Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
Galdrakarlinn í Oz – frumsýning á laugardag
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI!
4 sýningar á 11.900 kr.
með leikhúskorti
Allar kvöldsýningar
hefjast kl. 19.30
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hljómsveitin 1860 var stofnuð fyrir
réttu ári síðan, en Hlynur Hall-
grímsson og Óttar G. Birgisson
höfðu áður verið saman í sveitinni
The Telepathetics sem gaf út plöt-
una Ambulance árið 2006. Sveitin
nýja hefur hins vegar lætt frá sér
plötunni Sagan, sem út kom fyrir
stuttu.
Glatað
„Við félagarnir komumst svo í
samband við hann Kidda píanóleik-
ara (Kristján Hrannar Pálsson) og
langaði til að vinna örlítið í lögum
sem við vorum búnir að vera með í
maganum ansi lengi, smíðar sem
þóttu of poppaðar fyrir Telepathe-
tics á sínum tíma,“ segir Hlynur.
– Það er svona „íslenskur“ fílingur
í þessu …
„Já, við erum allir miklir Spil-
verksnördar og Kristján er sér-
staklega mikill aðdáandi.“
– Það er Spilverksbylgja í gangi.
Moses Hightower, Múgsefjun…
„Já, ég held að krakkast sem ólust
upp við Nirvana og svo hrikalegheit
eins og Limp Bizkit eða Korn séu að
fatta þetta núna. Við kunnum ekki
að meta þetta á þeim tíma, það er
eins og allt sé svo glatað þegar það
stendur nálægt manni, sérstaklega
þegar maður er ungur.“
Lopapeysur
Þeir 1860 menn hafa varið und-
anförnum mánuðum í að spila sig
saman, bæði í borg og út um bý.
– En var endilega málið að henda í
plötu?
„Jaa …það þróaðist eiginlega
þannig. Í upphafi var þetta afsökun
fyrir því að koma frá efni sem okkur
þótti of poppað þegar við stóðum á
tvítugu. Við vorum vanir að setja
lögin inn á youtube þegar þau voru
svona 70, 80% kláruð. Lögin fengu
góð viðbrögð þar og við vorum
spurðir hvort að plata væri ekki á
leiðinni. Þannig að við slógum á end-
anum til.“
– Og það er óneitanlega lopa-
peysufílingur í gangi …
„(Hlær) Já, við erum ekki feimnir
við það. Eins og einn félagi okkar
orðaði það þegar við höfðum lokið
leik á einhverjum staðnum. „Hvaða
krúttlega lopapeysurúnk er þetta á
ykkur!“.“
Rætur „Já, við erum allir miklir Spilverksnördar og Kristján er sérstaklega mikill aðdáandi.“
Eigi hræddir
við lopapeysur
1860 gefur út plötuna Sagan Lög sem urðu að komast út
Í kvöld, miðvikudaginn 14. september, klukk-
an 17:00 fremja listamennirnir Roi Vaara og
Magnús Logi Kristinsson Momentum Ep-
isodes gjörning á göngu sem hefst við Hlemm
og fer um bæinn. Um kl 20:00 munu listamenn-
irnir fremja hvor í sínu lagi sjálfstæða gjörn-
inga í Nýlistasafninu.
Í tilkynningu frá þeim segir: „Sem framhald
af sýningunni, Imagine Being Here Now, sem
er á þremur stöðum í og í grennd við bæinn
Moss í Noregi, teygir Momentum-tvíæring-
urinn sig út til áhorfenda víðar um Norð-
urlönd. Magnús Logi Kristinsson & Roi Vaara
munu í ágúst og september standa fyrir gjörn-
ingaferðalaginu Momentum Episodes í höf-
uðborgum Norðurlanda utan Noregs, Kaup-
mannahöfn, Helsinki, Stokkhólmi og
Reykjavík. Gjörningar munu eiga sér stað í
ólíku hversdagslegu umhverfi borganna eina
eftirmiðdagsstund.“
Roi Vaara er þekktur listamaður frá Finn-
landi og Magnús Logi Kristinsson er búsettur
í Finnlandi en báðir hafa helgað sig gjörn-
ingalist. Þessi svokallaði Norræni tvíæringur
gengur út frá þeim útgangspunkti að marg-
breytileiki upplifunar í veröldinni byggist á
eiginleikum minnis og ímyndunarafls.
borkur@mbl.is
Eiginleikar minnis
Gjörningalistamenn á Hlemmi í kvöld
Gjörningur „Hver einstaklingur skilgreinir sitt hér og nú,“ segir í tilkynningu um verkið.