Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tónleikar verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudaginn 14. september, klukkan 20:00. Einleik- arinn Miklós Dalmay mun spila verk eftir Franz Liszt, Claude Debussy og frumflytja verk eftir Elínu Gunn- laugsdóttur. Miklós Dalmay hóf píanóleik við Tónlistarskólann í Búdapest að- eins 5 ára gamall og útskrifaðist það- an 8 árum síðar. Árið 1982 hlaut hann inngöngu í hina virtu Franz Liszt Akademíu (Tónlistarháskólann) í Búdapest og útskrifaðist þaðan með einleik- arapróf árið 1987. Hann stundaði viðbótarframhalds- nám við Tónlistarháskólann í Stokk- hólmi og kom fram sem einleikari með sænsku útvarpshljómsveitinni og hlaut einleikaraverðlaun Kon- unglegu sænsku listaakademíunnar árið 1990. Að loknu námi starfaði Miklós í Ungverjalandi við tónlistarflutning, tónsmíðar og kennslu en árið 1994 flutti hann til Íslands ásamt fjöl- skyldu sinni og segir hann að það hafi verið mikil viðbrigði. „Já, þetta kom þannig upp að ungverskur kórstjóri hér frétti af starfi sem hentaði mjög vel fyrir hjón og hafði samband við okkur,“ segir Miklós. „Ég sagði við konuna mína að svona tækifæri til að búa og starfa í svona fjarlægu og spennandi landi kæmi ekki nema einu sinni á ævinni og að við ættum að láta reyna á þetta. Við gætum þá alltaf komið aftur heim ef þetta væri ekki ánægjulegt. Það kom nú samt á konuna mína þegar við fengum flug- miðana senda fyrir alla fjölskylduna, þetta voru fimm flugmiðar til Íslands, en aðeins aðra leiðina,“ segir Miklós hlæjandi. „En það kom ekki að sök, því okkur hefur liðið mjög vel hér frá upphafi. Við bjuggum ein tólf ár á Flúðum og það var algjör draumur, sérstaklega fyrir krakkana. En þetta voru sérkennilegir tímar og margt sem var framandi fyrir okkur. Við vorum að setjast hér að þegar snjó- flóðin voru að valda miklum hörm- ungum hér á Íslandi og þessháttar hættur af náttúrunni könnuðumst við ekki við að heiman. En sem tónlist- armaður kom það mér á óvart hvað tónlistarlífið var og er fjölbreytt hér. Ég man þegar við komum á Skaga- strönd og opnuðum Morgunblaðið og sáum auglýsingar um tónleika útum allt. Ég spurði konuna mína hvernig þetta væri hægt á svona litlu landi að hafa svona mikið tónlistarlíf. En ferillinn hjá mér á Íslandi fór fyrst í gang þegar ég vann Tónlist- arkeppni Ríkisútvarpsins, Tónvak- ann, árið 1996. Ég fékk fyrstu verð- laun þar árið 1996. Það jók mjög möguleikana fyrir mig sem einleikara. Þá fór ég að spila með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og ýmsum kammersveitum og með bestu einsöngv- urum landsins.“ Aðspurður hvernig honum líki við Norræna húsið sem tónleikahús, segir hann að það sé mjög huggulegt. „Það er mjög kósí þarna, þetta er ekki stór tónleika- staður en það er hægt að ná góðri stemmingu þar. Þeg- ar maður heldur tónleika í þessu húsi þá kemur allt- af meira af ungu há- skólafólki og það er gaman að ná til þess,“ segir Miklós Dalmay. Klassísk og kósí stemming Píanó Um dagskrána segir Miklós Dalmay; „Þetta er tímaflakk frá rómantík um impressjónisma til nútímans, í gegnum þrjú tónskáld frá þremur löndum.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S Tónskáldið Á dagskránni í kvöld í Norræna húsinu er frumflutningur á verki Elínar Gunnlaugsdóttur sem nefnist Púnktar og línur.  Tónleikar með Miklós Dalmay í Norræna húsinu í kvöld  Liszt og Debussy á efnisskránni  Dalmay fannst það merkilegt tækifæri að fá að koma til Íslands Sýningin Grasrót IX verður opnuð á laugardaginn, 14. september, klukkan 17:00 í Nýlistasafninu. Sýningar undir heitinu Grasrót hafa verið haldnar þar árlega frá árinu 2000. Grasrótarsýn- ingar miða að því að sýna verk eftir upprennandi myndlistarmenn og er ætlað að gefa þverskurð af því sem ungir listamenn fást við á hverjum tíma. Listamennirnir átta sem sýna nú í ár eru Bryndís, Helga Björk, Irene Ósk, Klængur, Kolbrún Ýr, Kristín, Sigríður Tulinius og Sig- urður Atli. Myndlist Sýning á grasrót- inni í myndlist Verk eftir Irene Minningartónleikar verða haldnir á sunnudaginn kemur, 18. september, kl. 20:00 í Bú- staðakirkju í Reykjavík. Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona heldur tónleikana til minn- ingar um dótturdóttur sína Karenu Mist Kristinsdóttur, sem lést 23. desember síðast- liðinn, og til minningar um börn sem látist hafa úr vöggu- dauða, veikindum eða í slys- um. Ýmsir þekktir listamenn munu koma fram á minningartónleikunum og gefa þeir allir vinnu sína. Miðinn á tónleikana kostar 1500 krónur. Tónleikar Tónleikar til minn- ingar um látin börn Svava Kristín Í kvöld, miðvikudaginn 14. september klukkan 17:00, verða lokatónleikar í tónleika- röð sem gengið hefur í Kalda- lóni Hörpu í allt sumar þar sem sígild íslensk tónlist hefur ver- ið kynnt. Haldnir hafa verið yf- ir 60 tónleikar og hafa viðtök- urnar verið góðar. Viðfangsefnið í kvöld eru perl- ur íslenskra einsöngslaga þar sem lög eins og Draumalandið, Hamraborgin og Í fjarlægð verða flutt. Flytj- endur eru Hlöðver Sigurðsson tenór, Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari. Tónleikar Perlur íslenskra einsöngslaga Nathalía Druzin Halldórsdóttir Myndlistarmaðurinn Hadda Fjóla Reykdal opnar einkasýningu í gall- erí 21 í Malmö laugardaginn þann 17. september. Hadda Fjóla hefur verið búsett í Gautaborg frá árinu 2002 en hún útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1998. Verkin á sýningunni eru unnin í olíu á dúk, en einnig verður Hadda Fjóla með verk unnin í vatnslit og blýant. „Íslensk og sænsk náttúra er uppspretta hugmynda verka minna,“ segir Hadda Fjóla. „Það sem ég heillast helst af í náttúrunni er samspil litanna og hvernig þeir breytast eftir veðri og vindum, ná- lægð, fjarlægð og birtu.“ Hadda Fjóla hefur haldið nokkrar einkasýningar og sú síðasta var í Gallerí Box í Gautaborg 2009. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum, meðal annars í Konunglegu listaakademíunni í Stokkhólmi og Liljevalchs Konsthall í Stokkhólmi. Gallerí 21 var stofnað árið 1985 og er eitt af elstu listamannareknu gall- eríum Malmö. Sýningin stendur frá 17. september til 9. október. Malmö Hadda Fjóla með einkasýningu. Litir nátt- úrunnar breytast  Hadda Fjóla með sýningu í Malmö Verk Höddu Hrafnhildur Gísladóttir sýnir olíumálverk í Café Milanó frá 12. september til 9. október. Á sýningunni eru 14 málverk og eru þetta myndir af náttúrunni tengdar grænni orku, jarðvarma og sól. Hrafnhild- ur Gísladóttir er úr Garðabænum og er stúdent úr Flensborg í Hafn- arfirði. Hún stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann áður en hann var sameinaður Listahá- skólanum. Hrafnhildur er útskrif- aður útstillingahönnuður úr Iðn- skólanum í Reykjavík. Olíumál- verk í Café Milanó Verk Hrafnhildar Hver væri til dæmis ekki til í að sjá Jón Ársæl baða sig með Össuri Skarphéðinssyni eða Sóleyju Tómasdóttur? 32 » Tónleikadagskráin sam- anstendur af verkum frá þrem- ur löndum, þremur tímabilum og eftir þrjú tónskáld. „Löndin, tímabilin og tónskáldin þrjú virðast í fyrstu fjarskyld,“ seg- ir Miklós Dalmay, „en tónlistin dregur þau nær hvert öðru og myndar jafnvel sterkt sam- band þeirra á milli.“ Liszt-rómantík-Ungverjaland. Debussy-impressjónismi- Frakkland. Elín-nútímatónlist-Ísland. „Píanóverk Franz Liszt höfðu áhrif allt frá rómantíska tímanum, alveg fram til byrj- unar 20. aldar og á sjálfan De- bussy. Án frönsku impressjónist- anna um aldarmótin væri síð- an tæplega hægt að tala um nútíma-píanótónlist. Elín Gunnlaugsdóttir hefur oftar en ekki dvalið í Parísarborg við tónsmíðar og fóru áhrif frönsku menning- arinnar ekki framhjá henni. Tónlist Debussys lá fyrir framan hana þeg- ar hún samdi verk sitt Punktar og línur. Tímabilin og landamærin verða þokukennd, máttur tón- listarinnar tengir líka saman einstaklingana.“ Þrjú tónskáld og þrjú lönd EFNISSKRÁIN Franz Liszt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.