Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Nína Hjördís Þorkelsdóttir er ein
listamannanna sem hafa tekið þátt í
Listahópum Hins hússins í sumar.
Allir hóparnir sem hafa tekið þátt í
verkefninu munu koma fram á
Menningarnótt núna á laugardag-
inn, þann 20. ágúst, fyrir framan
Hitt húsið og spila eða leika frá kl.
14 – 17.
Nína er aðeins 21 árs og er í námi
á þverflautu. „Já, ég kláraði MH á
þremur árum og átti ár aukreitis og
nennti ekki að hoppa beint í há-
skólanám. Ég hef verið að læra á
flautu meðfram náminu alveg frá því
ég var átta ára og svo æxlaðist þetta
þannig að þegar MH lauk fór ég í
fullt nám í tónlistinni. Ég er samt
ekki búin að ákveða endanlega hvað
ég muni gera, ég hef líka áhuga á
leiklist, leikstjórn og bókmenntum.
Ég geri mér líka fulla grein fyrir því
hvað tónlistin er ógeðslega harður
bransi, það eru ansi fá störf í boði og
margir góðir að berjast um þau. En
tónlistin er ástríða mín. Ég er hund-
rað prósent í þessu núna og sé svo til
með framtíðina. Maður þarf að vera
svo agaður, því námið snýst aðallega
um það að vera heima hjá sér og æfa
sig. Það er ekkert sumarfrí eða
jólafrí. Einsog stjúppabbi sagði við
mig um daginn; fyrir hvað ertu að
æfa? Er ekki frí hjá þér? En þannig
er það ekki, það er aldrei frí. Það er
ekkert nóg að mæta bara í tíma, það
sem þú gerir utan þess er aðalmálið.
Fólk þarf að hafa mismikið fyrir
þessu, en náttúrulegir hæfileikar
eru bara tíu prósent af þessu, þetta
er bara æfing og meiri æfing. Það
kemst enginn upp með að æfa sig
ekki,“ segir Nína.
Vestmannaeyjar áhrifavaldur
Aðspurð hvað það hafi verið sem
olli því að hún fór að læra á flautu
segist hún muna hvenær hún féll
fyrir flautunni. „Ég var heima hjá
langömmu minni og var að horfa
alltaf á sama þáttinn á Stöð 2. Þetta
var sportþáttur og allt í þættinum
var um íþróttir nema stutt móment í
lokin. Þar var farið inn í hellinn
þarna í Vestmannaeyjum og spilað á
flautu í hellinum og ég féll alveg fyr-
ir því. Þetta fannst mér flott og lang-
aði að læra á þetta hljóðfæri,“ segir
Nína.
Hún hefur notið sumarsins þar
sem hún er ein af þeim sem voru
samþykkt inní listahóp Hins hússins
og hefur því fengið að sinna ástríðu
sinni á launum í allt sumar. „Já,
þetta er búið að vera gaman. Ég
spilaði fyrst í Landakotskirkju, í
Sundhöll Reykjavíkur, Listasafni Ís-
lands og síðan á nokkrum elliheim-
ilum. Spilaði meðal annars fyrir
langömmu. En það er frekar krefj-
andi að spila á elliheimilum, því
gamla fólkið gerir bara það sem það
langar til að gera. Í eitt skiptið stóð
einn gamall maður bara upp og sett-
ist við píanó sem var þarna og fór að
spila með. Það reynir á einbeit-
inguna við svona aðstæður. Svo er
ég búin að vera mikið undir berum
himni. Bara út um allt, á Austurvelli
og á Laugaveginum. En þegar ég er
úti þá hef ég oft verið með annað
hljóðfæri sem heitir Hulusi, sem er
kínverskt hljóðfæri, meira í ætt við
óbó. Flautan virkar verr utan dyra,
vindurinn blæs tónunum í burtu.
Fyrsta daginn sem ég spilaði svona
úti, þá var líklegast einn mesti rign-
ingardagur ársins, fólk stoppaði
mikið til að vorkenna mér,“ segir
Nína.
Sjúklega hallærislegt
Aðspurð um áhrifavaldana, segir
hún að kennararnir hennar hafi haft
mest áhrif á hana. „Síðustu fjórir
hafa verið miklir áhrifavaldar, þau
Magnea Árnadóttir, Melkorka
Ólafsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og
Tristan Cardew. En svo hefur mað-
ur líka orðið fyrir áhrifum frá tón-
listarmönnum einsog William Ben-
net og Manuelu Wiesler, sem er
augljóslega einn besti flautuleikari
sem uppi hefur verið. Svo eru tón-
skáldin miklir áhrifavaldar, einsog
Brahms, Beethoven og Bach. Þegar
ég var yngri lét ég poppið hafa ein-
hver áhrif, ég hlustaði til dæmis
mikið á Jethro Tull sem notar flautu
og var að reyna að stæla þá sem var
allt sjúklega hallærislegt,“ segir
Nína og hlær.
Það er ekkert frí þegar verið er að flauta
Listahópar Hins hússins sýna listir sínar á Menningarnótt á morgun Nína Hjördís Þorkelsdóttir
þverflautuleikari er einn listamannanna Agi og einbeiting er það sem þarf í flautunámið
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Flaut Nína Hjördís leikur á þverflautu en hún er búin að vera að spila fyrir vegfarendur útum allan bæ í allt sumar.
H H H H H
- T.M - THE HOLLYWOOD
REPORTER
H H H H H
- L.S - ENTERTAINMENT
WEEKLY
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
- KVIKMYNDIR.IS
H H H H
- R.C - TIME
H H H H H
LARRY CROWNE
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND
/ ÁLFABAKKA
LARRY CROWNE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 7 GREEN LANTERN kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 12
LARRY CROWNE kl. 8 - 10:20 VIP BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L
COWBOYS & ALIENS kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 14 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L
HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 12 HARRYPOTTER7-PART2 kl. 8 - 10:40 12
HORRIBLE BOSSES kl. 3 - 5:30 VIP
FINAL DESTINATION 5 kl. 10:40 16 CAPTAINAMERICA3D kl. 10:45 12
STRUMPARNIR 3D Með ísl. tali kl. 2:30 - 5 L BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 2:30 L
STRUMPARNIR Með ísl. tali kl. 2:30 - 5 L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 L
COWBOYS & ALIENS kl. 5:20 - 8 - 10:30 14 GREEN LANTERN 3D kl. 5:20 12
RISE OF THE PLANET OF THE APES kl. 8 - 10:20 12 HARRYPOTTER7-PART23D kl. 8 12
HORRIBLEBOSSES kl. 8 12
/ EGILSHÖLL
HHH
„ÞÚ FINNUR EKKI BETRI MYND HANDA
KRÖKKUNUM ÞÍNUM UM ÞESSAR MUNDIR.
SUMIR FULLORÐNIR GÆTU JAFNVEL FENGIÐ
SMÁ NOSTALGÍUFIÐRING"
-TÓMAS VALGEIRSSON,
KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
RYAN REYNOLDS
BLAKE LIVELY
MARK STRONG
GEOFFREY RUSH
Hvar í strumpanum
erum við ?
HINIR EINU SÖNNU STRUMPAR
MÆTA LOKSINS Á HVÍTA TJALDIÐ
OG FARA Á KOSTUM Í STÆRSTA
ÆVINTÝRI ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
HHH
BoxOffice Magazin
á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
SÝND Í KRINGLUNNI