Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Tíður ofsaakstur á höfuðborgarsvæð-
inu að undanförnu veldur bæði lög-
reglunni og Umferðarstofu áhyggjum
en báðir aðilar benda á að tilvik sem
þessi virðist koma í bylgjum. Sé litið
til lengri tíma hafi hraðakstursbrot-
um almennt fækkað, alvarlegri um-
ferðarslysum hafi fækkað og öku-
hraði almennt minnkað. Ástæða sé til
að halda þessum staðreyndum á lofti
þó að upp komi nokkur atvik þar sem
hratt er ekið um götur. Þannig var
hraðakstur ekki talinn vera aðalorsök
þeirra átta banaslysa sem urðu í um-
ferðinni hér á landi í fyrra.
Engu að síður hafa hraðaksturstil-
felli verið nokkuð tíð að undanförnu.
Frá 10. ágúst sl. eru skráð vel á átt-
unda hundrað slíkra brota á höfuð-
borgarsvæðinu, og eru þá hraðamæl-
ingar í myndavélum undanskildar. Í
mörgum tilvikum hafa kraftmiklir
bílar verið á ferðinni en einnig bifhjól
á allt að 200 km hraða. Í sumum til-
fellum er verið að taka ökumenn í
annað og þriðja sinn fyrir sömu brot,
og hafa þeir verið á öllum aldri og af
báðum kynjum, þó að ungir karlmenn
komi oftast við sögu hjá lögreglunni
hvað þetta varðar.
Vonandi tímabundið ástand
Sem kunnugt er varð banaslys á
mótum Geirsgötu og Tryggvagötu 12.
ágúst sl. þar sem hraðakstur er talinn
hafa átt stóran þátt í slysinu.
Einnig þykir mildi að ekki hafi farið
verr í tveimur óhöppum þar sem
hraðakstur kom við sögu, annars veg-
ar á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi 5.
september sl. og á Arnarbakka í
Reykjavík 23. ágúst. Í fyrrnefnda til-
vikinu var ökumaðurinn 67 ára og
ungir piltar um tvítugt voru í kapp-
akstri á bílum sínum í Arnarbakka.
Meðfylgjandi ljósmynd er frá þeim
vettvangi. Þessi mál eru til rannsókn-
ar hjá lögreglu og rannsóknarnefnd
umferðarslysa og ökuhraði bílanna
liggur ekki fyrir er slysin urðu. Er of
snemmt að segja til um hvort rann-
sókn leiði til ákæru á hendur öku-
mönnunum á grundvelli hegningar-
laga. Fordæmi eru fyrir ákærum og
dómum vegna ofsaaksturs þar sem al-
mannahætta skapaðist og jafnvel
manntjón hlaust af en í flestum til-
vikum er beitt sektarákvæðum og
ökuleyfissviptingu fyrir hraðaksturs-
brot. Upphæðir eru misháar eftir
akstri umfram leyfilegan hraða og
geta numið allt að 150 þúsund krón-
um og sviptingu ökuleyfis í þrjá mán-
uði. (sjá töflu).
Kristján Ólafur Guðnason, yfir-
maður umferðardeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, segir það mat
lögreglu að ástandið í umferðinni hafi
batnað. Þannig hafi dregið úr ofsa-
akstri yfir lengri tíma litið og slysum
fækkað. „Hins vegar hafa komið upp
nokkur tilvik núna á stuttum tíma
sem við höfum áhyggjur af en vonum
að þetta sé bara tímabundið ástand
sem eigi eftir að fara aftur í betra
far,“ segir Kristján.
Almenningur andvígur
Sigurður Helgason hjá Umferðar-
stofu tekur undir með Kristjáni og
telur mikinn hraðakstur vera á und-
anhaldi. Það sé jafnframt áhyggjuefni
ef ofsaakstur á umferðargötum sé að
færast í vöxt á ný. Umræða um þessi
mál hafi vonandi hamlandi áhrif. „Al-
menningsálitið er andvígt þessu at-
ferli,“ segir Sigurður og bendir á að
fyrir um 30 árum hafi mikið verið tal-
að um kappakstur á götunum. Þá hafi
akstursíþróttir tekið þetta upp á sína
arma og kappakstur nánast horfið af
götunum síðan. Það sé óviðunandi ef
þetta sé að endurtaka sig.
Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga,
sem er til meðferðar hjá Alþingi, er
ekkert sérstaklega tekið á hraðakstri.
Stærsta breytingin er hækkun öku-
leyfisaldurs um eitt ár, sem mun ger-
ast í áföngum á fjórum árum. Sigurð-
ur segir að verið geti að sú breyting
dragi eitthvað úr hraðakstri, þar sem
aldur og þroski ökumanna hafi áhrif,
en mestu skipti hins vegar góð öku-
kennsla, undirbúningur og gott upp-
eldi áður en farið er út í umferðina.
Tíður ofsaakstur áhyggjuefni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kappakstur Nýlega fóru ungir ökumenn í kappakstur um Arnarbakka sem endaði með árekstri á ljósastaur.
Lögreglan og Umferðarstofa vona að ofsaakstur að undanförnu sé ekki merki um að brotunum fjölgi
Almennt hefur þessum brotum fækkað Háar sektir og ökuleyfissvipting fyrir mikinn hraðakstur
Hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu - nokkur dæmi
Dags. Staðsetning Hraði Hám.hraði Ökutæki Aldur ökumanns
11. sep. Ártúnsbrekka 155 80 Fólksbíll 31 árs
11. sep. Hafnarfjarðarvegur 127 80 Fólksbíll 48 ára
10. sep. Reykjanesbr. Kópavogi 140 80 Fólksbíll 17 ára
10. sep. Sæbraut Rvík 140 60 Fólksbíll 20 ára
8. sep. Hringbraut Rvík 107 50 Fólksbíll 18 ára
5. sep. Hafnarfj.vegur, Kópavogi* ? 80 Fólksbíll 67 ára
30. ágú. Reykjanesbr. Garðabæ 201 60 Bifhjól Fertugsaldri
27. ágú. Suðurlandsvegur 155 80 Fólksbíll Sextugsaldri
23. ágú. Arnarbakki Rvík* ? 30 Fólksbíll 18-19 ára
17. ágú. Reykjanesbr. Garðabæ 155 80 Fólksbíll Þrítugsaldri
12. ágú. Geirsgata/Tryggvagata* ? 50 Fólksbíll Um tvítugt
10. ágú. Nýbýlavegi Kópavogi 124 50 Fólksbíll Þrítugsaldri
6. ágú. Vesturlandsv. v/Höfðabakka 180 80 Bifhjól (x2) Þrítugsaldri
Viðurlög við hraðakstursbrotum, sektir í þúsundum wkróna
Svipting ökuréttinda í mánuðum
* Slys þar sem grunur leikur á að hraðakstur hafi átt sér stað en raunhraði liggur ekki fyrir
Hám.hraði 30 35 50 60 70 80 90
36-40 5
41-45 10 5
46-50 15 10
51-55 20 15
56-60 25 20 5
61-65 45 25 10
66-70 55 30 15 5
71-75 70 50 20 10
76-80 55 25 15 5
81-85 70 30 20 10
86-90 40 30 15 10
91-95 50 40 30 20
96-100 60 50 40 30 10
101-110 90 60 50 50 30
111-120 110 80 60 60 50
121-130 130 110 80 80 70
131-140 130 110 110 90
141-150 140 140 130
151-160 150 140
161-170 150
**
** Sautján ára farþegi lést
M
æ
ld
ur
H
ra
ði
„Að sjálfsögðu erum við á móti
hraðakstri og höfum reynt að
vinna að því að koma honum af
götunum og inn á lokuð og örugg
svæði. Þetta er engan veginn liðið
og við tökum hart á því ef upp
koma svona mál,“ segir Vilhelmína
Eva Vilhjálmsdóttir, formaður bíla-
klúbbsins Live2cruize, en klúbb-
urinn heldur m.a. úti eftirsóttu
spjallsvæði á samnefndum vef þar
sem fjallað er um ýmis hugðarefni
bílaáhugamanna.
Um 16 þúsund manns eru skráð
á spjallvefinn en klúbburinn var
stofnaður fyrir 10 árum af Vilhelm-
ínu og Steven Páli Rogers. Hefur
klúbburinn átt samstarf við Um-
ferðarstofu um forvarnir gegn
hraðakstri og einnig almennt gott
samstarf við lögregluna. Þá hefur
klúbburinn staðið að minninga-
rakstri um þá sem látist hafa í um-
ferðinni, eins og eftir banaslys á
Sæbraut í mars árið 2006.
„Við stöndum ekki fyrir skipu-
lögðum spyrnum eða hraðakstri
og ef við verðum vör við að menn
séu að efna til slíks athæfis eru
þeir umsvifalaust teknir út af
spjallinu,“ segir Vilhelmína en
dæmi um þetta hafa komið upp að
hennar sögn. Strax sé tekið á þeim
málum.
Hún segir þörf á fleiri lokuðum
svæðum fyrir ökuþóra að spreyta
sig á á kraftmiklum bílum sínum.
Aðeins sé um Kvartmílubrautina í
Hafnarfirði og akstursíþrótta-
svæði AÍH við Krýsuvíkurveg að
ræða en einnig sé verið að byggja
upp braut á Akureyri. Telur hún
vanta sambærilegt svæði innan
borgarmarkanna. bjb@mbl.is
Engan veginn liðið og hart
tekið á málum sem koma upp
BÍLAKLÚBBURINN LIVE2CRUIZE UM HRAÐAKSTUR
Bílar Frá minningarakstri klúbbsins
um Sæbraut í mars árið 2006.
Morgunblaðið/Sverrir
771
hraðakstursbrot skráð hjá lögregl-
unni á höfuðb.sv. frá 10. ágúst sl.
12.000
hraðakstursbrot skráð í umferðinni
á höfuðborgarsvæðinu árið 2010
500
ökumenn teknir í sama umdæmi
2010 sem áður höfðu misst ökuleyfi
300
ökumenn voru teknir í fyrra sem
aldrei höfðu tekið bílpróf
150
þúsund kr. er hámarkssekt fyrir
hraðakstur, auk ökuleyfismissis
‹ HRAÐAKSTUR ›
»
„Allmargir öku-
menn voru tekn-
ir fyrir hrað-
akstur á
höfuðborgar-
svæðinu um
helgina. Þeir eru
á öllum aldri og
af báðum kynj-
um. Bílar fimm
þeirra mældust á yfir 130 km
hraða en í þeim hópi voru 19 ára
piltur og kona um þrítugt. Gróf-
asta brotið framdi hins vegar karl
á sextugsaldri en sá ók Suður-
landsveg á 155 km hraða. Ekki
var hann samt elsti ökufanturinn
sem lögreglan hafði afskipti af um
helgina því tveir karlar á sjötugs-
aldri voru líka í þessum vafasama
hópi fimmmenninga, sem áður
voru nefndir.“
Ökufantar á öllum
aldri á ferðinni
Dagbók lögreglu 30. ágúst