Morgunblaðið - 14.09.2011, Side 4

Morgunblaðið - 14.09.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is 57% af allri fækkun starfa hjá ríkinu, sem átt hefur sér stað frá hruni, hef- ur orðið í heilbrigðiskerfinu. Mest hefur fækkunin orðið hjá Landspít- ala eða um 308 stöðugildi. Á sama tíma hefur störfum fjölgað hjá stofn- unum sem heyra undir umhverfis- ráðuneytið og efnahags- og við- skiptaráðuneytið. Árið 2006 tók fjármálaráðuneytið saman tölur um fjölda starfsmanna hjá ríkinu. Þá voru stöðugildin hjá ríkinu 17.613. Samkvæmt tölum sem komu fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni fyrr á þessu ári voru stöðugildin á síðasta ári 17.160. Samdrátturinn er 2,6%. Ef miðað er við fjölda starfa eins og hann var 2008, þegar hrunið átti sér stað, er fækkunin 4,9%, sem er fækkun um 888 störf. Störfum á vinnumarkaði fækkaði um 6,3% Þess má geta að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur störfum á vinnumarkaði fækkað frá árinu 2008 um 6,3% og eru þá ekki taldir með þeir sem flutt hafa frá landinu. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að störfum í bankakerfinu hefur fækk- að um 30% frá hruni. Samdrátturinn er einnig mjög mikill í greinum eins og verktaka- og byggingariðnaði. Launakostnaður er víða um eða yfir 70% af heildarrekstrarkostnaði stofnana ríkisins. Ríkisstjórnin markaði þá stefnu að minnka hallann á ríkissjóði án þess að grípa til beinna uppsagna ríkisstarfsmanna. Fækkun opinberra starfsmanna hef- ur því fyrst og fremst gerst í gegnum starfsmannaveltu, þ.e. ekki er ráðið í störf þeirra sem hætta vegna aldurs eða af öðrum ástæðum. Samkvæmt tölum fjármálaráð- herra frá því í vor fækkaði stöðugild- um í heilbrigðisgeiranum um 508 á árunum 2008-2010. Þar af er fækk- unin á Landspítala 308 störf eða um 7,9%. Samdrátturinn á spítalanum hefur haldið áfram á þessu ári, en samkvæmt tölum sem forstjóri hans birti í sumar fækkaði starfsmönnum Landspítala um 9,1% frá maí 2008 til maí 2011. Sambærileg fækkun hefur orðið á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en þar fækkaði störfum um 9,1% frá 2008- 2010. Fækkun á öðrum heilbrigðis- stofnunum er mismunandi. Hún er 4% á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 5% á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 5% á Heilbrigðisstofnun Austur- lands, 1% á Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga, 12% á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og 8% á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands. Störfum hjá Háskóla Íslands hef- ur fækkað lítið eða um 1,4%, en meira hjá Háskólanum á Akureyri eða um 16,3%. Fækkun starfa hjá fjölmennustu menningarstofnunum er á bilinu 5-10%. Lögreglan hefur þurft að taka á sig nokkra fækkun, en störfum hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu hefur fækkað um 3,4% og 8,1% hjá ríkislögreglustjóra. Störfum hjá sýslumanninum í Reykjavík hefur hins vegar fækkað um 12,5%. Hjá ÁTVR hefur störfum fækkað um 32 eða um 13%. Störfum hjá skattinum hefur fækkað um 19 eða um 6,9% í kjölfar sameiningar skatt- umdæma. Athygli vekur að störfum hjá Vegagerðinni hefur aðeins fækk- að um 2,2% þrátt fyrir að fjárveit- ingar til stofnunarinnar hafi dregist mikið saman. Mikil fjölgun hjá Fjármálaeftirlitinu Nokkrar stofnanir hafa fjölgað starfsmönnum frá hruni. Engin stofnun hefur þó fjölgað starfsmönn- um meira en umboðsmaður skuld- ara, en þar voru 9,5 stöðugildi árið 2008, en þau voru 43,3 í fyrra. Störf- um hefur fjölgað mikið hjá Fjár- málaeftirlitinu. Þar voru 87,6 stöðu- gildi í fyrra, en starfsmenn voru 43 árið 2007. Störfum hefur líka fjölgað hjá Samkeppniseftirlitinu, Vinnu- málastofnun, Íbúðalánasjóði, hér- aðsdómstólum og Sjúkratrygging- um. Stofnanir umhverfisráðuneytisins skera sig nokkuð úr, en þar hefur störfum fjölgað samtals um 39. Fólki hefur fjölgað hjá öllum stofnunum ráðuneytisins nema Skipulagsstofn- un og Náttúrufræðistofnun. Fækkar mest í heilbrigðiskerfinu Morgunblaðið/Kristinn Spítali Starfsmönnum Landspítalans hefur fækkað mikið frá hruni. Fækk- unin er minni hjá flestum öðrum stofnunum og sums staðar er fjölgun.  Starfsmönnum ríkisins hefur fækkað um 888 frá árinu 2008 en þar af hefur starfsmönnum í heilbrigð- iskerfinu fækkað um 508  Starfsmönnum hjá stofnunum umhverfisráðuneytisins hefur fjölgað um 40 Stöðugildi hjá ríkinu Breytingar í fjölda stöðugilda frá 2008 til 2010 Heimild. Fjármálaráðuneytið Æðsta yfirstjórn Forsætisráðuneyti Háskóli Íslands Háskólinn á Akureyri Landbúnaðarháskólinn Hólaskóli LÍN Þjóðminjasafn Þjóðskjalasafn Listasafn Íslands Þjóðleikhús Sinfóníuhljómsveit Utanríkisráðuneytið Fiskistofa Matvælastofnun Hafrannsóknastofnun Héraðsdómstólar Ríkislögreglustjóri Lögrelgan á höfuðborgarsv. Landhelgisgæsla Sýslumaður Rvk. Fangelsismálastofnun Þjóðkirkjan Vinnueftirlitið Umboðsmaður skuldara Tryggingastofnun Vinnumálastofnun Íbúðalánasjóður Sjúkratryggingar Sjúkrahúsið á Akureyri Landspítali Heilbrigðisstofnun Vesturl. Heilbrigðisstofnun Þing. Heilbrigðisstofnun Aust. Heilbrigðisstofnun Suðl. Heilbirgðisstofnun Suðurnesja Ríkisskattstjóri ÁTVR Vegagerðin Umferðarstofa Siglingastofnun Nýsköpunarmiðstöð Fjármálaeftirlitið Samkeppniseftirlitið Hagstofan Umhverfisstofnun Landgræðslan Náttúrufræðistofnun 306,7 54,5 1.239,3 192,7 127,8 56,5 25,7 39,2 33,4 15,4 106,9 103,6 282,7 78,8 95,6 153,1 86 124,6 389 161,9 51,9 123,1 165 70,8 9,5 123,5 106,1 63,5 83,6 484,5 3.916,3 307,2 102,2 256,2 241,4 212,1 272,7 244,6 314,5 55,4 79,9 87,4 73,4 22,5 83,9 59,9 57,2 44,6 Stofnun Stofnun Stofnun2008 2008 20082010 2010 2010 298,6 51,3 1222 159,7 106,9 44,6 25,9 35,3 30,2 16,2 100,3 98,1 283,8 74,4 93 148,7 95,9 114,5 375,7 153,8 45,4 117,8 160,6 64,1 43,3 106,6 147,5 69,5 99,1 440,2 3608,4 282,9 100,8 243,7 224 202,2 253,9 212,8 307,6 47,9 69,9 90,4 87,6 23 77,9 72 58,6 44,1 -2,7% -5,9% -1,4% -17,1% -16,4% -21,1% 0,8% -9,9% -9,6% 5,2% -6,2% -5,3% 0,4% -5,6% -2,7% -2,9% 11,5% -8,1% -3,4% -5% -12, 5% -4,3% -2,7% -9,5% 355,8% -13,7% 39% 9,4% 18,5% -9,1% -7,7% -7,9% -1,4% -4,9% -7,2% -4,7% -6,9% -13% -2,2% -13,5% -12,5% 3,4% 19,3% 2,2% -7,2% 20,2% 2,4% -1,1% Breyting Breyting Breyting upplýsingarnar sem fram komu þar varðandi tilskipun ESB yrðu skoðað- ar sérstaklega, en sagði að ekki hefði verið litið á þau atriði sem þar bar á góma sem vandamál hingað til. Til- gangurinn væri sá að vernda notend- ur en ekki að „eyðileggja“ netið. Möguleg ógn við netið Innleiðing breyttrar tilskipunar Evrópusambandsins (ESB) um fjar- skipti, einkum „kökulaganna“, getur ógnað netinu eins og við þekkjum það, að mati Anders Willstedt, fram- kvæmdastjóra INMA/IAB í Noregi. Hann var fyrirlesari á fundinum. Bandarísk stjórnvöld og Evrópu- sambandið hafa hvort í sínu lagi sett lög og reglur til þess að tryggja per- sónuvernd netnotenda, það að ekki sé aflað of ítarlegra upplýsinga um net- notendur án þeirra vitneskju eða Guðni Einarsson gudni@mbl.is Innanríkisráðuneytið vinnur að frum- varpi til breytinga á fjarskiptalögum. Til stendur að innleiða þar breytt fjar- skiptaregluverk Evrópusambands- ins, þar á meðal ýmis ákvæði um per- sónuvernd við netnotkun. Evróputilskipun um þetta efni, eink- um það sem kallað hefur verið „köku- lögin“ og getur haft takmarkandi áhrif á notkun kaka (e. cookies), hefur verið hitamál víða í Evrópu. Þessi mál voru rædd á morgunverðarfundi Skýrslutæknifélagsins í gærmorgun. Frumvarpsdrögin eru langt komin og er vonast til þess að hægt verði að kynna þau til umsagnar mjög fljót- lega, að sögn Veru Sveinbjörnsdóttur, lögfræðings í innanríkisráðuneytinu, sem var á fundinum. Hún sagði að samþykkis. Þótt tilgangurinn sé sá sami er nálgunin ólík. Bandaríkja- menn láta þá sem smíða netvafra axla mikla ábyrgð á persónuverndinni en evrópska leiðin gerir eigendur vef- síðna ábyrga. Kökur gegna þar veigamiklu hlut- verki, og bent hefur verið á að í fram- kvæmd geti bann við kökunotkun, nema að undangenginni viðvörun, eða mikil takmörkun þeirra þýtt endalok netsins eins og við þekkjum það. Al- menn takmörkun geti t.d. vegið að auglýsingum, sem eru helsta tekju- lind margra netfyrirtækja. ESB endurskoðaði fjarskiptalög- gjöf sína að hluta haustið 2009. Regl- ur um tölvusamskipti voru að sumu leyti hertar, en Willstedt sagði að fáir hefðu áttað sig á raunverulegri merk- ingu breytinganna. Þröng túlkun reglnanna getur m.a. takmarkað mjög notkun kaka. Regluverkið snertir Ísland vegna aðildar okkar að EES. Willstedt sagði Evrópulönd hafa brugðist við þessum reglum með mismunandi hætti. Hann hvatti til samráðs og samvinnu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta á þessu sviði. Sjálfskipuð eftirlitsnefnd net- geirans gæti t.d. reynt að hafa áhrif á mótun laga og reglna. Eins gæti hún beitt sér fyrir bestu mögulegu fram- kvæmd reglnanna. Kökunotkun á netinu er í endurskoðun  Evrópusambandið hefur hert reglur varðandi persónuvernd og upplýsingaöflun á netinu  Regluverkið snertir Ísland vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu og er frumvarp í smíðum Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason Kökubann Takmörkuð kökunotkun væri slæm fyrir margar vefsíður. Kökur á netinu » Kakan er vistuð á tölvu not- andans að beiðni vefþjóns og geymir ýmsar upplýsingar. » Kökurnar eru m.a. notaðar við markaðssetningu á netinu, í rafrænum viðskiptum, á fréttasíðum, í netbönkum, við farmiðakaup og tölvupóst svo nokkuð sé nefnt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.