Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brest-
ur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur
öllum örlátlega og átölulaust, og hon-
um mun gefast. (Jak. 1, 5.)
Krossgáta
Lárétt | 1 afkastamikil, 8
korn, 9 drekkur, 10 fyrir ut-
an, 11 afkomanda, 13 fugls,
15 þref, 18 hellir, 21 rödd, 22
smá, 23 báran, 24 þekkingin.
Lóðrétt | 2 starfið, 3 dugleg-
ar, 4 duglega, 5 niðurgang-
urinn, 6 ótta, 7 illgjarn, 12
for, 14 auðug, 15 geta borið,
16 hindra, 17 vitlaus, 18
klettur, 19 rotni, 20 iðju-
sama.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt 1 þukla, 4 bólur, 7 æsing, 8 næpum, 9 apa, 11 arar, 13
garn, 14 ólata, 15 barm, 17 tjón, 20 ham, 22 tolla, 23 áttur, 24
rausa, 25 terta.
Lóðrétt 1 þræta, 2 keika, 3 auga, 4 bana, 5 loppa, 6 ráman, 10
plata, 12 róm, 13 gat, 15 bútur, 16 rellu, 18 játar, 19 narra, 20
hala, 21 mátt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
19. ágúst 1959
Á forsíðu Morgunblaðsins
birtust tvær myndir frá lands-
leik Dana og Íslendinga í
Kaupmannahöfn daginn áður,
en leiknum lauk með jafntefli.
Þetta voru fyrstu símsendu
fréttamyndirnar sem birtust í
íslensku blaði.
19. ágúst 1993
Íslenskir togarar hófu veiðar
utan 200 mílna landhelgi í svo-
nefndri Smugu í Barentshafi.
Þar með hófst Smugudeilan
við Norðmenn. Áður höfðu
færeyskir togarar undir henti-
fána stundað veiðar þar og
landað aflanum meðal annars
hér á landi. Samningar tókust
árið 1999.
19. ágúst 2000
Tugir þúsunda manna fylgd-
ust með stærstu flugeldasýn-
ingu hér á landi en hún var
haldin í tilefni aldamótaársins
og í tengslum við menning-
arnótt í Reykjavík. Skotið var
upp fimm tonnum af flug-
eldum.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Ég ætla að borða með fjölskyldunni og bjóða svo
vinum og vandamönnum í veislu – eða meira svona
partí um kvöldið,“ segir Daníel Baldursson sem
heldur upp á þrjátíu ára afmælið í dag. Daníel er
Hafnfirðingur og starfar sem vélvirki hjá verk-
taka við álverið í Straumsvík. Aðspurður hvernig
fertugsaldurinn legðist í hann svaraði Daníel: „Ég
veit það ekki, það fer eftir því hvernig á það er lit-
ið. Svolítið skrítin tilfinning en aðallega af hinu
góða. Aldur er jú afstæður.“ Daníel er mikill
áhugamaður um knattspyrnu og er gallharður
stuðningsmaður FH á Íslandi og Arsenal í ensku
deildinni. Hann hefur verið virkur í Mafíunni sem er stuðningsmanna-
félag Fimleikafélagsins og reynir að fara á flesta leiki félagsins. Daní-
el er líka mikill áhugamaður um veiði og reynir að stunda það áhuga-
mál af kappi. Eins og fyrr segir stefnir Daníel á að halda upp á
afmælið með gleðskap í kvöld. Af þeirri ástæðu býst hann ekki við að
hlaupa maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun þar sem hann
reiknar frekar með að sofa út eftir gleði kvöldsins í kvöld. Hann seg-
ist þó eflaust ætla að kíkja eitthvað til nágrannasveitarfélagsins
Reykjavíkur í tilefni menningarnætur. hjaltigeir@mbl.is
Daníel Baldursson vélvirki er þrítugur í dag
Skrítin en góð tilfinning
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú verður að leggja af allan ving-
ulshátt ef þú ætlar að ná takmarki þínu. Svo
koma nýir tímar með nýjum, ekki síður
spennandi verkefnum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þér er ekki eðlislægt að taka nokkra
áhættu svo þú skalt láta það eiga sig. Taktu
því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Hlustaðu á þá sem vilja leiðbeina
þér og gefa þér góð ráð, því þeir tala af
reynslu. Mundu að útlit þitt sendir ákveðin
skilaboð út í umhverfið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa
þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Haltu
þig bara við jákvæða hugsun og þá fer allt
vel.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Til þín er leitað með forustu í ákveðnu
máli. Náinn vinur eða maki reynir á þol-
inmæði þína í dag.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Nú verður þú að láta til skarar skríða á
grundvelli þeirrar vitneskju sem þú býrð yfir.
Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum mál-
in og skipuleggja framgang þeirra.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Hafðu samband við þá sem skulda þér
peninga eða hafa enn ekki skilað hlutum sem
eru í þinni eigu.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Eftirtektarsemi þín er með
mesta móti núna, ekki síst þegar þú ert innan
um fólk sem býr yfir leyndarmáli.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Svörin láta á sér standa þegar þú
leitar þeirra. Byrjaðu bara og þú finnur það
sem þú hefur þörf fyrir, líka rétta fólkið.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú gætir fundið til óvæntrar löng-
unar til að sýna einhverjum ókunnugum góð-
vild í dag. Eitthvað óvænt gerist sem mun
veita þér mikla ánægju.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Tilboðin sem þér berast eru bæði
mörg og margvísleg. Hlutirnir taka óvænta
stefnu og áætlanir fara út í veður og vind.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það má alltaf græða á samtali við
góðan mann, einkum ef hann deilir áhuga-
málum með þér. Hugsaðu vítt.
Stjörnuspá
Sudoku
Frumstig
5 4 1
8 7
9 2 8
7 4 5
2 1
5 2 9
9 5 6 1
7 2
6 4 1
8
5
9 6
1 5
3 6
6 2 8 9 7
6 8 2
2 5 3
1 8 7 6
3 1 9 4
6
5 8
1 7 4 6
1 3
8
4 5 3 9
8 5
6 9
4 9 8 5 1 6 3 7 2
6 1 5 7 2 3 8 9 4
7 2 3 8 9 4 5 1 6
1 4 7 2 3 8 6 5 9
3 6 2 4 5 9 7 8 1
8 5 9 1 6 7 2 4 3
2 7 4 6 8 1 9 3 5
5 3 1 9 7 2 4 6 8
9 8 6 3 4 5 1 2 7
1 4 9 8 6 7 5 2 3
5 3 6 4 9 2 1 7 8
8 2 7 3 1 5 6 4 9
6 7 2 9 5 3 8 1 4
9 5 4 1 7 8 2 3 6
3 8 1 6 2 4 9 5 7
7 9 5 2 4 6 3 8 1
4 6 8 5 3 1 7 9 2
2 1 3 7 8 9 4 6 5
4 1 3 6 5 7 8 2 9
5 7 9 2 1 8 4 3 6
2 8 6 4 3 9 7 1 5
7 9 4 5 2 3 6 8 1
8 5 2 9 6 1 3 4 7
3 6 1 8 7 4 5 9 2
1 3 5 7 8 2 9 6 4
6 4 8 1 9 5 2 7 3
9 2 7 3 4 6 1 5 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 19. ágúst, 231. dag-
ur ársins 2011
Flestir hundar lifa algjöru hunda-lífi en til eru þeir sem eigend-
urnir bera á höndum sér og þykir
mörgum gjarnan nóg af hinu góða,
svo vægt sé til orða tekið.
x x x
Kunningi Víkverja sagði sögu affrænkum og frændum. Hún
hófst á því að hundamamma sendi
annarri hundamömmu sms-skilaboð.
Snjólfur segir mamma, sagði í
skeytinu. Sú sem fékk skilaboðin
var yfir sig hrifin og sagði frá hverj-
um sem heyra vildi við misjafnar
undirtektir. Þegar hún heimsótti
næst frænku sína færði hún Snjólfi
bókina Litlu gulu hænuna, kennslu-
bók í lestri, frá hundinum Hnoðra
með þeirri ósk að honum gengi vel í
skólanum.
x x x
Þegar mamma Snjólfs endurgaltheimsóknina hafði hún með-
ferðis bókina Leiðarvísi í ástar-
málum eftir Ingimund gamla og var
um að ræða gjöf frá Snjólfi til
Hnoðra enda frændurnir komnir af
gelgjuskeiðinu í hundaárum og farn-
ir að líta í kringum sig. Skömmu síð-
ar gaf Hnoðri Snjólfi sígildu bókina
Sérherbergi eftir Virginiu Woolf í
þýðingu Helgu Kress. Í meðfylgj-
andi bréfi kom fram að Hnoðri hafði
hafið nám í tíkafræði og vildi kynna
Snjólfi kynjafræðisviðið með þeirri
ósk að frændinn settist í sama bekk
til að Hnoðri yrði ekki eini hund-
urinn í tíkabekknum. Með fylgdi góð
hundakveðja með ósk um samveru
snemma á komandi hundaári.
x x x
Svo fór að Hnoðri og Snjólfur fóruí helgarferðir saman og léku sér
saman í sveitinni upp til fjalla. Svo
uppteknir voru þeir hvor af öðrum
að þeir urðu viðskila við mömm-
urnar og fundust ekki fyrr en í
skipulagðri leit. Voru þeir þá komn-
ir langt frá sveitabænum og langt út
fyrir það rými sem þeim var ætlað.
Enda fengu þeir að heyra það, voru
skammaðir eins og hundar, hafa
verið aðskildir síðan og lifað algjöru
hundalífi.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Margfaldur misskilningur. V-NS.
Norður
♠KD983
♥G753
♦108
♣109
Vestur Austur
♠Á107 ♠G654
♥D10 ♥864
♦G43 ♦ÁD96
♣Á8642 ♣G3
Suður
♠2
♥ÁK92
♦K752
♣KD75
Suður spilar 3G dobluð.
Hvernig í ósköpunum er hægt að
lenda í 3G á þessa hunda? Það er saga
að segja frá því. Spilið er frá úrslitaleik
kvennabikarsins í Tórontó og Sabine
Auken vakti í vestur á 10-12 punkta
léttgrandi – pass og pass til Hjördísar
Eyþórsdóttur í suður. Hún doblaði og
Sabine redoblaði, sennilega til að segja
frá fimm-spila lauflit. En makker henn-
ar, Daniela von Arnim, var á annarri
bylgjulend og tók út í 2♥ á þrílitinn!
Mjög skrýtið og skýringalaust á
Bridgebase. Sögnin rúllaði til Valerie
Westheimers í norður, sem botnaði
ekki neitt í neinu og stökk í 3♠. Hjördís
gat ekki annað en breytt því í 3G, og
Daniela doblaði auðvitað með sína 8
punkta.
Það er svo önnur saga og lengri að
Hjördís vann 3G. Reyndar er legan góð,
en vörnin var líka pínulítið hjálpleg.
Hlutavelta
Guðbjörg Óskarsdóttir, syst-
urnar Kristín Halldóra og Jón-
ína Lilja Atladætur og Sigríður
Rósa Atladóttir héldu tombólu
við verslun Samkaupa við
Byggðaveg á Akureyri. Þær
söfnuðu 2.088 krónum sem þær
styrktu Rauða krossinn með.
Flóðogfjara
19. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 3.18 0,7 9.24 3,5 15.31 0,9 21.40 3,4 5.31 21.33
Ísafjörður 5.23 0,5 11.19 1,9 17.34 0,7 23.32 1,9 5.24 21.50
Siglufjörður 1.49 1,2 7.43 0,4 14.01 1,2 19.59 0,4 5.06 21.33
Djúpivogur 0.25 0,5 6.31 2,0 12.47 0,6 18.41 1,8 4.58 21.05
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Dxd4
Rc6 5. Bb5 Bd7 6. Bxc6 Bxc6 7. Rc3 h6
8. Be3 e5 9. Dd3 Rf6 10. O-O-O Dd7 11.
Rd2 b5 12. Rd5 Bxd5 13. exd5 Be7 14.
f3 Db7 15. Re4 Rxe4 16. fxe4 b4 17.
Kb1 a5 18. g4 Bg5 19. h4 Bxe3 20. Dxe3
Hc8 21. g5 Dc7 22. Hc1 Dc5 23. Dg3 h5
24. g6 O-O 25. Hhg1 a4 26. Dg5 a3 27.
Dxh5 fxg6 28. Dxg6 Hc7 29. Hg3
Staðan kom upp í A-flokki skákhá-
tíðarinnar í Pardubice í Tékklandi sem
lauk fyrir skömmu. Rússneski stór-
meistarinn Viacheslav Zakhartsov
(2578) hafði svart gegn heimamann-
inum Jan Vrana (2308). 29… Dxc2+!
og hvítur gafst upp enda óverjandi
mát. Zakhartsov þessi var einn þeirra
sem deildu öðru sæti mótsins með
Hannesi Hlífari Stefánssyni.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.