Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
✝ Elfa Ólafsdóttirfæddist á Laug-
arvatni, Árnes-
sýslu, 23. janúar
1938. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 3.
september 2011.
Foreldrar hennar
voru Svanborg
Þórdís Ásmunds-
dóttir húsmóðir, f.
11. febrúar 1905 á
Neðra-Apavatni, Gríms-
neshreppi, d. 4. apríl 1988 og
Ólafur Ketilsson sérleyfishafi, f.
15. ágúst 1903 á Álfsstöðum á
Skeiðum, d. 9.júlí 1999. Systkini
Elfu eru: 1) Ásrún, f. 11. júní
1931, maki Þórhallur Jónsson,
f. 1. október 1927. 2) Katla
Kristín, f. 10. október 1934,
maki Frosti Bjarnason, f. 21.
janúar 1930. 3) Börkur, f. 15.
febrúar 1949, maki Marta
Karlsdóttir, f. 4. janúar 1963.
Proppé, f. 7. nóvember 1968. 3)
Sigrún Laufey, f. 21. desember
1972. Hennar sonur er Víðir
Davíð Krogsgaard, f. 5. desem-
ber 1998.
Elfa tók landspróf frá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni.
Haustið 1955 hóf hún nám við
Samvinnuskólann á Bifröst og
var í fyrsta árgangi skólans
þegar hann var fluttur á Bif-
röst. Þaðan útskrifaðist hún 1.
maí 1957. Síðan lá leiðin í Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni
og lauk hún þar námi vorið
1958. Hún hélt áfram að
mennta sig og sótti ýmis nám-
skeið. Þegar hún flutti til
Reykjavíkur haustið 1958 hóf
hún störf á skrifstofu fjár-
máladeildar SÍS. Hún starfaði
hjá Norræna húsinu í Reykjavík
um árabil. Seinna vann hún sem
bókari hjá Kristjáni G. Gíslasyni
hf. og bókari hjá Prentsmiðj-
unni Eddu.
Útför Elfu fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag, 14. sept-
ember 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
Elfa giftist 18.
október 1958 Sig-
urði Guðna Sig-
urðssyni frá Skaga-
strönd, f. 31. maí
1936. Foreldrar
hans voru Laufey
Helgadóttir, f. 6.
ágúst 1914 á Há-
reksstöðum í Norð-
urárdal, d. 4. jan-
úar 1983 og
Sigurður Hermann
Magnússon, f. 25. desember
1902 í Reykjavík, d. 12. janúar
1990. Bróðir Sigurðar er Helgi
Ingi Sigurðsson, f. 5. janúar
1941. Börn Elfu og Sigurðar
eru: 1) Ólafur Elfar, f. 4. sept-
ember 1963, maki Snædís Vals-
dóttir, f. 4. desember 1962. Þau
eiga tvo syni, Snæbjörn Val, f.
29. september 1992 og Véstein
Þrym, f. 17. október 1995. 2)
Svanborg Þórdís, f. 5. febrúar
1967, maki Óttarr Ólafur
Móðir mín, Elfa Ólafsdóttir,
fæddist á Laugarvatni í Árnes-
sýslu. Hún ólst upp í Svanahlíð á
heimili foreldra sinna þar sem
gestum var ætíð tekið opnum
örmum. Alltaf var mikið um að
vera á heimilinu, erill og gesta-
gangur sumar sem vetur. Æsku
sinnar minntist hún ætíð með
mikilli hlýju. Faðir hennar var
þjóðsagnapersóna í lifanda lífi,
þekktur fyrir mikið skap en einn-
ig góðmennsku og var hann
ávallt tilbúinn til að rétta fólki
hjálparhönd sem á þurfti að
halda. Hann var þekktur fyrir
góðlátlega gamansemi, hnyttni
og meinhæðin tilsvör sem oft
fóru sem eldur í sinu um landið
og lifa mörg enn. Móðir hennar
var sérlega glæsileg kona, glað-
lynd og lífsglöð með mikla kímni-
gáfu og stórt hjarta. Gott var að
sækja hana heim, syngja með
henni og spila spil. Þessa mann-
kosti þeirra erfði móðir mín í rík-
um mæli og nutu margir góðs af.
Móðir mín ólst upp á einu af þeim
fáu heimilum á landinu sem hafði
framfæri sitt af ferðaþjónustu
allt árið um kring en auk þess
stundaði faðir hennar umfangs-
mikla verktakastarfsemi á sumr-
in í formi vega- og jarðvinnu með
eigin tækjum. Fjölskyldan var
mjög samheldin og tók móðir mín
virkan þátt í öllu því sem til þarf
til að starfsemi sem þessi blómg-
ist.
Haustið 1955 hóf hún nám í
Samvinnuskólanum á Bifröst og
þar kynntist hún föður mínum,
Sigurði Guðna Sigurðssyni frá
Skagaströnd. Þar varð ást við
fyrstu sýn, hún kom að sunnan,
hann kom að norðan og þarna
hittust þau á miðri leið. Þau út-
skrifuðust 1. maí 1957 og 4. maí
settu þau upp hringana. Þau
ákváðu að fara saman í gegnum
lífið og styðja hvort annað með
ráðum og dáð sem og þau gerðu í
tæp 53 ár. Foreldrum mínum
þótti ákaflega vænt um staðinn
Bifröst, þarna hafði ást þeirra
blómstrað á sínum tíma og þar
eignuðust þau góða ævivini. Í
áraraðir leigðu þau þar sumarbú-
stað og átti fjölskyldan þar
margar góðar stundir.
Árið 1957-1958 stundaði hún
nám við Húsmæðraskólann á
Laugarvatni og bjó í foreldrahús-
um í heilt ár. Skólasystur hennar
úr Húsmæðraskólanum hafa
haldið mjög vel hópinn allar göt-
ur síðan. Á meðan hún var í námi
á Laugarvatni var faðir minn í
Reykjavík, þar sem hann vann
hjá Samvinnutryggingum g.t. og
fór austur með rútunni á Laug-
arvatn um hverja helgi að hitta
hana, hvernig sem viðraði.
Þann 18. október 1958 giftu
þau sig á Laugarvatni og hófu
búskap í Reykjavík. Hún hóf
störf hjá fjármáladeild SÍS, vann
hjá Norræna húsinu og annaðist
síðar bókhald hjá heildsölu og
seinna hjá prentsmiðju. Eftir að
hún hætti á vinnumarkaðnum
var hún mjög ötul við að sækja
ýmis námskeið og afla sér þekk-
ingar og endurmenntunar. Hún
grúskaði mikið og las sér til á
ensku, dönsku og íslensku. Hún
nýtti sér óspart nýjustu tölvu-
tækni, nýjungar í ljósmyndun og
öðru til að sinna fjölbreyttum
áhugamálum sínum.
Ég kveð hana með djúpum
söknuði.
Ólafur Elfar Sigurðsson.
Elskuleg móðir okkar, Elfa
Ólafsdóttir, er látin eftir langa og
hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Móðir okkar var afskaplega
lífsglöð kona, síbrosandi, hlátur-
mild og umvafði okkur hlýju og
kærleika. Það eru forréttindi að
hafa átt slíka móður. Faðir okkar
sagði það oftar en einu sinni að
sín mesta gæfa í lífinu hefði verið
þegar hann kynntist henni. Þau
voru nánir vinir, mjög samrýmd
og kærleikar miklir þeirra á
milli. Móðir okkar hafði mikið
yndi af barnabörnum sínum og
þótti þeim afskaplega vænt um
ömmu sína. Hún hafði sérstakt
yndi af þjóðlegum fróðleik, sagn-
fræði, landafræði, íslenskri
menningu, Íslendingasögum og
af því að lesa sér til og skoða
bækur um land og þjóð. Hún
kunni ógrynni vísna og kvæða og
söng ósjaldan með útvarpinu.
Henni fannst gaman að taka ljós-
myndir, lærði útskurð og unni
ýmsu grúski. Hún saumaði og
prjónaði mikið. Hún hugsaði vel
um heilsuna og hafði gaman af að
ferðast. Til dæmis heimsóttu for-
eldrar okkar oft föðurbróður
okkar, Helga Inga, sem búsettur
var í Hamborg í Þýskalandi. Þau
ferðuðust með honum til nær-
liggjandi landa og voru þessar
ferðir þeim sérlega ánægjulegar
og ógleymanlegar.
Í desemberlok 2010 greindist
móðir okkar með bráðahvítblæði
og hófst þegar mjög erfið ónæm-
isbælandi lyfjameðferð. Var hún
svo óheppin að fá alvarlega
lungnabólgu auk noroveiru sem
olli því að hún missti fljótlega
meðvitund. Viku síðar var okkur
tilkynnt á fjölskyldufundi með
læknum að það væru nánast eng-
ar líkur á að hún kæmist á ný til
meðvitundar. Strax að honum
loknum heimsóttum við systurn-
ar hana, stóðum hvor sínum meg-
in við hana, héldum í hendur
hennar og sögðum henni
skemmtilegar sögur. Þá gerðist
það kraftaverk að móðir okkar
opnaði lítillega augun, fór að
hlæja með veikum mætti. Krafta-
Elfa Ólafsdóttir verkið hélt áfram og náði húnsmám saman það góðri heilsu að
hún gat farið í langar gönguferð-
ir, heimsótt vini og ættingja og
ferðast um. En því miður kom í
ljós í sumar að sjúkdómurinn
væri óyfirstíganlegur og
ákváðum við þá að halda á æsku-
slóðir yfir helgi. Þar áttum við
nánasta fjölskyldan saman ljúfar
stundir. Þessi ferð var henni
ákaflega dýrmæt og er okkur öll-
um mjög kær í minningunni.
Hetjulegri baráttu hennar við ill-
vígan sjúkdóm er nú lokið. Ein-
kunnarorð hennar í þessari bar-
áttu voru: Aldrei að gefast upp.
Hún sýndi aðdáunarvert æðru-
leysi í veikindunum. Þessi lífs-
kraftur, trúin á lífið, trúin á að
sigra vágestinn, var til staðar
fram á síðustu stundu. Aldrei var
neinn bilbug á henni að finna eða
vonleysi, sama hversu þungt
veikindin lögðust á hana. Faðir
okkar gerði allt sem hann gat til
að létta henni sjúkrahúsvistina
og sýndi ótrúlegan styrk. Alltaf
var hún í góðu skapi, smitandi já-
kvæð og þakklát fyrir umönnun
og innlit. Þetta lífsviðhorf hennar
í veikindunum hafði mikil og já-
kvæð áhrif á okkur og hjálpaði
okkur með henni í gegnum þetta
ferli.
Við kveðjum móður okkar með
söknuði en líka mikilli aðdáun og
þakklæti. Hún var okkur fyrir-
mynd og innblástur, góður vinur
í gegnum lífið.
Svanborg Þórdís Sigurð-
ardóttir og Sigrún Laufey
Sigurðardóttir.
Mágkona mín Elfa Ólafsdóttir
er nú horfin úr okkar sjáanlegu
veröld, blessuð sé minning henn-
ar, minning sem lifir um konu
sem ég þekkti yfir 50 ár og að
engu nema góðu, hún var létt-
lynd, aðsópsmikil persóna, fáguð
í framkomu, myndarleg húsmóð-
ir, vel upplýst og aldrei minnist
ég þess að við höfum nokkru
sinni átt í missætti af neinu tagi.
Elfa barðist hetjulega við
þann sjúkdóm sem síðar hafði yf-
irhöndina, gafst aldrei upp og
kvartaði aldrei, gerði sér grein
fyrir hversu alvarlegur sjúkdóm-
urinn var og vissi að ekki yrði
langt að leiðarlokum. Talaði um
hve þakklát hún væri fyrir þá
frábæru umönnun sem hún fékk
á Landspítalanum. Þetta var
þrautaganga sem nú er liðin og
friður ríkti yfir henni látinni.
Margs er að minnast á þessum
langa tíma þó í raun sé hann
stuttur og ekki hægt að rekja það
allt. Ljúfur tími var það t.d. þeg-
ar þau hjónin komu nokkru sinn-
um til Hamborgar er ég bjó þar.
Samvistin var mikils virði og
gaman í þeim ferðalögum sem
við fórum í saman um Þýskaland
og víðar og þá oft rifjaðir upp
fyrri tímar og ánægjustundir.
Kæri bróðir, Ólafur og Snæ-
dís, Svanborg og Óttarr, Sigrún,
Snæbjörn Vésteinn og Víðir. Ég
veit þið hafið misst mikið og
votta ykkur mína dýpstu samúð,
en veit að minningin um Elfu
mun lifa hjá ykkur og verða ykk-
ur styrkur í framtíðinni.
Systrum Elfu, fósturbróður og
fjölskyldum votta ég samúð mína
Helgi Ingi Sigurðsson.
Með hlýhug og virðingu kveðj-
um við skólasystur okkar úr
Lindinni á Laugarvatni, Elfu
Ólafsdóttur og þökkum allar
góðu samverustundirnar.
Þá horfði Guð á garðinn sinn,
hann greindi auðan reit
og sá þitt andlit ofurþreytt
er yfir jörð hann leit.
Þig örmum vafði hann undurblítt
og upp þér lyfti nær,
í garði Drottins dýrlegt er
því djásnin bestu hann fær.
Hann vissi hve þín þraut var þung,
hve þjáningin var hörð,
þú gengir aldrei aftur heil
með okkur hér á jörð.
Hann sá að erfið yrði leið
og engin von um grið.
Með líknarorðum lukti brá
og ljúfan gaf þér frið.
Þótt sárt í huga sakni þín
og syrgi vinur hver
við heim til Guðs er heldur þú
í hjarta fylgjum þér
(Höf. ók.)
Kæri Sigurður og fjölskylda,
hugheilar samúðarkveðjur til
ykkar allra frá saumaklúbbnum.
Anna, Guðrún, Guðrún G.,
Hólmfríður, Ingibjörg,
Katrín og Sjöfn.
Höggvið er skarð í hópinn
okkar sem varð fyrsti árgangur-
inn til að útskrifast frá Sam-
vinnuskólanum á Bifröst árið
1957. Hún Elfa okkar veiktist al-
varlega um síðustu áramót, en
við vorum bjartsýn um bata og
vonuðum að hún kæmi á okkar
mánaðarlegu fundi nú í haust,
hress og kát eins og ævinlega. Sú
von okkar brást og nú eigum við
bara minningarnar um góðan og
tryggan vin og félaga.
Fljótlega eftir að við hófum
nám í Bifröst tókust ástir með
Elfu og Sigurði Guðna, bekkjar-
bróður okkar og varð hann lífs-
förunautur hennar. Er óhætt að
segja að þar hafi myndast grund-
völlur að traustu og farsælu
hjónabandi. Samband þeirra ein-
kenndist af ástúð, hlýju og gagn-
kvæmri virðingu.
Við bekkjarsystkinin höfum
alltaf haldið vel hópinn og þau
hjónin hafa ávallt tekið virkan
þátt í öllum ferðalögum og sam-
komum okkar og oftar en ekki
átt frumkvæðið að þeim fundum.
Elfa lét sér annt um velferð okk-
ar, við nutum glaðværðar hennar
og munum hve fallega brosið
hennar og gott viðmót yljaði vel.
Við minnumst ferðar á æsku-
stöðvar hennar um Laugardalinn
sem hún skipulagði og gaf okkur
hlutdeild í minningum sínum um
staðinn.
Við bekkjarsystkinin hugsum
nú til Sigurðar og fjölskyldu hans
sem mest hafa misst. Við vottum
þeim okkar dýpstu samúð.
F.h. B-bekkjarsystkina 1955-
1957,
Magnea K. Sigurðardóttir.
HINSTA KVEÐJA
Til ömmu okkar.
Vertu blessuð, elsku amma,
okkur verður minning þín
á vegi lífsins, ævi alla,
eins og fagurt ljós, er skín.
Vertu blessuð, kristna kona,
kærleikanum gafstu mál,
vertu blessuð, guð þig geymi,
góða amma, hreina sál.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Snæbjörn Valur og
Vésteinn Þrymur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVEINN GUÐMUNDSSON
rafmagnsverkfræðingur,
Aðalstræti 8,
Reykjavík,
lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi
miðvikudaginn 7. september.
Útför hans verður frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. september
kl. 13.00.
Ingrid Guðmundsson,
Sólveig Sveinsdóttir, Thierry Clairiot,
Guðmundur Sveinsson, Arianne Gähwiller,
Sigrún Sveinsdóttir, Yosihiko Iura,
Sveinn Ingi Sveinsson, Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir,
Ríkharður Sveinsson, Jóna Kristjana Halldórsdóttir,
Benedikt Sveinsson, Anna White,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar,
DR. SIGRÍÐUR ÞÓRA VALGEIRSDÓTTIR,
Klapparstíg 1,
Reykjavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn
3. september.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 19. september kl. 15.00.
Dagmar Vala Hjörleifsdóttir,
Sigríður Hjörleifsdóttir,
Ingólfur Hjörleifsson
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
afi,
JÓN GUÐLAUGUR ANTONÍUSSON,
Barðavogi 5,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðju-
daginn 6. september, verður jarðsunginn frá
Áskirkju fimmtudaginn 15. september
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á styrktarsjóð Skálatúnsheimilisins.
Elísabet Jóna Erlendsdóttir,
Gerður Jónsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir,
Birna Jónsdóttir,
Erlendur Jónsson,
Gísli Jónsson,
Elísabet Sara Gísladóttir,
Arnar Logi Gíslason.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför
ÞÓRUNNAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Tótu,
Hveragerði.
Ólafur Kristjánsson, Katrín Snæhólm Baldursdóttir,
Hannes Kristjánsson, Hulda Bergrós Stefánsdóttir,
Eygló Kristjánsdóttir, Bjarki Þór Magnússon,
Björn Kristjánsson, Silvía Björk Birkisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
PÁLS KRISTINSSONAR
vélstjóra,
Njarðvíkurbraut 32,
Innri-Njarðvík.
Kristinn Pálsson, Björg Valtýsdóttir,
Elín Margrét Pálsdóttir, Sigurður S. Guðbrandsson,
Vilhelmína Pálsdóttir, Ingólfur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
"Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar