Morgunblaðið - 14.09.2011, Side 16
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þótt efnahagslegur upp-gangur sé oft það fyrstasem kemur upp í hugannþegar minnst er á Kína nú-
tímans hafa margir íbúanna áhyggj-
ur af andlegri kreppu í landinu. Wen
Jiabao forsætisráðherra hefur jafn-
vel minnst á þennan vanda, aldraðir
kommúnistar segja að í stað marx-
ismans hafi komið taumlaus pen-
ingatrú og eiginhagsmunasýki. En
æ fleiri Kínverjar hafa leitað í
kristindóminn eftir andlegri leið-
sögn og huggun, tilgangi með lífinu.
Í grein Tim Gardans á vefsíðu
BBC er sagt að fjölgun kristinna
megi líkja við sprengingu; á hverjum
sunnudegi sé nú fleira fólk í kirkju í
Kína en í kirkjum Evrópu.
Oft er sagt að Kínverjar séu al-
mennt lítt trúhneigðir, þeir leggi
mest upp úr siðaboðskap Konfúsíus-
ar og forfeðradýrkun. Stjórnvöld í
Peking segja að aðeins séu 25 millj-
ónir kristinna í Kína en aðrir heim-
ildarmenn segja að sú tala sé út í
hött. Raunverulega talan sé a.m.k.
60 milljónir og hugsanlega mun
hærri.
Ekki hátt hlutfall hjá um 1300
milljóna þjóð. En þá ber að minna á
að kristnin var eins og önnur trúar-
brögð bönnuð, trúboðar reknir úr
landi eftir valdatöku kommúnista
1949 og kristnir reyndar ofsóttir í tíð
Mao Zedongs. Enn er nemendum
innrætt guðleysi í grunnskólunum.
Horfið var frá þessari harðlínu-
stefnu á níunda áratugnum, nú seg-
ist kommúnistaflokkurinn hafa tekið
að sér að „verja og virða trúarbrögð
þar til að því kemur að trúin sem slík
hverfur“. Eftir sem áður mega þó
trúfélög ekki fara yfir ákveðna línu,
þau mega eingöngu starfa í húsa-
kynnum sínum. Nýlega var lögregl-
unni sigað á kristna sem iðkuðu trú
sína á götu í Peking.
Opinbert og neðanjarðar
Mótmælendakirkjur eru mun öfl-
ugri en kaþólska kirkjan í Kína, þær
starfa nú að hluta til opinberlega.
En oft starfa deildir þeirra sjálf-
stætt á laun og eru alls ekki á þeim
buxunum að hlýða fyrirmælum yfir-
manna sinna. Kaþólska kirkjan er í
reynd líka tvískipt, annars vegar
deild sem fær að vísu að álíta páfann
sinn æðsta fulltrúa í andlegum efn-
um en sver að öðru leyti flokknum
og ríkinu hollustu sína. Hin, sem er
stærri, starfar neðanjarðar og í
heimahúsum eða leynilegum stöð-
um, eins og flestar kirkjur kristinna
manna í landinu, lýtur á hinn bóginn
Páfagarði í öllu. Að sögn Gardans er
munurinn þó ekki eins mikill og
menn skyldu halda, á undanförnum
árum hafa deildirnar oft viðurkennt
biskupa hvor annarrar.
Öðru hverju sýnir Pekingstjórnin
samt klærnar. Hún hefur nýlega
skipað biskupa þvert á skoðanir
Páfagarðs sem hefur svarað með því
að bannfæra einn þeirra.
Kínverskir ráðamenn hafa, sem
kunnugt er, beitt liðsmenn líkams-
æfinga- og íhugunarhreyfingarinnar
Falun Gong mikilli harðneskju
gegnum tíðina, látið fangelsa og
pynta marga af þátttakendunum.
Þar voru innlend samtök á ferðinni,
samtök sem sumir töldu að væru
með 100 milljónir áhangenda og aug-
ljóst að flokkurinn taldi valdaein-
okun sinni ógnað. Kínverskir ráða-
menn álíta að hættan af kristninni sé
minni, kirkjudeildirnar eru margar
og þær oft innbyrðis ósammála. Ef
til vill verður í fyrstu látið duga að
hunsa þær að mestu.
En sumar af evangelísku kirkj-
unum, með sterkan bakhjarl í
Bandaríkjunum, leggja mikla
áherslu á að breiða út fagnaðar-
erindið. Útilokað virðist að þær geti
til lengdar sætt sig við skorðurnar
sem þeim eru settar í Kína.
Verða Kínverjar að
lokum kristin þjóð?
Boðskapur Jesú Fagnaðarerindi kristninnar virðist eiga greiða leið í
hjörtu Kínverja, hér syngur kór við miðnæturmessu í dómkirkju í Peking.
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Slagur ríkis-stjórn-arinnar við
forsetann heldur
áfram. Utanríkis-
ráðherrann segir
að orðaskipti Ólafs
Ragnars og Stein-
gríms J. megi
rekja til deilna í Alþýðu-
bandalaginu sáluga fyrir hart-
nær þremur áratugum. Össur
var þar líka og þekkir til. En
ekki bara hann. Hver og einn
ráðherra núverandi ríkis-
stjórnar á rót í Alþýðu-
bandalaginu nema Jóhanna
sem var á næsta bæ, Þjóðvaka,
og hefur alþýðubandalags-
mann, fyrrum formann Æsku-
lýðsfylkingarinnar, sem að-
stoðarmann til að bæta það
sem upp á vantar til að geta
talist fullgildur fortíðarmaður
úr Alþýðubandalaginu. En það
gamla bandalag, skilgetið af-
kvæmi íslenska Komm-
únistaflokksins, getur svo
sannarlega horft roggið um
öxl. Nær allir ráðherrarnir
koma þaðan, forseti Íslands
kemur þaðan og gamli aðstoð-
armaðurinn hans, seðla-
bankastjórinn, kemur þaðan
og jafnvel landlæknirinn kem-
ur þaðan. Þessu hefðu þeir
Einar og Brynjólfur aldrei trú-
að að hægt væri að ná fram
nema með blóðugri byltingu.
En þessi stórmerkilega
sögulega stað-
reynd er einnig
nýtileg í nútíman-
um. Hún skýrir vel
hvernig komið er
fyrir íslensku þjóð-
lífi og hvers vegna
þrengist svo mjög
að atvinnuhorfum,
fjárfestingum, frumkvæði og
áræði með hverjum degi sem
líður, undir þessu stjórn-
málalega oki. Fortíðardraug-
urinn úr Alþýðubandalaginu
gamla, sem hvarvetna glittir í,
hefur verið sjálfum sér trúr,
eins og drauga er háttur.
Hvarvetna í víðri veröld þar
sem stefna þess háttar flokka
setti sitt mark á þróun þjóðlífs
fór fljótlega að halla undan
fæti. Fyrirtækjarekstur ein-
staklinga var litinn hornauga.
Heilbrigð fjárfesting fékk
sama augnagot, og allt gert til
að drepa slíkt í dróma. Ofurtrú
á skattpíningu grípur um sig í
stjórnkerfinu og þegar hún
tekur að hægja á atvinnulífi og
draga úr vinnugleði er úrræði
trúaðra að bæta úr með því að
auka enn á píninguna. Alþýðu-
bandalagið lagði upp laupana
sem betur fer. En einstæðar
aðstæður í landinu veittu því
óvænt framhaldslíf eftir dauð-
ann, undir nýju nafni og núm-
eri. Brátt snýr draugurinn aft-
ur í sína dys, en dýrt varð
innlit hans í mannheima.
Sérhver ráðherra
núverandi
ríkisstjórnar á rót
í Alþýðubandalaginu
nema Jóhanna sem
var þar nærri}
Horfir roggið um öxl
Ráðherrar nú-verandi rík-
isstjórnar hafa tek-
ið upp þann ósið að
svara helst engu,
veita stundum
rangar upplýsingar
og í besta falli að veita eins litl-
ar upplýsingar og þeir komast
upp með. Allt er þetta gert í
nafni hinnar gagnsæju stjórn-
sýslu sem ríkisstjórnin lagði
mikla áherslu á í stefnulýsingu
sinni.
Í fyrradag innti Ólöf Nordal
alþingismaður Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra eftir
viðbrögðum við aðfinnslum for-
seta Íslands við afstöðu og
gjörðum ríkisstjórnarinnar í
Icesave-málinu. Ólöf spurði
þriggja spurninga: Hvaða skoð-
un forsætisráðherra hefði á
ummælum forseta, hvort for-
sætisráðherra teldi forseta
hafa farið út fyrir umboð sitt og
hvort forsætisráðherra ætlaði
að láta það fram hjá sér fara að
forseti saki ríkisstjórnina um
að gæta ekki hagsmuna þjóð-
arinnar eða hvort það sé að
meinalausu fyrir ríkisstjórnina
að forseti tali svo í hennar nafni
utan landsteinanna.
Allt eru þetta spurningar
sem eðlilegt hlýtur
að teljast að for-
sætisráðherra
svari þinginu, en
Jóhanna lét það
eiga sig. Hún sagði
aðeins að hún hefði
sagt fjölmiðlum að hún teldi
forsetann hafa vegið ómaklega
að stjórnvöldum og að hún
mundi ræða það við hann, en
neitaði að fjalla efnislega um
málið.
Engan þarf að undra þegar
forsætisráðherra kemur fram
af slíkri óvirðingu við þingið þó
að stjórnarandstaðan á þingi
hafi áhyggjur af frumvarpi for-
sætisráðherra sem gerir ráð
fyrir að færa völd frá Alþingi til
stjórnarráðsins. Þegar þing-
menn reka sig ítrekað á að ráð-
herrar gera ekkert með fyr-
irspurnir þeirra eða óskir um
viðveru í þingsal, svo dæmi séu
tekin, er eðlilegt að þingmenn
hafi varann á þegar forsætis-
ráðherra ætlar að sölsa undir
sig aukin völd. Forsætisráð-
herra og flokkur hans hefur
löngum talað fyrir því að
treysta stöðu Alþingis. Lítils-
virðingin gagnvart þingmönn-
um og þingstörfunum segir
aðra sögu.
Forsætisráðherra
gerir ekkert
með fyrirspurnir
þingmanna}
Þingið hunsað
Þ
ó að ég sé bráðungur, eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd þekki ég
allmarga sem eru á miðjum aldri
og á því auðvelt með að setja mig í
þeirra spor. Eitt af því sem ég hef
tekið eftir í þeirra fari er að eftir því sem árin
færast yfir þá verða þeir líka yfirvegaðri og
rólyndari og um leið hamingjusamari. Þetta
síðarnefnda, að hamingja færist yfir fólk eftir
því sem árunum fjölgar, er ekki ný sannindi –
þetta er löngu vitað, rannsakað og sannað.
Þannig hafa rannsóknir gefið til kynna að fólk
verði óhamingjusamara frá barnæsku fram á
miðjan aldur, en síðan taki hamingjusólin að
rísa og nái hámarki um það leyti sem ævisólin
hnígur til viðar.
Af hverju málum er svo háttað er ekki eins
ljóst, en hugsanleg svör eru legíó. Eitt er það
að hamingjan aukist vegna þess að sá miðaldra átti sig á
að hann sé ekki eilífur og njóti fyrir vikið betur hvers
dags. (Í þessu sambandi læt ég eins og tilgátan um að all-
ir séu dauðlegir sé sönn, en eins og almennt er vitað þá
er það bara tilgáta sem verður ekki sönnuð fyrr en allir
eru dauðir.)
Önnur skýring, og kannski nærtækari, gæti verið sú
að þegar komið er á miðjan aldur eru hjónin loks laus við
uppreisnargjarna unglinga af heimilinu og fátt betur til
þess fallið að skapa hamingju en heimilisfriður. Enn
hugsanleg skýring gæti líka verið að hinn miðaldra sér
fyrir endann á húsnæðisláninu eða er búinn að átta sig á
honum endist hvort eð er ekki aldur til að
borga af því eða af námslánunum og kærir sig
því kollóttan.
Segja má að fyrsti hluti ævinnar fari í að
reyna að verða eitthvað, annar hlutinn að átta
sig á að maður sé orðinn eitthvað og þriðji og
síðasti hlutinn að sæta sig við niðurstöðuna.
Það má vel vera að ein helsta skýring á aukn-
ingu hamingju eftir aldri sé einmitt vegna
þess að viðkomandi sé loks búinn að átta sig á
því að ekki verður lengra komist upp met-
orðastigann og því ekki ástæða til að erfiða
meira: Hér er ég og hef það bara fínt, hugsar
viðkomandi makindalega með sér og teygir
sig í vínarbrauðið eða gulrótina, eftir því sem
við á. Ég mun aldrei ná á kirkjuþing, verða
Íslandsmeistari í krullu, skrifa metsölu-
matreiðslubók eða komast í stjórnlagaráð og
er það ekki hið besta mál?
Nú verð ég að hryggja þig með því, kæri lesandi, að ef
þú ert yngri en fimmtugur ertu enn á leið niður í táradal-
inn, þín verstu ár eru framundan. Það er þó ekki ástæða
til að örvænta, því þó að þér finnist kannski lítil huggun í
því að hugsa til þess að allt fari á betri veg eftir því sem
þú eldist þá er sú raunin, bíddu bara.
Ef þú ert aftur á móti kominn yfir fimmtugt hefur
hamingjuhjólið tekið að snúast þér í hag, þér líður betur
og mun líða betur með hverju árinu, nýtur hvers dags
eins og hann sé sá síðasti, eða næstsíðasti, og, ef tilgátan
er rétt, deyrð síðan saddur lífdaga. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Hamingjuríkt ævisíðdegi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Heimildarmenn segja að mikill
innileiki og sönn trúarþörf ein-
kenni samkomur kristinna
manna í Kína. Fólkið er af öllu
tagi, oft ungt og velefnað fólk í
borgunum í leit að lífsfyllingu í
lífsgæðakapphlaupinu en einnig
blásnauðir smábændur úti á
landsbyggðinni.
Ung og velmenntuð kona
sagði Gardan að allir væru svo
önnum kafnir í vinnunni, enginn
tíma til að eiga mannleg og ein-
læg samskipti. „En í kirkjunni
finnur fólk hlýju, finnst að það
sé velkomið... að fólk elski það í
reynd og vill þess vegna verða
hluti af þessu samfélagi.“
Finna hlýju
og kærleika
UNGIR KÍNVERJAR Í KIRKJU