spít-
alann.
Það eru svo margar minning-
ar að ég veit hreinlega ekki hvar
ég á að byrja. Ég minnist þess
þegar ég gisti hjá ykkur ömmu
og amma var að vinna og við fór-
um að gefa öndunum brauð og
niður á bryggju að skoða bátana
og þú sýndir mér bátana eins og
þú varst á.
Ég minnist þess þó mest þeg-
ar ég kom alltaf með börnin sem
ég var að passa hvað þú tókst
alltaf vel á móti þeim og vildir
alltaf bjóða þeim upp á kökur
sem þú bakaðir og kex. Og þegar
kalt var úti þá passaðir þú alltaf
upp á að ég klæddi börnin vel áð-
ur en ég færi með þau út.
Svo man ég hvað mér þótti
gaman að fá að gista í ferðabíln-
um ykkar ömmu, þegar við vor-
um í ferðalögunum með fjöl-
skyldunni, en þú naust þess að
ferðast um landið, og þegar við
fórum að veiða á Eyrarvatni og
allar ferðirnar okkar í Skorra-
dalinn, þið amma ferðuðust svo
mikið með okkur.
Minnist þess líka þegar við
bjuggum í Dúfnahólum og þú
komst alltaf með stórt Sirius-
súkkulaði handa mér og systk-
inum mínum.
Varst alltaf svo rólegur og
góður, vildir allt fyrir alla gera.
Skammaðir okkur aldrei þegar
við vorum lítil – varst alltaf svo
jákvæður.
Þegar þú fréttir að ég væri
ólétt varstu svo spenntur að fá
lítinn langafaprins loksins. Þið
amma sáuð ekki sólina fyrir hon-
um.
Og þú hafðir oft svo miklar
áhyggjur að veikindum hans og
vildir alltaf að ég færi strax með
litla prinsinn til læknis (það á
ekki bíða með að fara með hann
til læknis eins og þú orðaðir það).
Og eftir amma fékk Alzheim-
er-sjúkdóminn, það tók mikið á
þig en þú varst alltaf svo dugleg-
ur að sinna henni heima og eins
þegar hún var kominn á dval-
arheimili að heimsækja hana og
sinna henni. Það tók mikið á þig
að missa hana ömmu. En þú
varst duglegur að fara út að
rúnta á daginn og kíkja í kirkju-
garðinn til ömmu.
Elsku afi minn, nú ertu búinn
að fá hvíldina þína og amma búin
að taka á móti þér og þið búin að
hittast á ný. Ég sakna þín svo
mikið, elsku afi minn og veit að
nú líður þér vel.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Mun alltaf elska þig og minn-
ast þín. Elska þig.
Þín dótturdóttir,
Solveig.
Magnús
Albertsson
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Yndislegar pomeranina-tíkur,
mjög fallegar, til sölu. Ættbók fylgir
og örmerktar. Heilsubók fylgir. Uppl. í
s. 663 2174 / 776 2174 / 552 2174.
Einn yndislegur rakki eftir
til sölu. Frábærir fjölskyldu- og
veiðihundar. www.leirdals.is
Upplýsingar í síma 868-9455.
Húsnæði óskast
Þriggja manna fjölskyldu
vantar íbúð
Erum hjón með eina 7 ára að flytja frá
Egilsstöðum í nám, vantar 3 her-
bergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu,
helst í nágrenni við Háskóla Reykja-
víkur en allt kemur til greina. Reyk-
laus og reglusöm. Erum að leita að
langtímaleigu. Árni Gissurarson,
s. 868 9406.
Óska eftir Kaupi silfurVantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s: 551-6488
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Mótorhjól
Til sölu Honda Shadow 750
Árgerð 2007, ekið 14 þús. km, með
ýmsum aukahlutum. Vel með farið.
Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 695 5125.HYMER sjálfskiptur
Til sölu Fíat Hymer T574GT árg. 2006,
ekinn 18 þús. km. Diesel 2,8 sjálf-
skiptur. Glæsilegur bíll. LÆKKAÐ
VERÐ 8,9 MILLJ. Allar uppl. í síma
431-2622 og 775-8212.
Husaberg 450 FE árgerð 2007
Til sölu Husaberg 450 FE nýskráð
2007. Ekið rétt um 3300 km. Topp
viðhald. Verð 510 þ. Meiri upp.l:
snazzi.mar@gmail.com 846-4771
Húsnæði óskast til leigu
25 ára kona í háskólanámi óskar eftir
húsnæði til leigu í Reykjavík eða
Kópavogi, greiðslugeta leigu er 100
þús. kr á mánuði. Ég er reyklaus,
ábyrg og reglusöm, heiti skilvísum
leigugreiðslum og góðri umgengni.
Íris, irp1@h.is
Húsbílar