Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 2
Hamingjudagar. BORGFIRZKUR BÓNDI, Björn Blöndal að nafni, hefur skrifað bók, sem heitir Hamingjudagar og kom ut í syndaflóðinu mikla um síðustu jðl. Margt gott hefur verið sagt um þessa bók, en þó ekki úr hófi fram, því að hún verður seint oflofuð. Hún er með fádæmum skemmtileg, hress- ir mann upp og gerir mann bjart- sýnan. íslenzk tunga lætur þessum bónda hverjum manni betur, létt, frjálst mál og hreint án fordildar, stíllinn ljúfur og nærfærinn, en þó hvergi væminn. Bókin gerir mann bjartsýnan á framtíð tungunnar. En jafnframt læðist að manni sú grá- gTetta spurning, hvort maður þurfi að vera lítt skólagenginn sveitamað- ur og náttúrubarn til þess að geta talað og skrifað íslenzku af þeirri hjartans lyst sem þessi maður gerir. Það liggur raunar i augum uppi, að enginn lærir að vera rithöfundur á skólabekk, en þá er komið í illt efni, ef skólarnir beinlínis drepa úr mönn- um mál og stíl. Þess ber þó að minnast, að málið eitt gerir engan mann að skemmti- legum rithöfundi. Málið á ekkert sjálfstætt líf, nema fyrir málfræð- inga. Það er aðeins farvegurinn, sem hin mikla elfur, persónuleiki höfund- arins, fellur eftir. Farvegurinn getur verið margvislegur, beinn eða bugð- óttur, breiður eða þröngur, grýttur eða sendinn, sléttur eða hyljóttur, en mestu máli skiptir þó það vatn, sem eftir honum rennur, hvort það er fúlt og seyrt og hálfvolgt eða hreint og tært, ferskur flaumur lif- andi vatns. Björn Blöndal býr yfir nægum uppsprettum lifandi vatns til að veita í hinn indæla farveg máls síns. Hann er skemmtilegur persónu- leiki og auðugur, að minnsta kosti á því sviði lífsreynslu, sem þessi bók birtir. Það er í honum fágætt lífs- magn, frumstæð og sterk náttúra, ættuð úr frumöld, en tamin á tutt- ugustu öld, öguð af menningu og mildi. Það er sjaldgæft að sjá nátt- úru og siðfágun haldast jafnfagur- lega í hendur og í þessari bók. Eftirminnilegust er þó hin frjóa lífsnautn, sem speglast á hverri siðu bókarinnar, einnig þar sem sér til ferða sorgarinnar. Bókin heitir Ham- ingjudagar, og það mun vera rétt- nefni, því hún sýnir oss manneskju í fullu samræmi við eðli sitt og um- hverfi. Þetta samræmi heitir ham- ingja, það veit höfundurinn og skrif- ar bók síná til þess að bera því vitni, ófeiminn, jafnvægur og glað- ur. Hafi Björn þökk fyrir bókina. Þó ætti hann að hugsa sig vel um, áð- ur en hann skrifar aðra. Það vill stundum mistakast næsta lag, eftir að mikið er klappað. Hvernig á tímarit að vera? GÓÐUR KUNNINGI mætti oss á götu nýlega og sagði: „Þú kannt ekki að gefa út gott tímarit, en ég skal kenna þér það. Taktu nú eftir. Minnstu þess, ef þú ætlar að gefa út tímarit, að snobba fyrir „fólkinu". Óþarft er að spyrja sjálfan þig, hvað þú eigir við með „fólk“. Snobbaðu bara fyrir „fólkinu“, og láttu þetta orð sjást sem víðast á síðum ritsins. Snobbaðú enn fremur fyrir öllu, sem íslenzkt er, og mætti jafnvel vera gott að hafa þetta mottó: „Allt er merkilegt, bara ef það er íslenzkt“- Birtu sem flestar greinar úr lífi „fólksins", æviminningar alþýðu- manna, þótt ómerkilegar séu, þser verða merkilegar vegna þess að þeir eru íslenzkir. Takmarkið sé: Enginn islenzkur alþýðumaður í gröfina án þess að skráðar hafi verið minningar hans. Sjálfsagt er að hafa hagyrð- ingaþátt, það er vinsælt að geta boð- ið upp á húsaskjól fyrir það sem utangarðs verður, þegar útvarpið er búið að hirða leirburðinn. Ómiss- andi lífsnauðsyn eru krossgátur og bridge-þrautir eða einhverjar get- raunir, þær eru lausnarorð samtið- arinnar. Mundu það, elsku vinur, ef þú vilt að rit þitt lifi, að tala vel um alla eða, að minnsta kosti, ekki illa um neinn. Settu upp engilsand- lit í eitt skipti fyrir öll, ásakaðu eng- an, og ef þú skyldir freistast til að benda á eitthvað, sem aflaga fer, þá segðu, að það hafi farið svona sjálft, og taktu fram, að þú áfellist engan. Þá sést, hve góður maður þu ert og rit þitt gott rit. Og að lokum, gættu þess að velja ritinu gott nafn, í góðu samræmi við stefnu og til- gang þess Ég bendi þér til dæmis a nafnið „Ver sjálfum þér nægur“. Svo mælti hann, en vér kunnum ekki góð ráð að þiggja, heldur kom- um þeim hér með á framfæri til frjálsra afnota. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.