Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 6

Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ísland er sem fyrr í hópi þeirra landa innan OECD sem verja mestu fé til menntamála þegar á heildina er litið, samkvæmt skýrslu OECD um menntamál, sem birt var í gær. Tölurnar í samanburði OECD eru frá árunum 2008 og 2009. Ísland er þó einungis meðal efstu þjóða þegar litið er til fjárframlaga á barnaskóla- og unglingastigi. Samanburður á framlögum til háskóla sýnir að Ís- land er langt undir meðaltali OECD-landanna. Í 17. sæti á framhaldsskólastigi Ef skoðuð eru útgjöld til mennta- mála á öllum skólastigum kemur í ljós að OECD-löndin vörðu að með- altali 9.873 bandaríkjadölum (rúm- lega 1.150 þúsund ísl. kr.) á hvern nemanda á árinu 2008 og voru Ís- lendingar í ellefta sæti. Útkoman er hins vegar mjög mismunandi eftir skólastigum. Íslendingar lögðu sem samsvarar 10.599 bandaríkjadölum til hvers grunnskólanemanda og eru þar í 3. sæti, næst á eftir Noregi og Lúxemborg. Á framhaldsskólastigi er Ísland hins vegar eftirbátur margra annarra landa. Framlög á hvern nemanda á framhaldsskóla- stiginu samsvarar rúmlega 9.000 bandaríkjadölum hér á landi, sem skipar Íslandi í 17. sæti. Á háskólastigi drögumst við enn frekar aftur úr í samanburði OECD. Ísland varði sem svarar til 10.429 bandaríkjadala á hvern nemanda á háskólastigi og er í 21 sæti. Meðaltal OECD-ríkjanna þegar skoðuð eru framlög á hvern nemanda til há- skólastarfsemi var hins vegar 13.717 bandaríkjadalir. Svipuð niðurstaða kemur í ljós þegar útgjöldin eru skoðuð í sam- hengi við landsframleiðslu landanna. Þannig voru opinber útgjöld Íslend- inga til menntamála árið 2008 7,6% af landsframleiðslu skv. skýrslu OECD. Eru Íslendingar í 3. sæti yf- ir hæstu opinberu framlögin, mæld á þennan mælikvarða, koma næstir á eftir Norðmönnum og Dönum. Meðaltalið innan OECD var 5,4%. Framlög til háskólastarfs hér á landi sem hlutfall af landsframleiðslu var hins vegar miklu lægra eða 1,3%. Yfir 50% ungmenna utan skóla í OECD-löndum eru án atvinnu Í kynningu á skýrslu OECD í gær kom fram að eftir að fjármálakrepp- an skall á, hefur íbúum landa OECD sem hafa háskólamenntun, gengið mun betur að halda í störf sín en fólki með minni menntun. Atvinnu- leysi meðal háskólamenntaðra í löndum OECD var 4,4% að meðal- tali á árinu 2009 en atvinnuleysi meðal þeirra sem ekki höfðu lokið framhaldsskólanámi var 11,5% og hafði aukist verulega frá árinu á undan. Mest er þó atvinnuleysið meðal ungs fólks sem ekki gengur í skóla. Rúmlega helmingur allra ungmenna á aldrinum 15 til 19 ára í löndum OECD sem ekki eru í skóla voru at- vinnulaus á árinu 2009. Neðarlega á lista yfir fé til háskóla  Skýrsla OECD um menntamál var birt í gær  Þó að heildarframlög til menntunar séu há hér á landi eru Íslendingar eftirbátar margra þjóða þegar borin eru saman framlög til framhalds- og háskólanáms Framlög til háskólamenntunar innan OECD framlög í dollurum á hvern nemanda Heimild. OECD Ísl an d No re gu r Da nm ör k Sv íþj óð Fin nla nd Ba nd ar íki n Ar ge nt ína 0 8.000 4.000 12.000 16.000 20.000 24.000 28.000 Meðaltal innan OECD Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Mýrdals- hrepps gengu fylktu liði út úr skólanum í gær þegar þau æfðu viðbragðsáætlun vegna Kötlu- goss. Íbúar svæðisins eru við öllu búnir, en á mánudaginn var haldinn íbúafundur í Vík í Mýr- dal þar sem Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur fór yfir skjálftavirkni í Kötlu að undanförnu, en virkni hefur verið viðvarandi þar frá því í hlaupinu í Múlakvísl í byrjun júlí. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mýrdælingar æfa viðbrögð við Kötlugosi Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nauðsynlegt er að innanríkisráðu- neytið hlutist til um að reglur um hleðslu farma á flutningabíla verði endurskoðaðar, þannig að auðveld- ara verði að framfylgja þeim. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að verulegra úrbóta er þörf til að tryggja öryggi vegfarenda vegna mikilla þungaflutninga um þjóðvegi landsins. Mikil umræða varð um nauðsyn stórátaks gegn lélegum frágangi á farmi flutningabíla á árunum 2006- 2008, ekki síst eftir fréttir sem birt- ust í Morgunblaðinu en þá hafði hvert óhappið rekið annað þar sem lá við alvarlegum slysum þegar hlöss duttu af vörubílspöllum. Sett var ný reglugerð um frágang á farmi 2008 en nauðsynlegt er að endurskoða hana að sögn Ágústs Mogensen, framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Þegar breytingar voru gerðar á reglunum 2008 var áherslu á varnir fyrir framan og aftan farm flutn- ingabíla vikið til hliðar fyrir aukinni áherslu á notkun spennubanda yfir farminn. Þessu þarf að breyta og gera meiri kröfur um varnir fyrir framan og aftan, m.a. til að koma í veg fyrir afturskrið farmsins, að sögn Ágústs. Tilefni gagnrýni rannsóknanefnd- arinnar er úttekt sem gerð var á banaslysinu í Langadal í desember í fyrra, þar sem tengivagn vöruflutn- ingabifreiðar lenti á vörubifreið sem kom á móti en ökumaður hennar lést. Eins og fram kom í blaðinu í gær er vegurinn þar sem slysið átti sér stað aðeins 6 metra breiður. Stein- rör voru á tengivagni vörubílsins og kemst rannsóknarnefndin að þeirri niðurstöðu að hvorki vörubíllinn né vagninn hafi staðist lágmarkskröfur. Ágúst segir að vagninn hafi engan veginn hentað til flutnings á þessum farmi. Engar styttur voru meðfram hliðum vagnsins og engin vörn gegn afturskriði röranna en spennubönd voru notuð utan um farminn. Auk þess kom í ljós við rannsókn nefnd- arinnar að þekking á reglunum frá 2008 er takmörkuð meðal þeirra sem annast hleðslu farms og farm- flutninga. Nauðsynlegt að reglum um hleðslu á farmi verði breytt Eftirlit Lögreglumaður athugar hvort farmur sé rétt festur. Morgunblaðið/Júlíus  Framkvæmdastjóri RNU vill meiri kröfur um varnir fyrir framan og aftan farm Samninga- nefndir Lækna- félags Íslands og ríkisins undirrit- uðu nýjan kjara- samning hjá rík- issáttasemjara í gær. Samning- urinn nær til sjúkrahúslækna, heilsugæslu- lækna og ung- lækna, en sérfræðilæknar sem eru með eigin lækningastofur og skurð- læknar semja sér. Sveinn Kjartansson, formaður samninganefndar lækna, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, að grunnkaupshækk- anir séu þær sömu og samið hefur verið um á vinnumarkaðnum. Í nokkrum sérmálum hafi aðeins ver- ið komið til móts við lækna og segir Sveinn að mesta kjarabótin felist í ákvæði um fasta yfirvinnu. Hann telur að þær kjarabætur sem felast í nýjum samningi dugi ekki til að lokka unga sérfræði- menntaða lækna til landsins, eins og þörf sé á. Hins vegar geti þær hugsanlega dregið úr uppsögnum þeirra lækna sem starfað hafa hér um nokkurt árabil. Læknar skrifa undir nýja kjarasamninga Skurðaðgerð á Landspítalanum. Aron og Emilía veltu Alexander og Önnu af toppnum yfir vinsælustu nöfn á nýfæddum börn á síðasta ári. Vinsældir Alexanders og Önnu dvínuðu töluvert því það fyrra fór niður í 6.-9. sæti og hið síðara í 4.-6. sæti. Þetta kom fram hjá Hagstof- unni í gær. Þá var Þór langvinsælasta milli- nafnið hjá drengjum, en þar á eftir Freyr og Logi. Hjá stúlkum var María vinsælasta millinafnið og næst á eftir Ósk. Aron og Emilía vinsælustu nöfnin Samkomulag um lok haustþings strandar á því að forsætisráðherra heldur fast við að koma stjórnar- ráðsfrumvarpinu í gegn, þrátt fyrir mikla andstöðu í þinginu. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, for- maður þingflokks framsóknar- manna. Þreifingar á milli þingflokks- formanna stjórnar og stjórnarand- stöðu báru engan árangur í gær en samkvæmt starfsáætlun þingsins er gert ráð fyrir að haustþingi ljúki á morgun. Þreifingar um þing- lok en án árangurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.