Morgunblaðið - 14.09.2011, Side 24

Morgunblaðið - 14.09.2011, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 ✝ GuðmundurAlbert Elías- son fæddist í Skáladal í Aðalvík 6. mars 1923. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 8. sept- ember 2011. Foreldrar Guð- mundar voru Elías Albertsson bóndi frá Hesteyri, f. 1897, d. 1972 og Halldóra Elín Árnadóttir húsfrú frá Skáladal í Aðalvík, f. 1889, d. 1962. Syst- ur hans voru Jónína Tómasína, f. 1915, d. 2002 og Ragnheiður, f. 1917. Hinn 26. desember 1949 kvæntist Guðmundur eftirlif- andi eiginkonu sinni Ingibjörgu Jónasdóttur, f. 3. febrúar 1926. Foreldrar hennar voru Jónas Sigurðsson sjómaður, f. 1904, d. 1962 og Ragnheiður Friðrika stjóri við síldarsöltun en síðar sem verslunarmaður og kaup- maður til ársins 1995 er þau hjón fluttust til Reykjavíkur. Guðmundur var mikill mús- íkant og byrjaði 12 ára gamall að spila á munnhörpu og orgel á dansleikjum á Hesteyri en hann stundaði um tíma org- elnám hjá dr. Páli Ísólfssyni. Eftir að hann fluttist til Suður- eyrar spilaði hann á harm- onikku á dansleikjum þar og í nágrannasveitum. Í fyrstu var hann einn með nikkuna en síð- ar stofnaði hann hljómsveitina „Mummi og Bubbi“ ásamt fé- laga sínum og léku þeir á dans- leikjum víða um Vestfirði. Guð- mundur tók virkan þátt í félagsstarfi á Suðureyri. Hann tók þátt í starfi leikfélagsins til margra ára og einnig var hann ötull stofnfélagi í Lionsklúbbi Súgandafjarðar. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur greip hann í ýmis störf svo sem beitn- ingu, handlang og störf á gisti- heimili. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. september 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1893, d. 1953. Guð- mundur og Ingi- björg eignuðust 2 börn. Þau eru: Ragnheiður Björk, f. 1958, gift Ágústi Ágústssyni og Ell- ert, f. 1965. Stjúp- dóttir Ragnheiðar og dóttir Ágústs er Kolka Hvönn, f. 1998, móðir hennar er Fanney Ósk Gísladóttir. Dóttir Ellerts er Ingibjörg Aþena, f. 2004, móðir hennar er Pálína Sigrún Halldórsdóttir. Guðmundur fluttist með for- eldrum sínum og systrum 6 ára til Hesteyrar en árið 1940 flutti hann 17 ára til Suðureyrar við Súgandafjörð þar sem hann bjó mestan hluta ævi sinnar. Fyrstu árin á Suðureyri starfaði hann við sjómennsku og sem verk- Við andlát Guðmundar Elías- sonar kemur fyrst í hugann þakk- læti, því hann var einstakur mað- ur. Ég vil þakka honum allt það sem hann gerði fyrir mig þegar ég var lítill drengur. Hann og Inga föðursystir mín bjuggu á Suðureyri við Súgandafjörð mest allan sinn búskap, og rak Mummi, eins og hann var alltaf kallaður þar, verslun ásamt öðr- um, þegar ég kom í sumardvöl til þeirra hjóna en það gerðum við bræður flest sumur sem börn og unglingar. Mummi var alltaf jafn rólegur og hjartahlýr við þá er komu í heimsókn á Aðalgötuna, en Inga og Mummi bjuggu á efri hæðinni fyrir ofan verslunina. Oftar en ekki var nikkan tekin upp og spil- að á kvöldin eða sest við píanóið og Inga með gítarinn, þá var sungið og haft gaman, en þetta var mikið tónlistarheimili og ég get fullyrt að á heimili þeirra komu flestallir sem komu á Eyr- ina til að skemmta og því gesta- gangur mikill. Þetta voru yndis- leg sumur, Mummi var alltaf að afgreiða í versluninni eða að af- greiða skip sem voru að fara í róður og fékk ég sem gutti að sniglast í kringum hann með vagninn sem notaður var við að keyra kostinn í bátana. Þegar ég var 9 ára gamall fór ég með honum á æskuslóðir hans til Hesteyrar, en þangað var farið með trillu sem föðurbróðir minn Jón Snorri hafði til umráða. Þetta var löngu áður en þessi staður var orðinn vinsæll ferðamanna- staður og mikil upplifun að koma á þennan afskekkta stað sem var kominn í eyði, ekki nokkur sála þar, en hann þekkti hvern stein og hverja þúfu og ég fann hvaða virðingu hann bar fyrir þessum stað. Þetta voru yndislegar stundir sem ég átti á Súganda og fyrir það verð ég ævinlega þakk- látur Mumma og Ingu frænku hversu góð þau hafa verið við mig og okkur bræður alla tíð. Þegar þau fluttu suður, orðin fullorðin og veikburða, þó sér- staklega Inga, þá vorum ég og Unnar bróðir svo heppnir að fá að ráða Mumma í vinnu til okkar við ýmis störf sem hentuðu honum og fengum að njóta þeirrar sam- viskusemi sem alla tíð einkenndi hans framgöngu í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Frændsystkinum mínum Röggu og Ella og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu sam- úð og einnig minni góðu frænku Ingu sem hefur verið mér mikils virði í gegnum tíðina og bið Guð- mundi Elíassyni blessunar Guðs. Jónas Ragnarsson. Elsku Mummi, þá er komið að kveðjustund og þær eru margar minningarnar sem leita á hug- ann. Ég var ekki há í loftinu þeg- ar ég kom fyrst á Suðureyri með mömmu og pabba. En ferðirnar vestur áttu eftir að verða miklu fleiri og svo fór að ég fékk nokkr- um sinnum að koma til ykkar Ingu í sumardvöl, það var ynd- islegur tími. Þú að spila á skemmtarann eða nikkuna og Inga á gítarinn, alltaf líf og fjör. Svo fékk ég stundum að hjálpa til í Suðurveri, það fannst mér held- ur betur spennandi og þú alltaf jafn þolinmóður við mig. Þið Inga voruð mér svo góð og hafið æ síð- an sýnt mér og fjölskyldu minni einstaka góðvild. Þið tókuð svo vel á móti Alla þegar hann kom vestur með trilluna og þú labb- aðir gjarnan niður á bryggju til að taka á móti honum þegar hann kom úr róðri, ekki fannst þér verra ef hann var með steinbít í soðið. Vestfirska gestrisnin var þér í blóð borin og þegar við Alli kom- um með strákana í heimsókn á Hátúnið þá fylgdir þú okkur allt- af alveg út á plan. Góður maður er genginn en minningarnar lifa með okkur. Elsku Inga mín, Ragga, Elli og fjölskyldur, við Alli vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ragnheiður Guðný. Elsku Inga Sú (eins og ég kalla þig alltaf) frænka, mikill er miss- ir þinn við fráfall eiginmanns þín hans Mumma og votta ég þér, börnum ykkar, Röggu og Ella, tengdasyni og barnabörnum mína dýpstu samúð. Mummi minn, ég var alltaf á Súganda hjá ykkur Ingu eða frá 5 ára aldri og þið voruð eins og for- eldrar mínir í mörg sumur. For- eldrar mínir áttu svo marga stráka, níu stykki, og þurftu að fá smá frí á sumrin og þá vorum við margir sendir í „sveit“ og reynd- ar margir til þín og Ingu Sú. Mummi minn þú varst alltaf rosalega góður við okkur og lést þér annt um okkur. Þú rakst verslunina Suðurver á neðri hæð- inni við Aðalgötuna og það voru engin smá fríðindi sem fylgdu því t.d. að fá litla kók í gleri eftir að hafa hjálpað til við affermingu flutningabíls með vörur. En alveg sama hvað gekk á, þá varst þú alltaf jafn skemmtilegur heima fyrir, ég man alltaf eftir „flugvél- inni“ sem þú bjóst til með vísi- fingri og eltir mann um allt hús, maður var svo spenntur og reyndar skíthræddur þegar flug- vélin hitti mann í kviðinn. Ekki má gleyma því að þú varst mjög músíkalskur, spilaðir í öllum veislum og afmælum bæði á orgel og harmonikku þó þú værir frekar hlédrægur við að koma þessum hæfileikum þínum á framfæri og reyndar mjög ólík- ur konu þinni þar. Ég man aldrei eftir því að þú hafir skammað mann með reiði, sama hvað maður gerði af sér, t.d. að stela harðfisk úr skreið- arhjöllunum eða rabbabara úr görðum fólks og upp kæmist um mann, en þetta tvennt var okkar aðalsælgæti. Þú varst alltaf svo góður, en samt rosalega stríðinn. Ég man svo vel þegar við vorum við matarborðið og þú bentir eitt- hvað út um gluggann og ég leit þangað en á meðan stalst þú einni kjötbollu af matardisknum mín- um og það er í eina skiptið sem ég fór að gráta út af þér, þú þóttist fyrst ekkert vita hvað varð um kjötbolluna, en þú skilaðir henni reyndar strax aftur þegar þú sást hvað ég tók þetta nærri mér. Elsku Mummi, ég mun minn- ast þín sem einhvers besta manns sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og ég hef reyndar reynt að tileinka mér það enda uppskerð þú eins og þú sáir, eins og þú sagðir ein- hvern tímann við mig. Ég sendi Ingu Sú, börnum, tengdasyni og afastelpunum mína dýpstu samúð. Saknaðarkveðjur, Hermann Ragnarsson (hálfgerður Súgfirðingur). Mig langar að minnast og kveðja minn einlæga vin Guð- mund Albert Elíasson eða Mumma eins og hann var oftast kallaður af okkur í fjölskyldunni. Mér hlotnaðist sú gæfa í æsku að eyða flestum sumrum fram undir fermingu hjá Ingu fænku og Mumma í Súganda og mér fannst þau vera eins og mínir aðrir for- eldrar. Sama er að segja um aðra bræður mína sem einnig voru meira og minna fyrir vestan. Eðlilega gátu þau hjón ekki haft okkur alla í einu og þegar fram liðu stundir var okkur komið fyr- ir á sveitabæjum í Súganda. Við Hannes vorum eitt sumar á Sól- stöðum hjá Guðmundi Pálma og Sigríði Kr., Guðmundur var í Botni og Hermann á Norðureyri. Við bræður eigum ógleymanleg- ar æskuminningar og tengingu við Súganda í gegnum þennan tíma. Frá þessum árum sem ég var á Suðureyri á ég eingöngu bjartar minningar og veran á þessu reglusama og góða heimili hjá þeim sæmdarhjónum Ingu og Mumma voru forréttindi. Seinna þegar við Guðrún eignuðumst okkar fjölskyldu, þá nutu okkar börn líka þessara forréttinda og fengu að fara í stutta sumardvöl á Suðureyri sem styrkti tengslin milli fjölskyldnanna og eru þetta einnig ljúfar æskuminningar fyr- ir þau. Mummi minn, „einstakur“ er orð sem lýsir þér best, þú varst einstaklega vel gerður maður, gegnheill, grandvar og stálheið- arlegur, talaðir aldrei illa um nokkurn mann en reyndir frekar að sjá það jákvæða og skemmti- lega í fari hvers og eins og hafðir alltaf brennandi áhuga á því sem aðrir voru að gera en vildir helst aldrei tala um sjálfan þig. Þú hafðir einstaklega góða nærveru, þú varst mjög músíkalskur, frá- bær harmonikuleikari, húmorísk- ur og skemmtilegur. Mummi minn, þú ert kvaddur með sökn- uði en það sem mýkir þann sökn- uð hjá aðstandendum er minn- ingin um einstakan mann. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að vera þér samferða allt mitt líf og um leið fá að njóta þinnar umhyggju og leiðbeininga í æsku þar sem þú skammaðir mann aldrei held- ur einungis leiðbeindir. Við fjölskyldan kveðjum þig með söknuði um leið og við vott- um Ingu, Röggu, Gústa, Kölku, Ella og Ingibjörgu samúð okkar og Guð gefi þeim styrk. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þinn vinur, Ragnar Gerald Ragnarsson. Guðmundur Albert Elíasson ✝ Geir Óskarssonfæddist í Reykjavík 29. maí 1932. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 6. sept- ember 2011. Geir var sonur hjónanna Magneu J. Þ. Ólafsdóttur, f. 22. júlí 1898, d. 28. maí 1988 og Óskars Jónassonar, f. 6. mars 1902, d. 12. október 1983 . Geir var þriðji af fimm systk- inum en þau voru: Garðar, Egill og Þrúður Guðrún, öll látin og Guðbjört Ástríður, búsett í Ástr- alíu. Geir kvæntist Bjarndísi Jónsdóttur 3. apríl 1954 og eign- uðust þau 3 börn 1) Hrefnu, f. 22.október 1954, hennar maður skírteini hans nr. 138. Hann fór síðan á sjóinn, fyrst var hann skráður á Fjallfoss árið 1948, þá 16 ára gamall. En þegar strand- ferðaskipið Súðin var seld til Austurlanda fjær sigldi hann með henni. Hann var svo á norskum skipum og sigldi loks til Ástralíu þar sem hann dvaldi í eitt ár. Þaðan kom hann heim og vann ýmis störf, mest við akstur bifreiða, m.a. hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur. Eftir 1964 starfaði hann aðallega við bifreiðaviðgerðir og tók sveins- próf í bifvélavirkjun 1980. Síðan sérhæfði hann sig í viðgerðum á vélhjólum hjá Harley Davidson í Milwaukee í Bandaríkjunum og starfaði við viðgerðir á þeim hjá Lögreglunni í Reykjavík þar til hann hætti störfum vegna ald- urs. Útför Geirs fer fram frá Seljakirkju í dag, 14. september 2011, og hefst athöfnin kl. 15. er Birgir Pétursson og eiga þau tvo syni, Óskar og Geir og eiga þeir hvor sína dótturina. 2) Magneu Júlíu, f. 1.júlí 1959, hennar maður er Einar Már Gunnlaugsson og eiga þau fjögur börn, Gunnlaug Þór, Bjarndísi Sif, Þorbjörgu Rán og Stefaníu Eir. 3) Jón Bjarna f. 19. janúar 1961, hans kona er Ragna Jóhanna Magnúsdóttir og eiga þau þrjú börn Andra, Elsu og Lilju. Geir hafði alla tíð mikinn áhuga á flugi og byrjaði ungur að læra svifflug. Síðan tók hann einkaflugmannspróf og var Þegar ég var að alast upp bjuggum við fjölskyldan við Suð- urlandsbrautina í gömlu einbýlis- húsi með áföstum bílskúr. „Múla- kampurinn“ var minn heimur og þar var allt að gerast. Þarna bjó allskonar fólk og varla leið sá dag- ur að lögregla eða slökkvilið kæmi ekki æðandi til að bjarga ein- hverju fyrir horn. Á þessum tíma var pabbi með „Bílaverkstæði Geirs Óskarssonar“ í bílskúrnum og gerði þar við bíla fyrir Pétur og Pál. Það voru forréttindi að hafa pabba svona aðgengilegan alla daga þó að ég væri oftar en ekki upptekinn við að klifra í nýbygg- ingum, kveikja bál eða brjóta rúð- ur í húsum sem átti að fara að rífa. Þó að mamma væri heima á þessum árum og heimilið mið- punktur alls, var oft sem ég var að fylgjast með pabba vinna, rífa vél- ina úr WV bjöllu eða skipta um bremsur í blöðru-Skoda. Þá fékk ég oft að hjálpa til við að pumpa bremsur eða halda við eitthvað þegar þörf var fyrir fleiri hendur. Pabbi var alltaf þolinmóður og tilbúinn að leyfa mér að fylgjast með. Í mínum huga var pabbi ofur- hetja sem hafði flogið flugvélum, ferðast sem sjómaður um allan heim, unnið við uppsetningu há- spennumastra á Kambabrún og keyrt strætó. Pabbi var líka mikill tækniáhugamaður og yfirleitt á undan öllum að kaupa nýjustu út- varps- eða sjónvarpstækin. Hann hafði áhuga á bíómyndum og stundum fórum við tveir saman á bíó þegar færi gafst. Á sumrin var alltaf farið í ferða- lög innanlands. Mamma og pabbi pökkuðu þá öllum viðlegubúnaði í stóran seglpoka sem settur var á toppgrind bílsins. Pabbi lagði mik- ið upp úr því að vera með allan búnað til viðgerða. Þó eitthvað óvanalegt bilaði á leiðinni gat pabbi yfirleitt lagað allar bilanir bæði fyrir sig og jafnvel aðra sem lentu í vandræðum. Í fjölskylduboðum og þar sem fólk kom saman var pabbi hrókur alls fagnaðar og sá yfirleitt spaugi- legu hliðina á flestum hlutum. Pabbi fór að vinna hjá lögregl- unni við að gera við mótorhjól árið 1976 og vann við það út starfsæv- ina. Hann tók sveinspróf í bifvéla- virkjun og fór í sérnám til USA í viðhaldi Harley-Davidson mótor- hjóla. Það var nú ævintýri að fylgjast með honum gera við lög- regluhjólin og ég fylgdist með eins og áður. Þó að ég væri farin að læra trésmíðar á þessum árum fór ég oft í hverri viku í heimsókn til pabba á verkstæðið. Pabbi var traustur, glaðlyndur og úrræðagóður maður. Honum þótti mamma og fjölskyldan vera það sem mestu máli skipti. Pabbi veiktist alvarlega af krabbameini fyrir fjórum árum en náði bata eft- ir aðgerð. Fyrir mánuði síðan upp- götvaðist að meinið hafði tekið sig upp og var þá ekki undan því kom- ist. Þrátt fyrir veikindin missti pabbi aldrei glaðlyndið og tók því sem að höndum bar með jafnaðar- geði. Hans verður sárt saknað. Jón Bjarni Geirsson. Það var fallegt haustkvöldið þegar tengdapabbi lauk sinni lífs- göngu og lagði upp í sína hinstu för. Sólsetrið varpaði rauðgullnum bjarma á sjóndeildarhringinn og geislar kvöldsólarinnar dönsuðu á Kópavoginum er hann sofnaði svefninum langa á líknardeildinni Rjóðri. Hann var umvafinn fjöl- skyldunni þetta síðasta ævikvöld en í faðmi hennar leið honum æv- inlega best. Tengdapabbi var einn sá geðprúðasti og ljúfasti maður sem ég hef kynnst. Hann var spaug- samur, glettinn og gamansamur og þó svo að hann hafi oft á tíðum hlegið manna mest að eigin fyndni, var ekki hægt annað en að hrífast af grallaraskapnum í Geir. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og naut þess að segja sögur og sveipa þær ævin- týraljóma. Samfylgd okkar Geirs hófst á löngu ferðalagi um Evrópu þegar ég var einungis 18 ára göm- ul og nýbyrjuð með einkasynin- um. Ekið var um fallega dali þar sem skógi vaxnar hlíðar veittu skjól fyrir veðri og vindum og árn- ar Mósel og Rín runnu saman í eina. Farið var upp á hæstu tinda og útsýnið af Schilthorntindi í Sviss, þar sem ekki ómerkari mað- ur en James Bond háði baráttu við fjandmenn sína, er mér enn í fersku minni. Þar var ekki frítt við það að við Geir værum ögn loft- hrædd á hátindinum og allar göt- ur síðan höfum við tekist á um hvort okkar átti pollinn á gólfi kláfsins sem bar okkur fram af snarbröttum klettabeltum áleiðis niður í dalinn. Í bjórgarðinum í München bragðaði ég bjórinn í fyrsta skipti með tengdapabba og í hinni ógleymanlegu borg, Roten- burg í Þýskalandi, gekk ég um stræti og torg á ferðalagi lífsins með Geir. Oft yljuðum við okkur við minningar frá þessari ferð og rifjuðum upp ferðasöguna aftur og aftur. Nú hefur Geir lagt upp í annað ferðalag með nýjum ferðafélögum um grösuga dali og tún. Þar renna árnar saman í eina og tindarnir gnæfa himinhátt í fjarska og þar veita skógi vaxnar hlíðar skjól fyr- ir veðri og vindum. Þar stendur hann nú ferðbúinn með nesti og nýja skó tilbúinn að takast á við ferðalag til framandi landa. Það er ætíð þungbært að kveðja eftir langa og farsæla ferð. Geir vil ég þakka samfylgdina gegnum árin og óska honum góðr- ar ferðar um ný heimkynni. Blessuð sé minning Geirs tengdapabba. Ragna. Nú ert þú farinn, elsku afi okk- ar og nafni. Þótt söknuðurinn sé til staðar situr svo mikið eftir, marg- ar góðar minningar. Þú, ásamt ömmu, myndaðir hið fullkomna athvarf fyrir barnabörnin þín. Það var alltaf hægt að leita til þín, fá hvíld og tilbreytingu sem hvergi má fá nema hjá „ömmum og öf- um“. Afi var okkur góð fyrirmynd, sem gat ávallt vakið áhuga á og frætt okkur um hina ýmsu tækni. Hvort sem það voru flugvélar, Harley mótorhjól, bílar eða ann- ars konar græjur. Áhugi hans og þekking skein í gegn og smitaði út frá sér. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig afi hélt áfram að tileinka sér nýjustu tækni fram á sín síðustu ár. Þó að líkaminn hafi gefið eftir á endan- um gagnvart óværu, eins og afi kallaði það var ótrúlegt að sjá hversu andlega sterkur hann var allt fram á síðasta dag. Afi, þú varst einstakur og traustur. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar. Þínir dóttursynir og félagar, Óskar og Geir. Geir Óskarsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, Í lokin kemur kveðjan þessi því komið er að hinsta dans. Góður guð nú afa blessi og gæti vel að sálu hans. (RJM) Minning þín verður ljós í lífi okkar um ókomna tíð. Andri, Elsa, Lilja og Þórunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.