Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 36
36 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
LÍSA, ÞÚ
ERT YNDISLEG
ERTU EKKI
SAMMÁLA
GRETTIR?
JÚ!
HÚN ER ALLTAF MEÐ
NAMMI Í VESKINU SÍNU
SNOOPY,
ERTU TIL Í AÐ
KOMA Í SMÁ
BOLTALEIK?
ÉG KASTA
BOLTANUM OG
ÞÚ SÆKIR
HANN
HVAÐ SEGIRÐU UM ÞAÐ?
ERTU TIL Í SMÁ BOLTALEIK?
ÉG KASTA BOLTANUM OG
ÞÚ SÆKIR HANN
HANN ER
EKKI HEIMA *AND-
VARP*
EF VIÐ
SLEPPUM HÉÐAN
ÞÁ ER EITT SEM
ÉG MUN ALDREI
GERA AFTUR
HVAÐ
ER ÞAÐ?
ÉG MUN
ALDREI AFTUR
BÚA TIL ENGLA Í
SNJÓINN
PABBI,
RÚNAR ER
KOMINN
SÆLL
RÚNAR!
SVONA
KOMUM OKKUR
SÆLL
HERRA
ARDIN!
ÞÚ ÞARFT
EKKI AÐ ÁVARPA
MIG SVONA
FORMLEGA
SKAL GERT
HERRA ARDIN
HVER VAR ÞESSI
GRÍMUKLÆDDI MAÐUR,
SEM BJARGAÐI ÞÉR?
VAR ÞETTA
OFURHETJA?
ÉG VEIT
ÞAÐ
EKKI
EN
HANN VAR
SVO
SANNARLEGA
VERNDAR-
ENGILL
ÉG GET EKKI
VERIÐ Í
KRINGUM
MÖMMU MÍNA
ÁN ÞESS AÐ FÁ
SAMVISKUBIT
MIKIÐ ER
ÞETTA
FALLEGT
HÁLSMEN SEM
ÞÚ ERT MEÐ
ÞÚ STENDUR Á
SÚREFNISSLÖNGUNNI
MINNI
OOPS!
SLÁÐU
HENNI BARA
GULLHAMRA.
ÉG SKAL SÍNA
ÞÉR HVERNIG
MAÐUR GERIR
ÞETTA
Meinlokur og
misskilningur um
vísitölutryggð lán
Það er jafnauðvelt
að fá meinlokur í
stærðfræði og erfitt
er að deila við hana.
Það er auðvitað
andskotalegt að
þurfa að borga það
sem maður fær lán-
að, meðan aðrir, sem
fengu miklu meira
lánað sleppa við að
borga.
Jafngreiðslulán er
lán þar sem
greiðslur (afborganir
+ vextir) eru jafnar allt láns-
tímabilið. Þetta felur í sér að
vaxtahluti greiðslunnar er meiri
hluti hennar til að byrja með, en
fer minnkandi eftir því sem lánið
er greitt niður. Síðasta greiðsla er
að stórum hluta afborgun, en að
litlum hluta vextir. Hægt er að
reikna hlut vaxta og afborgunar í
hverri greiðslu (jafngreiðslu) og
eftirstöðvar lánsins eftir hverja
greiðslu miðað við enga verðbólgu
(nafnverð).
Vísitölutryggð lán eru bundin
ákveðinni vísitölu. Þau eru til
komin vegna þess að menn borga
með minni krónum
en þeir fengu lán-
aðar.
Með því að marg-
falda hverja ofan-
greindra stærða
(greiðslur, afborg-
anir, vexti og eft-
irstöðvar) með vísi-
tölu gjalddaga og
deila með grunn-
vísitölu lánsins fást
framreiknuð gildi á
gjalddaga.
Einu gildir hvort
höfuðstóllinn er upp-
færður jafnóðum (á
hverjum gjalddaga)
eða um leið og hann
er greiddur. Skuldarinn kemst
aldrei hjá að greiða uppfærðan
höfuðstól, hvað sem nafnverði
hans líður, hvort sem hann greiðir
hann með afborgunum, eða greiðir
hann upp.
Ég held að Hagsmunasamtök
heimilanna ættu heldur að skoða
hvort löglegt sé að heimta sér-
stakt uppgreiðslugjald á lánum.
Þórhallur Hróðmarsson.
Ást er…
… að elta sólina saman.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Bólstaðarhlíð 43 | Vetrarstarfið hefst 1.
september.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist FEBK í Gjábakka kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skoð-
unarferð í Grasagarð Reykjavíkur kl. 13.
Ferðin hefst við aðalinnganginn, Hildur
Arna Gunnarsdóttir fræðslustjóri tekur á
móti hópnum. Einnig verða með í för
Sigurður Albert Jónsson og Theódór
Halldórsson sem unnu báðir við upp-
byggingu Grasagarðsins.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna,
matur og kaffi, félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Félagsvist kl. 13, kaffihlaðborð kl. 14.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Kaffispjall í Króknum kl. 10.30,
spilað kl. 13.30, jóga kl. 11. Púttvöllur.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9.
Skráning er hafin í félagsstarf, hefst:
leikfimi 1. sept., myndlist 5. sept., glerlist
6. sept., postulín 8. sept. og tréskurður
28. sept. Púttvöllur er opinn. Hár-
greiðslustofa, sími 894-6856, fótafræð-
ingur, sími 698-4938.
Hraunsel | Brids kl. 13, dagskrá vetr-
arins kemur í september, s. 555-0142.
Hæðargarður 31 | Hugmyndir í haust/
vetur: Skapandi skrif, myndlist, fram-
sögn, leikfimi, línudans, leirmótun, söng-
ur, magadans, Baráttuhópur um bætt
veðurfar, bókmenntahópur, tálga í tré og
bein, refilssaumur, rússneskt prjón,
tölvuleiðbeiningar o.fl. Bíó í dag kl. 16:
Heimildarmyndin Leitin að Rajev.
Vesturgata 7 | Á morgun kl. 13.30 er
sungið v/flygilinn við undirleik Sig-
urgeirs. Dansað kl. 14.30 undir stjórn
Sigvalda. Veislukaffi kl. 14.30.
Lax- og silungsveiði ber nú hvar-vetna á góma og úr nógu að
moða hér í Vísnahorni. Fyrst kem-
ur upp í hugann braghenda Jóns
Þorsteinssonar á Arnarvatni, sem
aldrei verður of oft kveðin:
Flugu minni fleygði ég en fár varð gróði.
Á mig leit úr ölduflóði
urriði með köldu blóði!
Egill Jónasson á Húsavík orti við
Laxá:
Laxinn á sinn æskudraum,
elfar dáir kossa.
Laxinn þráir líf og straum,
leik við háa fossa.
Þessi vísa ber yfirskriftina
Leiðsla:
Fjalls af leiðum fram að sæ
faðmur breiðist landsins.
Töfrar seiðir sí og æ
sálu veiðimannsins.
Grástraumur er veiðistaður í
Laxá. Egill kvað:
Þegar hvergi er fisk að fá,
flest vill benda á dauða
Grástraumarnir geta þá
glatt hinn vonarsnauða.
Alþingismennirnir Ólafur G. Ein-
arsson og Lárus Jónsson eru góðir
vinir og veiðifélagar í Sandá fyrr á
árum. Einu sinni átti ég þar leið
framhjá:
Hún Sandá var gruggug af surgi
og sargi frá Ólafi durgi.
Og líkast til var
hann Lárus minn þar,
en laxarnir? – þeir voru hvurgi!
Og þessi:
Ólafur fór úr ánni og strax
upp með sporðahvini
sér úr hylnum lyfti lax
líkt og í kveðjuskyni.
Einhverju sinni hitti Jóhannes
Sigfússon á Gunnarsstöðum Ólaf og
Arngrím Jóhannsson flugstjóra í
Sandá:
Misjafn hefur maður hvur
af manndómsþreki vöndu
Alltaf fiskar Arngrímur
en Ólafur fær ei bröndu.
Næsta dag var Jóhannes aftur á
ferðinni:
Þetta er orðið eintómt baks
ellin þessu veldur
Arngrímur fékk engan lax.
Ólafur ekki heldur.
Indriði Þórkelsson á Fjalli orti
um aflaklóna:
Víst er hann Bjarni veiðinn, þó
verði rýrt til bjargar:
Drengir tala um dauðan sjó.
Dregur hann ýsur margar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hún Sandá var
gruggug af surgi