Morgunblaðið - 14.09.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 14.09.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Í fyrirlestri sínum mun Robert Aliber fjalla um óstöðugleika á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í sögulegu samhengi. Hann mun velta fyrir sér þeirri spurningu að hversu miklu leyti sveiflur í gengi gjaldmiðla og sveiflur hlutabréfaverðs og fasteignaverðs megi rekja til alþjóðlegra þátta, annars vegar, og starfsemi innlendra fjárfestinga- og viðskiptabanka hins vegar. Meðal áhugaverðra spurninga sem hann mun leitast við að svara er hvort bankahrunið hér á landi hafi fremur átt rætur að rekja til ástands alþjóðlegra fjármálamarkaðar eða eftirlitsleysis og áhættusækni innlendra aðila. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Málstofa á vegum Hagfræðideildar Hverjar eru orsakir titrings á eigna- og gjaldeyrismörkuðum? Robert Z. Aliber er fyrrverandi prófessor við Chicago háskóla Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Hátíðasal. Fimmtudaginn 15. september kl. 12-14 Meðal þess sem fram kom ífrægri skýrslu Tryggva Þórs og Mishkins var að færi skulda- tryggingarálag á ríki yfir 500 punkta þá væri þrot ekki langt und- an. Skuldatryggingarálagið er nú í kringum 3000 í Grikklandi og kom- ið yfir 500 punkta hjá Ítalíu. Gunn- ar Rögnvaldsson er með litríka lýsingu á framhaldinu:    Skuldatrygg-ingarálagið á fjárskuldbindingar ríkissjóðs Ítalíu er nú hærra en 500 punktar. Á meðan það í örygginu hjá Íslandi fyrir utan evrusvæðið er í kringum 280 punkt- ar.    Um evruloftin í séríslensku ör-yggissvítu Frakklands á evru- svæðinu svífa fréttir um bruna- útsölu á eignum þessara frönsku stórbanka, sem hjálpa ætti upp á peningastöðu þeirra. Og auðvitað ásamt hótunum Soc. Gén. bankans til breskra dagblaða um lögsókn vegna óhagstæðs fréttaflutnings um einmitt þann banka eða annan.    Þjóðnýting franskra stórbankameð nokkur þúsund útibú á Ítalíu færist sífellt nær og nær í tíma og rúmi séríslenska gauks- klukkupakka evrulands. Þegar klukkan slær Frakkland ætlar ut- anríkisráðherra og snillistofn- fjárfestir SPRONKAUPA ÍS- LANDS í evrulandi að hoppa um borð forsætisráðherra og kaupa af hluthöfum öll bréfin, sem þá loksins eru orðin einskis virði.    Þetta verður gert til þess aðstyrkja eiginfjárstöðu utanrík- isráðherra Íslands og hlutafélags hans í forstofuráðuneyti ESB á Ís- landi.“ Gunnar Rögnvaldsson Í hoppkastala Evrulands STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Veður víða um heim 13.9., kl. 18.00 Reykjavík 12 heiðskírt Bolungarvík 8 heiðskírt Akureyri 7 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað Vestmannaeyjar 10 heiðskírt Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 15 skýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 16 skýjað Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 12 skúrir London 17 léttskýjað París 21 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 20 skýjað Vín 28 heiðskírt Moskva 12 skúrir Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 31 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 13 skýjað Montreal 23 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 21 heiðskírt Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:48 20:00 ÍSAFJÖRÐUR 6:49 20:08 SIGLUFJÖRÐUR 6:32 19:51 DJÚPIVOGUR 6:16 19:30 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Sautján ára pilt- ur á yfir höfði sér háa sekt og sviptingu öku- réttinda eftir að lögregla mældi bifreið hans á 140 km hraða þar sem hann ók eftir Reykjanes- braut í Garðabæ. Pilturinn var annar tveggja sautján ára pilta sem teknir voru fyrir hraðakstur um helgina á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu voru nokkrir tugir ökumanna teknir fyrir hrað- akstur um helgina. Í sumum til- vikum var ekið á 75-80 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Sautján ára tekinn á 140 km hraða á Reykjanesbraut Pilturinn var svipt- ur ökuréttindum. Áfallinn heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar við Landeyjahöfn 1. ágúst 2011 var 3.260 milljónir króna. Til viðbótar þeim kostnaði kemur kostnaður við viðhalds- dýpkun hafnarinnar en frá hausti 2010 til 1. ágúst 2011 nam hann 234 milljónum króna. Áætlaður stofn- kostnaður við framkvæmdirnar til ársloka 2014 var hins vegar 3.400 milljónir króna, á verðlagi hvers árs. Þetta kemur fram í svari innan- ríkisráðherra við fyrirspurn Eygló- ar Harðardóttur, þingmanns Fram- sóknarflokks. Einnig að reynslan af rekstri hafnarinnar og því sem upp á hafi komið muni nýtast vel og hjálpa stjórnvöldum að átta sig bet- ur á þeim kröfum sem þurfi að gera til að mæta sem best samgöngu- þörfum Vestmannaeyja, bæði í gæðum og öryggi. Þrír og hálfur millj- arður í Landeyjahöfn Morgunblaðið/Ómar Höfnin Herjólfur í Landeyjarhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.