Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Skálavörður í Fimmvörðuskála Úti-
vistar gerir athugasemdir við að ekið
sé með vísindamenn upp brekku fyrir
neðan Fimmvörðuskála áleiðis að
Eyjafjallajökli. Hægt sé að fara aðra
leið og betri og komast þannig hjá því
að spilla ásýnd vinsæls göngulands.
Síðast á mánudag var beltabíl
Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu
ekið með vísindamenn frá Baldvins-
skála, sem margir þekkja betur sem
Fúkka, upp brattan hrygginn og það-
an á Eyjafjallajökul. Sama leið hefur
oft verið notuð til að fara með vís-
indamenn á jökulinn.
Almennur akstur upp á Skógaheiði
er bannaður og aðeins einstaka
ferðaþjónustufyrirtæki, vísinda-
menn, björgunarsveitir og slíkir
mega fara þar um.
Sigurður Sigurðarson, skálavörður
og þaulvanur ferðamaður, bendir á
að brekkan sé að öðru leyti nánast
ósnortin. Förin sjáist víða að, m.a. af
gönguleiðinni um Fimmvörðuháls.
Sigurður segir að ekki sé um nein-
ar stórkostlegar skemmdir að ræða
og þær sé hugsanlega hægt að laga
með því að raka yfir þær. Hættan sé
sú að förin eftir beltabílinn verði til
þess að fleiri fari sömu leið. Smám
saman myndist þarna vegur. „Ef við
fáum jeppa, beltabíla og hvaðeina
trekk í trekk, þá er þetta ekki snið-
ugt. Þetta fer bara út í vitleysu.“
Sigurður kveðst auðveldlega hafa
getað bent viðkomandi á betri leið
þar sem engar skemmdir hefðu orðið
og nefnir leið upp skarð austan við
skálann, um gil norðan við hann en á
þeim slóðum hefði hann getað komist
upp á Fimmvörðuhrygg. Leiðin sé
fullfær fyrir beltabílinn.
„Það er ekki með neinni reiði eða
ónotum sem við erum að agnúast út í
þetta. Við viljum bara ekki að menn
séu að þvælast að óþörfu þar sem
þeir eiga ekkert að vera,“ segir hann.
Aka stundum að skálanum
Enginn vegur liggur upp að skála
Útivistar en Sigurður segir að sótt
hafi verið um leyfi til að setja veg
vestan við skálann.
Olía sé flutt að skálanum að vetr-
arlagi og þá er einnig seyran úr
kamrinum flutt á losunarstað í
byggð. Stundum þurfi þó að flytja
þangað vistir að sumri, t.d. þegar
skálinn verður vatnslaus. Þá sé farið
vestan við skálann, utan samþykktra
vega, en Sigurður segir að miklum
mun minna sjái á landinu en þegar
ekið sé um fyrrnefnda brekku. Fyrir
nokkrum árum hafi verið hægt að
fara á snjó norðan og sunnan við skál-
ann en þar sé nú snjólaust og torfært.
Því þurfi nú að aka eftir snjólausu
landi.
Telur hættu á að
nýr vegur myndist
Skálavörður segir að hægt sé að fara betri leið á jökulinn
Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson
Villigata Í fyrrakvöld, í niðamyrkri, gengu tvær spænskar konur fram á slóðann og ályktuðu að hann lægi að skál-
anum, sem hann gerir ekki. Þær höfðu snúið við þegar fólk í skálanum varð þeirra vart og gat kallað til þeirra.
Svanur Lárusson, formaður
Flugbjörgunarsveitarinnar á
Hellu, segir að leiðin sem um
ræðir hafi verið notuð til að
flytja vísindamenn upp á
Eyjafjallajökul frá því gaus í
jöklinum í fyrra. Þarna hafi
verið ekið í tugi skipta með
vísindamenn. „Þessi för
verða farin eftir næstu rign-
ingu eða næsta rok,“ segir
hann.
Aðrar leiðir séu ekki færar,
þ. á m. sú sem lýst er hér til
hliðar. Sú leið hafi eitt sinn
verið fær en sökum þess að
snjóa hefur tekið upp í um-
ræddu gili sé ekki lengur
hægt að aka hana. Svanur
segir ekki hættu á að þarna
myndist vegur því akstur upp
á Skógaheiði sé mjög tak-
markaður. Þar að auki liggi
öll leyfi fyrir, frá sveitarfé-
lagi, landeiganda og lögreglu.
Farin eftir
næsta rok
SEGIR ÞETTA EINU LEIÐINA
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Ný sending af
úlpum og kápum
St. 36-52
20-60% afsláttur
Borgartún 36
105 Reykjavík
588 9747
www.vdo.is
HLÍFÐARFÖT
AGV
HJÁLMAR
LAY-Z-SPA
SIXSIONE
BRYNJUR
Nasran fatnaður
– jakkar, buxur og vettlingar
SixSixOne
Peysubrynjur, plastbrynjur, nýrnabelti,
vetlingar, olnboga og hnéhlífar
AGV hjálmar
Lokaðir hjálmar, opnanlegir, vespu-
hjálmar, motocrosshjálmar og gler
Varahlutir í fjarstýrða bíla
Traxxas, GS varahlutir, dekk og felgur60%
AFSLÁTTUR
VARAHLUTIR
Í FJARSTÝRÐA BÍLA
20-40%
AFSLÁTTUR
INCQC 2012 G05
Á LAXDAL- VETRAKÁPUM- VETRARÚLPUM - ULLARJÖKKUM -PEYSUM OG FL
OPIÐ
13-18
HAUSTMARKAÐUR-LAGERSALA
Í KJÖRGARÐI 2 HÆÐ.
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Mikill munur er á verði á ferskum
fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum
á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt
nýrri verðkönnun frá verðlagseft-
irliti ASÍ. Lægsta verðið var oftast
að finna í Litlu fiskbúðinni Mið-
vangi eða í 14 tilvikum af 30. Fisk-
búðin Trönuhrauni kom næst eða í
sex tilvikum, en verslanirnar eru
báðar í Hafnarfirði. Hæsta verðið
var oftast hjá Fiskikónginum Soga-
vegi eða í sjö tilvikum.
Ódýrasti fiskurinn
fæst í Hafnarfirði
- nýr auglýsingamiðill
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is