Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 44
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Allt brjálað á Camp Nou …
2. Gleymdu barni á gangstétt
3. Mér fannst ég aldrei vera feit
4. Frábær frammistaða hjá Ólafi …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rökkurró efnir til kveðjutónleika á
Faktorý í kvöld þar sem hljómsveitin
kemur fram ásamt vel völdum vina-
hljómsveitum. Tilefni tónleikanna er
brottför söngkonunnar Hildar Krist-
ínar Stefánsdóttur til Japans.
Rökkurró efnir til
kveðjutónleika
Hjálparsam-
tökin Veraldar-
vinir standa fyrir
góðgerðar-
tónleikum á Só-
dómu Reykjavík í
kvöld. Tilgangur
tónleikanna er
að safna fé sem
nýtist starfi
samtakana á Tierra Bomba-
svæðinu. Fram koma m.a. Bjartmar
og Bergrisarnir, Haffi Haff og The
Vintage Caravan.
Veraldarvinir með
tónleika á Sódómu
Leikskólakennarar efna til stór-
tónleika á Nasa í kvöld. Allur ágóði af
tónleikunum rennur til
sveitarfélaganna. Með-
al þeirra sem koma
fram eru Páll Óskar,
Jón Jónsson,
Frikki Dór,
Dikta, Our-
lives, Lára Rún-
ars, Valdimar
og Mugison.
Miðaverð er aðeins
1.000 krónur.
Leikskólakennarar
með tónleika á Nasa
Á laugardag NA 3-10, skýjað með köflum og úrkomulítið. NA 10-
15 og rigning við SA-ströndina. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast SV-lands.
Á sunnudag Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri, skýjað og skúrir, en bjart með
köflum V-lands. Vaxandi norðaustanátt og rigning suðaustanlands
í kvöld. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast S- og SV-lands.
VEÐUR
Patrekur Jóhannesson, fyrr-
um landsliðsmaður í hand-
knattleik, gæti orðið næsti
landsliðsþjálfari Austurríkis
en samkvæmt öruggum
heimildum Morgunblaðsins
stendur honum það til
boða. Ef Patrekur tekur til-
boðinu verður hann annar
Íslendingurinn sem er við
stjórnvölinn hjá Austurrík-
ismönnum en Dagur Sig-
urðsson stýrði liðinu í nokk-
ur ár við góðan orðstír. »1
Patreki boðið að
þjálfa Austurríki
Frjálsíþrótta-
samband Íslands,
FRÍ, hefur ákveðið
að senda tvo kepp-
endur á HM í frjáls-
íþróttum sem hefst í
Daegu í Suður-Kóreu
27. þessa mánaðar.
Annars vegar er um
að ræða spjótkast-
arann Ásdísi
Hjálmsdóttur og
hinsvegar Kristin
Torfason lang-
stökkvara. »2
Ásdís og Kristinn keppa
á HM í frjálsum
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr
Nesklúbbnum, lék frábærlega í gær á
fyrsta degi Wynham-mótsins sem er
hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.
Hann lék samtals á tveimur höggum
undir pari. „Á heildina litið er ég bara
mjög sáttur við hringinn og spenntur
fyrir degi tvö. Ég ætla mér að gera
enn betur þá,“ sagði Ólafur Björn við
Morgunblaðið. »1
Ólafur Björn ætlar að
gera enn betur í dag
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Blái herinn er ekki vopnaður neinum
vígtólum og hefur aldrei meitt nokk-
urn mann. Ummerkin eftir hernað
hans eru þau að náttúran er hreinni,
minna af drasli. Tómas J. Knútsson,
kafari í Sandgerði, stofnaði þessi
óformlegu samtök en hann rak
sportkafaraskóla eftir að hann flutt-
ist heim til Ís-
lands 1995. Hann
fór þá ásamt
nemendum sínum
að laga til á svæð-
um þar sem er-
lendir sportkaf-
arar hugðust
stunda íþróttina á
vegum Tómasar.
Honum ofbauð
sóðaskapurinn í
höfnum og víðar
og vildi ekki að útlendingarnir „sæju
allan viðbjóðinn,“ eins og hann orðar
það.
Blái herinn hefur á 16 árum náð að
hreinsa um 875 tonn af drasli úr nátt-
úru landsins, aðallega á Reykjanes-
skaganum en einnig í Vestmanna-
eyjum og á Akranesi.
Helstu styrktaraðilar hersins hafa
verið auk Toyota-umboðsins, sem
hefur lánað Tómasi pallbíl, Reykja-
nesbær, Reykjaneshöfn, Pokasjóður,
Alþingi, Hitaveita Suðurnesja og
Bláa lónið. Alþingi felldi niður millj-
ón króna styrk á fjárlögum eftir að
kreppan skall á en Tómas gerir sér
vonir um að aftur rofi til.
„Sveitarfélögin hafa líka verið
dugleg að gauka að mér
aurum. Ég reyni að hafa
þetta eyrnamerkt
ákveðnu verkefni. Svo er
ég oft með kerruna
aftan í bílnum og tek
rúnt eftir fáförnum
slóðum, þar hefur fólk
oft verið að losa sig við
eitthvað. Ef ég sé eitt-
hvað kippi ég því upp í kerruna. Oft
er ég búinn að fylla hana áður en ég
veit af.
Mjúkar aðferðir
Ef ég sé heilt svæði sem mig lang-
ar til að þrífa tek ég myndir af því,
sendi viðkomandi umráðaaðila, hvort
sem það er sveitarfélag eða eitthvað
annað, og bið um leyfi, spyr hvort
þeir ætli að hafa þetta svona til fram-
búðar. Þetta er í flestum tilfellum
samþykkt.
Ég reyni að fara mjúklega í þetta
og vekja menn til umhugsunar. En ef
það dugar ekki, ekkert hlustað á
mann lengi, get ég tekið upp á að
senda myndir af þessu til birtingar í
blöðunum! Það virkar sem hvatn-
ing.“
Um 875 tonn af drasli á brott
Blái herinn berst
með náttúrunni
gegn sóðaskap
Morgunblaðið/Tómas J. Knútsson
Þarfur trukkur Tómas gerði sjálfur upp þennan gamla og glæsilega hertrukk með bómu að framan og palli og notar hann
til að fjarlægja rusl í fjörum. Þá kemur bóman að góðu gagni við að hífa þunga hluti eins og netadræsur upp á bílpallinn.
Tómas og liðsmenn hans hafa
lagt fram alls um 48 þúsund
vinnustundir í sjálfboða-
liðavinnu. Fjöldi liðsmanna
fer eftir verkefninu, stund-
um er þetta bara fjölskyld-
an. Á litlu myndinni sjást
dóttir Tómasar og eitt af
barnabörnunum í fjörunni að
safna rusli frá frystitogur-
um, plastböndum sem sett
eru utan um pappakassa fyr-
ir fisk. Eitthvað hefur farið úr-
skeiðis og bandaflækju einfaldlega
verið fleygt í sjóinn.
„Ég fæ oft íþróttafélög í lið með
mér, líka sjálfboðaliðafélög eins og
Seeds sem fá hingað erlenda
krakka til að vinna alls konar sjálf-
boðaliðastörf á Íslandi,“ segir
Tómas. „Ég er líka að hugsa um að
bjóða upp á sérstakar ruslgöngur
fyrir áhugafólk sem vill leggja mál-
inu lið.“
Boðið upp á ruslgöngur?
FJÖLSKYLDAN TEKUR FULLAN ÞÁTT Í HREINSUNARSTARFINU
Tómas J.
Knútsson