Morgunblaðið - 14.09.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
✝ Sveinn ÁkiÞórðarson
fæddist í Kaup-
mannahöfn 1. ágúst
1922. Hann lést 16.
ágúst 2011.
Hann var sonur
hjónanna Þórðar
Benediktssonar og
Önnu Kamillu
Benediktsson, f.
Hansen, þau fluttu
til Vestmannaeyja
þegar Sveinn var á öðru ári. Þau
Anna Kamilla og Þórður eign-
uðust fimm börn og var Sveinn
elstur þeirra. Næst elst var Ásta
Benedikta, sem er látin, þá bræð-
urnir Björn Víkingur og Baldur,
en Regína lést við fæðingu.
Sveinn kynntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Mörthu Sigurð-
ardóttur, í Vestmannaeyjum árið
1943 og hófu þau fljótt búskap en
fyrstu árin bjuggu þau í Nýjabæ
hjá foreldrum Mörtu en fluttu frá
Vestmannaeyjum
til Reykjavíkur
1951.
Börn þeirra
Sveins og Mörthu
eru: Þórður Ben,
fæddur 1945, eig-
inkona hans er Kar-
ólína Kristinsdóttir.
Þau búa í Düssel-
dorf í Þýskalandi.
Anna, fædd 1950,
eiginmaður hennar
er Pétur Kristjánsson. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Sveinn eignaðist einnig dótt-
urina Ásgerði Hrönn, sem fædd
er 1968. Eiginmaður hennar er
Vignir Ólafsson og eru þau bú-
sett í Reykjavík.
Sveinn starfaði hjá Rafmagns-
eftirliti ríkisins sem rafmagns-
eftirlitsmaður frá 1951 og allan
sinn starfsferil eftir það.
Úför Sveins fór fram frá Foss-
vogskirkju þann 26. ágúst 2011.
Ég kynntist Sveini fyrst eftir að
við vorum báðir komnir á virðu-
legan aldur. Við spiluðum árum
saman golf, hópur manna, og
Sveinn var sá sem hélt þeim hópi
saman. Aldrei bar skugga á þá
samveru, ekki einu sinni í hita
leiksins, og var það ekki síst Sveini
að þakka hve góður félagsskapur
það var.
Gömlu ævintýrin byrjuðu
gjarnan á orðunum: „Einu sinni
var“ og þá setti mann strax hljóð-
an. Og þannig var það þegar
Sveinn talaði, menn lögðu við
hlustir. Frásagnir hans höfðu oft
yfir sér ævintýrablæ og urðu jafn-
an til að skapa skemmtilega
stemmningu í hópnum.
Sveinn var þó fyrst og fremst
góður maður sem lét sér annt um
kunningja sína og vini og sýndi
þeim ræktarsemi. Þegar ég varð
fyrir áfalli á golfvellinum fyrir
nokkrum árum urðu árvekni hans
og hárrétt viðbrögð til að bjarga
lífi mínu, og mátti þar engu muna.
Ég kveð Svein í virðingu og
þökk og sendi eiginkonu hans og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Sveins Áka
Þórðarsonar.
Bragi Jónsson.
Sveinn Áki
Þórðarson ✝ Þorsteinn Þor-valdsson fædd-
ist í Reykjavík 12.
júní 1943. Hann
lést á heimili sínu
þann 27. ágúst
2011.
Foreldrar Þor-
steins voru Þor-
valdur Þor-
steinsson, f. 6.
desember 1917, d.
22. janúar 1998, og
Guðrún Tómasdóttir, f. 10.
október 1918, d. 25. júní 2000.
Systkini Þorsteins eru Halldóra
Anna, Guðrún Ragnheiður og
Tómas.
Eftirlifandi eiginkona Þor-
steins er Þorbjörg Birna Valdi-
marsdóttir f. 29.11. 1945. For-
eldrar hennar voru Valdimar
Þórhallur Karl Þorsteinsson f.
2. febrúar 1921, d. 26. október
1981 og Sigrún Guðbjörns-
dóttir f. 28. desember 1921, d.
17. apríl 2004. Börn þeirra eru:
1) Þorvaldur Þorsteinsson, f.
11. júní 1963, eiginkona hans
er Sonja María Hreiðarsdóttir
og eiga þau tvö börn a) Þor-
meðan þau bjuggu í Vest-
urbænum hóf Þorsteinn bygg-
ingaframkvæmdir á lóð við
Espilund 5 í Garðahreppi, nú
Garðabæ, og flutti fjölskyldan
þangað árið 1973. Árið 1972
keypti Þorsteinn Elg hf., sem
saumaði herrafrakka fyrir
herrafataverslanir í Reykjavík.
Sú starfsemi var ekki auðveld á
þessum árum eftir að fríversl-
unarsamningur EFTA þjóða
tók gildi og að lokum breytti
Elgur hf. um starfsemi, hætti
saumaskap en varð að innflutn-
ingsfyrirtæki. Næstu fimmtán
árin ráku þau hjónin heild-
verslun auk þess að reka versl-
un samhliða. Hjónin söðluðu
svo um og ráku gistiheimili fyr-
ir Guðmund Jónasson hf. í
nokkur ár. Síðustu 14 árin
starfaði Þorsteinn sem örygg-
isvörður í Seðlabanka Íslands.
Þorsteinn starfaði innan Lions-
hreyfingarinnar og var áður
meðlimur í Lionsklúbbnum
Ægi og formaður hans 1980-
1981.
Útför Þorsteins var gerð í
kyrrþey 13. sept. 2011.
björgu b) Frey. 2)
Margrét Sigrún
Þorsteinsdóttir f.
13. maí 1973, eig-
inmaður hennar er
Arnar Birgisson og
eiga þau þrjú börn
a) Þorstein Karl, b)
Ágústu Ingu, c)
Guðrúnu Láru.
Þorsteinn ólst
upp á Nesveginum
í Reykjavík. Þor-
steinn var alla tíð KR-ingur í
húð og hár og stundaði flestar
íþróttir með félaginu og þá sér-
staklega skíði með skíðadeild-
inni í Skálafelli og badminton.
Þegar Þorsteinn var 18 ára fór
hann í tveggja ára versl-
unarnám til Lundúna. Eftir
heimkomuna réð hann sig í
Herrabúðina í Austurstræti þar
sem hann varð verslunarstjóri.
Þorsteinn kynntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Þorbjörgu
strax í barnæsku og giftu þau
sig sumarið 1964 og hófu sinn
búskap á Grensásvegi. Fluttu
þau fljótlega á Lynghaga 16
þar sem þau bjuggu í 8 ár. Á
Enginn skal heyra mig kveina eða
kvarta,
kvöldsólin brýst gegnum skýflóka
svarta;
huganum lyftir í hæðirnar vorið,
hallar til vesturs og léttir mér sporið.
Þokunni léttir, nú þekki ég fjöllin,
þar sem ég barðist við álfana og
tröllin.
Villtan og örmagna vinir mig fundu, –
í víngarðinn komst ég á elleftu
stundu.
(K.N.)
Ég mun alltaf elska þig, pabbi
minn, þín er sárt saknað.
Sigrún.
Þorsteinn Þorvaldsson eða
Steini er í barnsminninu stóri
frændinn í hópi frændsystkina
okkar sem þá bjuggu á Nesvegin-
um og síðar í Arnarnesinu og komu
alltaf ásamt föðurfjölskyldunni í
pönnukökukaffi upp til guð-ömmu
á sunnudögum, ömmu okkar Guð-
rúnar Þorgrímsdóttur, sem svo
lengi sem hún lifði bjó uppi í sama
húsi og við, fyrst í Bröttugötunni
og seinna í Skerjafirðinum. Steini
frændi var þar, svo kátur alltaf,
hlýlegur og notalegur við okkur
yngra fólkið og þar að auki svona
sætur strákur með dökka liðaða
hárið, miklu flottari en þessir út-
lensku á leikaramyndunum sem
við söfnuðum um tíma og þá feng-
ust í frímerkjabúð í Lækjargötu.
Á unglingsárunum kynntumst
við því einnig hvað hann var dug-
legur og samviskusamur í starfi.
Hann var þá hægri hönd föður okk-
ar, sem á þeim árum rak þrjár
herrafataverslanir og snyrtivöru-
verslun í miðbænum auk Elgs hf
þar sem aðallega voru saumaðir
herrarykfrakkar. Ár eftir ár stóð-
um við hlið við hlið, oftast í jólaös-
inni í Herrabúðinni í Austurstræti,
og seldum randsaumaða enska skó
og sokka með, vandaða skyrtu og
bindi við, stakar buxur og ullar-
peysu eða vesti með, stakan jakka
eða jakkaföt og þá helst Elgs-
frakka yfir. Steini frændi leið-
beindi, fylgdist með og sá um að öll
herlegheitin pössuðu nú til að við-
skiptavinirnir færu ánægðir út og
kæmu vonandi aftur. Að föður
okkar látnum keypti hann Elg hf
og rak ásamt sinni góðu eiginkonu
Þorbjörgu, fyrst með svipuðu
sniði en síðar um árabil í öðru
formi.
Við áttum einstaklega góða
stund saman eitt fallegt sólskins-
kvöld í júlí síðast liðnum, stór hóp-
ur úr þessari fjölskyldu, á griða-
stað okkar allra í hrauninu sunnan
við Þingvallavatn. Þar vorum við
samankomin afkomendur ömmu
Guðrúnar og afa Tómasar ásamt
fjölskyldum okkar. Tómas föður-
bróðir okkar nú elstur en við
systkinabörnin fulltrúar næst
elstu kynslóðarinnar, börnin okk-
ar flest löngu fullorðið fólk en önn-
ur um eða rétt yfir unglingsald-
urinn. Hópur barnabarna eða
barnabarnabarna ærsluðust í
kvöldkyrrðinni og allir voru ein-
staklega ánægðir að hittast loks-
ins.
Steini frændi, kátur og notaleg-
ur að vanda, sagðist njóta þess
sérstaklega að vera nú hættur að
vinna og hafa meiri tíma til að
sinna fjölskyldunni, veiðinni og
ýmsum öðrum áhugamálum. Sá
tími varð því miður styttri en
nokkurn grunaði þar. Við munum
sakna hans en eiga í minningunni
fallega mynd þar sem hann dólar í
makindum á bátnum úti á silfur-
sléttu vatninu, fylgist með okkur
hinum úr fjarska og sér hvort
hann verður ekki var.
Við sendum öllum hans nán-
ustu innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún og
Þórunn Sigríður,
Þorgrímsdætur.
Kær vinur, Þorsteinn Þor-
valdsson eða Steini hennar Tobbu
eins og hann var alltaf nefndur í
okkar vinahópi, er fallinn frá.
Andlát hans bar svo brátt að, að
mann setti hljóðan um stund.
Fáum dögum áður höfðum við
verið í kvöldverðarboði hjá þeim
hjónum.
Steini var góðum gáfum gædd-
ur og áttum við skemmtilegar og
gefandi umræður um allt milli
himins og jarðar, oftar en ekki
heimsmálin eða pólitík. Hann
hafði sterkar skoðanir á mönnum
og málefnum en var réttsýnn og
virti skoðanir annarra.
Steina verður sárt saknað í
okkar hópi þar sem vináttan hefur
staðið yfir í nær hálfa öld.
Við þökkum yndislegar sam-
verustundir sem aldrei hefur bor-
ið skugga á.
Guð styrki Tobbu, Sigrúnu,
Þorvald og þeirra fjölskyldur.
Sigurbjörg og Sigurður.
Agnar og Ólafía.
Það er ótrúlega stutt síðan við
heilsuðumst öll, í júlí. Þau innilega
kát að koma af velheppnuðu ætt-
armóti föðurættar Þorsteins á
Siglufirði og við Dónald innilega
kát yfir að eiga nokkra sumar-
daga með Steina og Tobbu. Já,
það var glatt á Karlsrauðatorgi –
sól skein í heiði, Látrastöndin
geislandi fögur og Eyjafjörðurinn
skartaði öllu sínu besta. Við heim-
sóttum Árskógsströnd, Hauganes
– Hjalteyri og Akureyri. Drukk-
um í okkur kaffi og listastrauma í
menningarhúsunum Bergi og
Hofi. Aldeilis himinsæl með vina-
hjónunum okkar kæru. Við Dó-
nald erum innilega þakklát for-
sjóninni fyrir að hafa fengið á
miðjum aldri að kynnast hjónun-
um Þorsteini og Þorbjörgu og
eiga æ síðan að hjartans vinum.
Vitur maður sagði: „Líf án vináttu
er einskisnýtt.“
Þorsteinn Þorvaldsson, vinur-
inn okkar góði, var mikið glæsi-
menni sem tekið var eftir hvar
sem hann fór. Alltaf óaðfinnan-
lega klæddur, fagurhærður, með
sitt karlmannlega yfirbragð,
minnti hann um margt á enskan
lávarð eða fræga „Holly-
woodstjörnu“.
Steini var með afbrigðum
minnugur og fróður maður, hann
las mikið bæði í blöðum og bókum
og átti auðvelt með að miðla fróð-
leik til okkar hinna. Vakandi um
samtímann – ljóðelskur og gat
farið á flug þegar góðar vísur og
ljóð voru annars vegar. Beittur og
beinskeyttur ræddi hann líðandi
stund – menn og málefni. Alltaf
sannur og trúr sjálfum sér.
Þorsteinn var ungur þegar ást-
in hans, hún Þorbjörg vinkona
mín, kom inn í líf hans. Þau
klæddu hvort annað ótrúlega vel,
svo skínandi bæði tvö. Þau voru
sálufélagar og hjartans vinir. Fal-
legra hjónasamband en þeirra er
vandfundið. Í lífsins ólgusjó stóðu
þau styrk og studdu hvort annað í
blíðu og stríðu. Og alltaf lýsti ástin
þeim veginn. Gleðigjafarnir
þeirra, börnin tvö, Þorvaldur og
Sigrún, og fjölskyldur þeirra bera
foreldrum sínum einstaklega fag-
urt vitni.
Þorsteinn vinur okkar var
sannarlega hamingjunnar maður.
Nú er hann farinn. Við Dónald
kveðjum með orðum þjóðskálds-
ins Matthíasar Jochumssonar:
„Aldrei er svo bjart yfir öðling-
smanni að eigi geti syrt eins svip-
lega og nú – og aldrei svo svart yf-
ir sorgarranni að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.“
Guð blessi Þorstein Þorvalds-
son. Guð umvefji þá sem hann
unni.
Helga Mattína og Dónald,
Dalvík.
Þorsteinn Þorvaldsson
Ljúfar stundir bernsku- og
æskuáranna rifjast upp þegar
heiðurskonan Sigríður Beinteins-
dóttir, yndisleg vinkona móður
minnar, er kvödd. Mamma og
Sigga voru mikið saman – með
börnin sín – í saumaklúbb með
góðum vinkonum og á stórum
stundum í fjölskyldunum. Það var
alltaf kátt á hjalla í návist Siggu
Beinteins – hún var geislandi kona
– létt á fæti og létt í lund. Ég sé
fyrir mér húsmóðurina Sigríði,
brosandi með flotta svuntu í rúm-
góða eldhúsinu á Langholtsvegin-
um. Alltaf fullt af gestum – kaffi á
könnunni og gleðin við völd. Sigga
og Valur maðurinn hennar voru
falleg hjón og mikið ástríki á milli
þeirra. Þau eignuðust fjóra mynd-
arsyni. Á heimilinu bjó lengi María
– móðursystir Siggu – í mínum
huga var hún einskonar „engill“,
umvefjandi – þolinmóð og blíð við
okkur krakkana.
Sigríður
Beinteinsdóttir
✝ Sigríður Bein-teinsdóttir
fæddist 25. júlí
1913. Hún lést á
hjúkrunardeild V2
á Grund 1. sept-
ember 2011.
Útför Sigríðar
Beinteinsdóttur var
gerð frá Langholts-
kirkju 9. september
2011.
Við Óli Már, næst
yngsti sonurinn á
heimilinu, vorum
miklir leikfélagar. Ég
elskaði að fara með
mömmu til Siggu
Beinteins. Leika við
Óla Má – hlusta á
skemmtilegu kon-
urnar í eldhúsinu
spjalla saman og
toppurinn var þegar
þær Sigga og Gunna
systir hennar settust við píanóið og
léku fjórhent. Systurnar Sigríður
og Guðrún voru einstaklega sam-
rýmdar í lífi og leik og báðar miklir
tónlistarunnendur. Varla var það
boð að þær væru ekki beðnar um
að spila nokkur lög.
Það er ekkert voðalega langt
síðan Birna systir mín og ég heim-
sóttum Siggu, þessa kæru vinkonu
móður okkar, á Elliheimilið Grund.
Sigga fullorðin kona, komin á tí-
ræðisaldurinn, ótrúlega ungleg –
enn með sitt stelpulega yfirbragð –
geislandi og brosmild. Hamingju-
söm með allt sitt eins og forðum í
eldhúsinu á Langholtsveginum.
Mikil ættmóðir. Við Birna systir
mín þökkum Sigríði Beinteinsdótt-
ur fyrir hennar hlut í dásamlegum
minningabrotum. Guð veri með
Sigríði Beinteinsdóttur. Guð veri
með öllum stóra afkomendahópn-
um hennar.
Helga Mattína Björnsdóttir.
Elsku amma Þura, okkur langar
að þakka fyrir tímann sem við
fengum með þér, það er svo tóm-
legt núna þegar þú ert farin því þú
hafðir alltaf tíma fyrir okkur og
Þuríður
Benediktsdóttir
✝ Þuríður Sig-urrós Bene-
diktsdóttir fæddist
4. maí 1915 á Hömr-
um í Haukadal. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans 31.
ágúst 2011.
Útför Þuríðar fór
fram frá Kvenna-
brekkukirkju 10.
september 2011.
hikaðir ekki við að
taka þátt í alls konar
ævintýrum með okk-
ur. Þó þú værir kom-
in yfir árin 70 fórstu
með okkur í tjald-
ferðalag úti í Svíþjóð,
í tívolí, hámaðir í þig
stórt candy floss,
fórst í parísarhjólið
og í ævintýraferð til
Danmerkur, alltaf til
í tuskið. Já, þú skilur
eftir þig skarð en nú hittir þú allt
fólkið þitt sem fór á undan.
Takk fyrir ljúfar minningar og
allt.
Kristjana og Kristján.
✝
Okkar ástkæri
GUÐJÓN BJARNASON,
Snælandi 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 12. september.
Gunnur Jónasdóttir,
Þuríður Guðjónsdóttir, Þórhallur Vigfússon,
Daníel Þórhallsson,
Elísabet Þórhallsdóttir.
✝
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
JÓEL JÓNSSON,
Lindargötu 57,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku-
daginn 7. september.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
15. september kl. 13.00.
Þórdís Elín Jóelsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
✝
Okkar ástkæri
STEFÁN GUÐMUNDSSON
fyrrverandi alþingismaður,
Sauðárkróki,
sem lést laugardaginn 10. september, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju mánu-
daginn 19. september kl. 15.00.
Ómar Bragi Stefánsson, María Björk Ingvadóttir,
Hjördís Stefánsdóttir, Kristinn Jens Sigurþórsson,
Stefán Vagn Stefánsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir
og barnabörn,
Margrét Jónsdóttir og synir.