Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 14
Þorsteinn Guðjónsson:
KENNINGAR DR. HELGA PÉTURSS UM EÐLI DRAUMA
Fyrir rúmum tveimur árum er látinn í Reykjavík dr. Helgi Péturss, jarðfræðingur og heimspekingur.
Uppgötvanir hafði hann gert merkilegar í jarðfræði Islands og naut mikils álits fyrir hær meðal jarðfræðinga,
bæði utanlands og innan. Lofuðu þeir hann og óspart fyrir þau verk að honum látnum. En hinu
hefur of lítill gaumur verið gefinn, sem Helgi Péturss hefur ritað utan jarðfræðinnar, þar
sem er bókin Nýall og framhaldsbækur hans. Því hversu svo merkilegt sem það kann
að vera, sem dr. Helgi hefur uppgötvað í jarðfræði, þá er víst, að uppgötvun
hans á eðli drauma, kemur fleirum við og annar fróðleikur í fram-
haldi af henni, og verður hún áreiðanlega þyngri á metun-
um, þegar framtíðin dæmir verk mannsins. — Nú
munu þeir fæstir vera, sem kannast við, að
Helgi Péturss hafi gert nokkra upp-
götvun um eðli drauma, mun
mörgum þykja slíkt
heldur fráleit fullyrðing. En
því veldur einungis oftraust á ríkj-
andi skoðunum og ekki þekking á málefninu
sem um er að ræða. Þekking á því mun vera næsta
fágæt meðal vor, og þykir mér ekki úr vegi að gera hér dá-
litla grein fyrir þessnm kenningum, eins og þær koma mér fyrir sjónir.
SambandseSli drauma.
Ef spurt væri svo einfaldrar spurningar sem
þeirrar, hvað það sé, sem mest greinir draum-
vitundina frá vökuvitundinni, þá gæti ég trúað,
að þeir, sem titlaðir eru sálfræðingar, myndn svara
sínu liver. Aftur á móti mætti ætla, að ung börn
myndu svara því rétta (til eiga þau að' hafa orð
á því), þ. e. að í draumi finnst manni það gerast
í kringum mann, sem ekki er þar að gerast. I
draumi sér maður og heyrir og reynir hluti, sem
alls ekki eru að gerast, þar sem maður er stadd-
ur. I>að er fráleit hugmynd, að draumurinn sé
einhverskonar upprifjun endurminninga. Draum-
urinn er líf, en ekki hugsun. — Þetta var það sem
dr. Helga Péturss varð svo mjög íhugunarefni, að
í draumi er eins og maður lifi öðru lífi, nálægt
því eins verulegu og vökulífinu stundum. Og því
íhugunarverðara, að hann þóttist sjá, að draum-
um sínum bæri mjcig illa saman við endurminn-
ingar sínar. Það, sem fyrir augu ber í draumi, er
frábrugðið þeim hlutum kunnugum, sem maður
æt'Iar það að vera, og kemur þetta því betur í
ljós sem draumurinn hefur verið greinilegri. Enn
var það, sem honum þótti athyglisvert, að í
draumi var útlit hans, er hann sá það, ekki hans
eigið', heldur allt annað, og munn ýmsir hafa þá
sögu að segja. Niðurstaða Ilelga Péturss varð svo
sú, að sofandi maður fœr í draumi þátt í lífi valc-
andi manns. Vakandi maður geislar út frá sér allri
sinni lífsstarfsemi, og getur hún framleitt þetta
sama ástand í sofandi manni, misjafnlega full-
komlega, og verður honum það að draumi. Til þess
að skýra fyrir sér þetta fyrirbæri, er gott að rifja
upp Idið’stætt dæmi úr hinni líflausu náttúru, það
er hvernig segulmögnuð járnstöng orkar á aðra
járnstöng óseguhnagnaða. Við sérstakar aðstæður,
þ. e. nálægðina, nær geislanin frá þeirri segul-
mögnuðu að framleiða hennar eigið ásland í hinni,
hún verður einnig segulmögnuð vegna geislunar
frá slíkri, svo sem allir vita. Sambærilegt er það,
sem manni verð'ur í draumi, hann verður líkui'
sínum draumgjafa og finnst það koma fram við
sjálfan sig, sem kemur fram við draumgjafann.
Þessum skilningi, að draumlíf sofandi manns væri
vökulíf annars manns, fann dr. Helgi brátt stað
í því, sem aðrir menn höfðu ritað um drauma
sína. Þess eru alhnörg dæmi, að menn hafa orðið
þess vísir, að það, sem þá dreymdi, hafði á þeirri
stundu komið' fyrir vakandi menn. Einnig eru
þess dæmi, að menn þykjast þekkja úr draumum
14
LÍF og LIST