Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 28

Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand DÁLKURINN, „SPURÐU HUND” „ER ÞAÐ SATT AÐ ÞÚ HAFIR ORÐIÐ BESTI VINUR MANNSINS MEÐ ÞVÍ AÐ MÚTA HONUM?, SPYR KÖTTURINN SEM SITUR VIÐ HLIÐINA Á ÞÉR” HANN GEYMDI MEIRA AÐ SEGJA KVITTUNINA ÉG ER BÚIN AÐ BÚA TIL LÍMONAÐI ÞÚ MÁTT VERA SÁ FYRSTI TIL AÐ SMAKKA ÉG SKAL BÆTA VIÐ MEIRI SYKRI ÞEGAR ÞÚ BÝÐUR TENGDAMÓÐUR ÞINNI Í MAT Í FYRSTA SKIPTI... ...SKALTU SÝNA HENNI AÐ HLUTIRNIR HAFI BREYST ALLS EKKI LEYFA HENNI AÐ SKERA KJÖTIÐ FYRIR EIGINMANN ÞINN! KISI ÉG ER BARA AÐ SETJA KASSANN ÞINN Í SMÁ ILMMEÐFERÐ EINHVER VERÐUR AÐ STÖÐVA ÞENNAN BRJÁLÆÐING ÉG VAR EKKI AÐ BÚAST VIÐ ÞVÍ AÐ ÞURFA AÐ NOTA HANN... ...EN ALLUR ER VARINN GÓÐUR! ÞETTA ER YNDISLEGT ELSKAN, KERTALJÓS, GÓÐUR MATUR, VÍN OG KRAKK- ARNIR Í PÖSSUN HJÁ FORELDRUM MÍNUM ÞETTA ER YNDISLEGT, ÉG HEFÐI EKKI GETAÐ BEÐIÐ UM MEIRA TAKK ELSKAN MÍN HVENÆR GETUM VIÐ GERT ÞETTA AFTUR? VIÐ SKULUM ATHUGA ÞAÐ EFTIR AÐ ÞESSI UNAÐSLEGA KVÖLDSTUND ER LIÐIN Réttarhöldin yfir Geir Það rifjast upp fyrir mér við réttarhöldin yfir Geir Haarde, að ég var dregin fyrir dóm í Gautaborg, ákærð fyrir skattsvik. Fyrst var ég í yf- irheyrslu hjá lögregl- unni í heimabæ mínum og svo í héraðsrétti í Gautaborg. Ég gleymi þessu ekki. Þegar ég kom inn í réttarsalinn blasti við bekkur, upp- hækkaður, og þar sátu einstaklingar sem ein- blíndu á mig. Ég hafði vissulega horft á Perry Mason í sjónvarpinu en mér varð nú ekki um sel. Maður ávarpaði mig og spurði um nafn mitt. Þetta var dómarinn sjálfur, en ekki sagði hann til nafns. Ég var yfirheyrð og svaraði eins vel og ég gat. Sagði frá öllum störfum sem ég hafði unnið árinu áður, 1967. Ég hafði unnið á mörgum sjúkrahúsum, bæði í borg- inni og úti á landi. Ég man hvernig mér leið þegar ég beið eftir dóm- inum. Svo fór að fallið var frá ákæru, ef svo hefði ekki farið hefði ég flutt frá Svíþjóð. Ég get ekki gert mér í hugarlund hvernig Geir Haarde líður og hvert getur hann flúið? Hver er saklaus í þessu máli? Hver er sekur? Ég upplifði angist sjúklinga sem biðu eftir dómi og fangelsisvist, hún var stór hluti af refsing- unni. Svo virðist sem hér á þessu blessaða landi sé orðatiltækið aðgát skal höfð í nær- veru sálar gleymt. Björg. Sessur og njóli Þar sem margir eru að setja garð- húsgögnin í geymslu um þessar mundir langar mig að benda fólki á að gott er að geyma sessurnar í fata- pokum, sem fást td. í Ikea, þeir kosta lítinn pening. Ég vil líka hvetja fólk til að skera niður njóla í meira mæli en gert er áður en hann sáir sér, mér finnst hann fá að vaxa óáreittur allt of víða. Guðrún. Ást er… … að lána honum bíllyklana þína. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Skartgripasala kl. 11-14. Vinnustofa/postulín kl. 9, vatnsleikf. kl. 10.50, útsk./postulín/bíó kl. 13. Árbæjarkirkja. | Opið hús kl. 13-16. Fræðsla, samvera, ferðalög, spil og hann- yrðir. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Boðinn | Álfa- og tröllasmiðja kl. 10. Bón- usrúta kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 9.15 (lok- aður hópur). Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, Bón- usferð kl. 14.40. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í Gullsmára á mán. kl. 20.30 og Gjábakka á mið. kl. 13 og fös. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- Hrólfar kl. 10. Söngvaka kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðb. í hand- av. til kl. 15, botsía kl. 9.30/10.30, glerlist kl. 9.30/13, félagsv. kl. 13, söngur kl. 15.15; viðtalst. FEBK kl. 15-16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10. Postulín/kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10, 11, vatns- leikfimi kl. 12.15/14.15, bútas./brids kl. 13, miðasala í Þingvallaferð 20. sept. kl. 13.30-15.30 í dag, kr. 3.500, ekki greiðslu- kort. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Munið ferð 16. sept. farið ma. til Herdís- arvíkur, Strandakirkju og á veit- ingastaðnum Við fjöruborðið, Stokkseyri. Farið frá Hlaðhömrum kl. 13. Uppl. og skrán. í s. 5868014 kl. 13-16 og s. 6920814. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Leir/mosaík Skólabraut kl. 9. Botsía í íþróttah. kl. 10. Kaffi í krók kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkju kl. 12. Handav. kl. 13. Tálgun kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Leikir, söngur, dans kl. 10, harmonikka. Frá hádegi er spilasalur opinn. Grensáskirkja | Safnaðarheimili kl. 14. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Setrið kl. 10. Heitt á könnunni, kl. 11 bæ- naguðsþj. í kirkju, súpa/brauð kl. 12, brids kl. 13. Hraunsel | Pútt kl. 10, bókmkl. kl. 10.30. Línud. kl. 11, handav. kl. 13, bingó kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverust. kl. 10.30. Kynning á vetrarstarfinu kl. 13.30, kaffi/ meðlæti. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50. Framsagnarhópur kl. 9. Leirmótun í dag. Allir velkomnir að skoða/prófa. Gáfu- mannakaffi kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla byrj. kl. 14.40, framhaldsfl. kl. 15.30. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðjan kl. 13.30 á morgun. Á morgun fim. kl. 10 keila í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Listasmiðja kl. 13.30 á Korpúlfsstöðum. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Heilsa og líf. Sigurður Guðmundsson fv. landlæknir. Kaffiveit. á Torgi. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja. Bók- band og handavinna kl. 9, Bónus kl. 12.20, framhaldssaga kl. 12.30, dans kl. 14,Vita- torgsbandið. Það eru ekki einungis hundarsem eru skáldmæltir eins og Elvis förunautur Sigurðar Ingólfs- sonar. Nú bregður svo við að kött- urinn Jósefína Dietrich yrkir á fés- bókinni og fer mikinn. Hún bendir á að í veröldinni sé margt sem undr- um sætir: Ein ég lá og út á ská auga fránu renndi, þá fugla sá ég fara hjá flugi á um loftin blá. Fleira ber til tíðinda í tilveru Jósefínu, einkum að hundur er fluttur í húsið: „Hann heitir Skuggi og er kolsvartur. Ég reyni að sætta mig við hann en það er ekki auðvelt. Síðast þegar hann var með fleðulæti gat ég ekki stillt mig og mjálmaði á hann efnislega á þessa leið: Að þú mér hugnist árans er enginn, Skuggi, vegur, því af þér stuggur stundum mér stendur uggvænlegur.“ Og Jósefína kvíðir ekki kuld- anum í vetur: Hvorki nær í trýn né tær og tæpast hlær á róli sín gjólan ær með kaldar klær – ég kúri vær í bóli mín. Karl í Skuggahverfi sendi kisu kveðju í tilefni af því að hann hefði vingast við Krumma Sólan á fés- bók: Krummi soltinn kjaft á sér kannski bara fetti: Jósefína ekki er upp í nös á ketti. Ekki stóð á svari frá Jósefínu: Hugðist bögga karlinn kött, kom ég snöggu lagi á hann, enda röggsöm bæði og brött, buldu högg og kisa vann. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Jósefínu Dietrich

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.