Morgunblaðið - 14.09.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.09.2011, Qupperneq 11
að fá einhvern til að byggja hús fyrir sig. Þegar ekki leit út fyrir að hann fengi lán fyrir slíkum framkvæmdum segist hann því hafa notað íslensku aðferðina og bara byggt húsið sjálfur. Rétt eins og lundinn Bruce kom fyrst til landsins árið 1993 til að heimsækja Vest- mannaeyjar og taka þar myndir af lundum. Síðan þá hefur hann gefið út nokkrar myndabækur frá Íslandi og ætlar sér að gefa út fleiri í framtíð- inni. „Rétt eins og lundinn hélt ég áfram að koma til landsins og hef nú eignast þar marga góða vini sem hafa heimsótt mig heima í Bandaríkj- unum. Mér hefði ekki tekist að koma út bókunum mínum nema með dyggri aðstoð frá starfsfólki Ferða- málastofu. Þau hjálpuðu mér þegar ég kom hingað fyrst árið 1993 til að taka myndir í fyrstu bókina og það samstarf hefur haldist æ síðan,“ segir Bruce Ömmur á vetrarleikum Bruce hefur nú gert sjö barna- bækur sem gerast á Íslandi og þar af þrjár í samstarfi við Gunnellu. Fyrstu tvær heita The Problem with Chickens og How the Ladies Stop- ped the Wind. En nýjasta afurðin, Winter Games, segir frá íslenskum ömmum sem eru búnar að prjóna allt sem þær geta. Til að láta sér nú ekki leiðast yfir veturinn ákveða þær að efna til vetrarleika. „Það er svo skemmtilegt hjá okkur að vinna saman að við hlæjum allan tímann. Í fyrstu var mjög nýtt fyrir mér að skrifa en smám saman hef ég æfst og þróað með mér minn stíl. Bækurnar okkar hafa vakið lukku og mér fannst afar fyndið að þegar fyrsta bókin kom út árið 2005 var hún söluhæsta bókin frá Ísland á Amazon. Þarna voru allar ykkar helstu bókmenntir, en nei, bókin The Problem with Chickens var sú sölu- hæsta,“ segir Bruce og skellihlær. Safnar málverkum og tónlist Samstarf Bruce og Gunnellu hófst upp úr því að Bruce keypti mál- verk eftir Gunnellu en hann er mikill áhugamaður um íslenska myndlist og á nú ein 50 málverk eftir íslenska myndlistarmenn. Hann segist helst heillast af náttúrulífsmyndum frá Ís- landi en annars myndum sem ein- faldlega heilli augað. Bruce safnar líka íslenskri tónlist og er ánægður með að hafa farið í fyrsta sinn á tón- leika með KK í nýafstaðinni Íslands- dvöl sinni. Með greininni fylgir ljóð og mynd af póstkorti en síðastliðin þrjú ár hefur Bruce sent vinum sínum ljóð af ýmsu tagi með mynd frá Íslandi. Segist hann ætla að setja þau saman í barnabók einn daginn. ljósmynd/Bruce McMillan Réttir Þessa mynd setti Bruce á póstkort og skrifaði skemmtilegt ljóð með. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 „Uppáhaldskökurnar mínar eru kökupinnar, af því að það er svo gaman að búa þá til og það reynir á sköp- unargleðina. Þeir gleðja augað og smakkast vel ef maður er með góða uppskrift,“ segir Hjördís Dögg Grímarsdóttir en hún er ein þeirra sem standa fyrir baksturssíðunni mömmur.is. „Við rákumst á síðuna hennar Bakerellu sem er fræg kökupinnagerðarkona og við fórum að prófa okkur áfram. Þetta er rosalega gaman og skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt. Kökup- inna er mjög auðvelt að búa til og þeir eru fallegir á veisluborði. Hver og einn getur mótað þá eftir eigin höfði, bæði að stærð og lögun en best er að hafa þá aðeins stærri en kúlus- leikjó, þannig eru þeir temmilegur munnbiti, rétt eins og konfektmoli,“ segir Hjördís og bætir við að fallegast sé að láta pinnana standa þegar þeir eru bornir fram. „Í vefverslun okkar á mömmur.is fást sérstakir bakkar til að stinga kökupinnum í en það er líka hægt að bera þá fram í lágum blóma- vasa eða fallegum glösum sem hafa verið fyllt af skrautsandi og stinga pinnunum þar í. Um að gera að leika sér með borðskreytinguna.“ Hún seg- ir möguleikana vera endalausa í kö- kupinnagerðinni. „Við prófuðum að gera hráfæðiskökupinna og gerðum þá súkkulaðið sjálfar, allt voða lífrænt, náttúrulegt og gott. Við gerðum líka pinnakökur úr Orio-kexi, sem var æði.“ Kökupinnar eru alls ekki eingöngu fyrir barnaafmæli heldur ekki síður frábærir í fullorð- insveislur. „Til dæmis er hægt að vera með fágaða ein- lita pinna með fiðrildaskrauti í brúðkaupum og fínni veislum. Útfærslumöguleikar eru óendanlegir, líka hægt að gera einfalda pinna úr „ræskrispís“ og hjúpa með súkkulaði. Ég nota alltaf íslenskt hvítt súkkulaði frá Nóa Síríusi og lita það. Við notum oftast súkku- laðikökubotn í grunninn, en það er frjálst val. Köku- skrautið þarf að vera fíngert og í vef- verslun okkar getur fólk keypt allt sem til þarf í kökupinna. Við ætlum að halda námskeið í kökupinnagerð í Hagkaup núna í október til að sem flestir geti kynnst þessu.“ Hollustupinnar: 1 bolli haframjöl ½ bolli döðlur ½ bolli rúsínur 3 apríkósur 1 ½ matskeið kókosflögur. Allt hrært saman í matvinnsluvél og mótað í kúlur. Súkkulaðihjúpur: Kókosolía, lífrænt ræktað kakó og agavesíróp (sjá nánar á mommur.is). Kökupinnar eru uppáhaldskökur Hjördísar Sköpunargleðjandi Hjördís Dögg Grímarsdóttir Aðdáendur snillingsins Hugleiks ættu ekki að láta framhjá sér fara uppistand hans sem verður í kvöld á Café Rosenberg við Klapparstíg. Þar sem viðburðurinn er auglýstur á Facebook kemur fram að vegna fjölda áskorana muni Hugleikur Dagsson flytja fallegt uppistands- grín. Þar kemur líka fram að einhver annar muni hita upp og að þetta verði alveg fáránlegt. Það er því full ástæða til mæta og sjá og heyra það sem fram fer. Vert er að taka fram að viðburður þessi er bannaður litlum börnum. Kl. 21:00 - 23:3 og 1000 kall inn. Endilega... ...farið á uppistand Hugleiks Morgunblaðið/Ernir Snillingur Hugleikur Dagsson Réttir Hoof beats drum, baa, baa; hear, they come, baa, baa; here they come, baa, baa; sheep in sight, baa, baa; sea of white, baa, baa; kid’s delight, baa, baa. by Bruce McMillan Sími 568 5170 KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI Í GLÆSIBÆ 14. TIL 16. SEPTEMBER GJAFADAGARNIR ÞÍNIR Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir 2* Lancôme vörur: - Lancôme taska - Rénergie Lift Volumetry krem 15 ml - Rénergie ML dropar 10 ml - Rénergie augnkrem 5 ml - Hypnôse Precious cells maskari ferðastærð - L´Absolue varalitur ferðastærð - Effacernes baugahyljari 5 ml Kynnum haustlitina og nýja Hypnôse Doll eyes maskarann. * G ild ir á ky nn in gu m eð an bi rg ði r en da st .G ild ir ek ki m eð B oc ag e eð a bl ýö nt um .E in n ka up au ki á vi ðs ki pt av in . Verðmæti kaupaukans 18.500 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.