Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 8
Mannfélagsmál BERTRAND RUSSELL hef- ur hugleitt fleira en rökfræði og trúarkenningar. Síðara hluta ævinnar hefur hann einkum fengizt við að gera sér og öðr- um grein fvrir því, lwernig mannkynið megi öðlast farsæld á þessari jörð. I því skyni hefur hann gert sér mikið far um að rannsaka sögu þess. Hann talar um öll stórmenni liðinna alda, sem væru það samtíðarmenn hans, rétt eins og öll tímamörk séu horfin. Að vísu bera flestar aldir nýjungar í skauti sér, en lengi hefur maðurinn átt \ið sama vandann að' stríða. Sönm yfirsjónirnar hafa komið honum í koll, og sömu ráðin hafa dug- að honum. Bæði Sókrates og postularnir hafa kennt mönnum mörg þeirra ráða, sem vænlegust hafa reynzt. Þó að Russell hafni kenning- um kristindómsins um guð og eilíft líf, fylgir hann eigi að’ síð- ur fram g^undvallaratriðum kristinnar siðfræði: virðingu fyr- ir gildi einstaklingsins og „að framar beri að hlýða guði en mönnum“, þó að hann muni fremur kjósa að nefna þann guð rödd samvizkunnar. Allar framfarir mannkynsins í siðferðilegum efnum telur hann liafa orðið' með þeim hætti, að upp hafa risið menn, sem hafa liaft þrek og þor til þess að mót- mæla viðurkenndum lífsreglum og boða aðrar betri, á sama veg og framfarir í þelckingu hafa gerzt með því, að miklir gáfu- menn hafa þorað að rannsaka viðurkenndar hugmyndir og boða aðrar réttari. Með þessu móti hefur mannkynið' hafið sig yfir mannætustigið og að nokk- uru yfir þrælahaldið. Hið ískyggilegasta í mannfélagsskip- un nútímans telur hann, að í einræðisríkjunum er slíkum mönnum nú á tímum með öllu ógerlegt að láta til sín heyra. Rödd þeirra er kæfð í fæðing- unni og þeir þegar sviptir lífinu. Allt, sem þar er gert, verður að miðast við hagsmuni misviturra ofríkismanna. Að' vísu hafa boð- endur mikilla sanninda átt örð- ugt uppdráttar á ýmsum öldum, en sagan sannar þó, að mörgum hefur þeim gefizt kostur á að flytja boðskap sinn um nokkurt skeið. Þá hættu teíur hann vofa yfir nú, ef einræðisstjómarfar leggur undir sig öll lönd, að mannkynið hrapi ai'tur niður á stig villimennskunnar. Þótt einræðisríkin leggi örg- ustu fjötrana á frjálsa hugsun og hcilbrigða þróun mannsandans, sér Russell víðar vondan brest í keri. Allur samdráttur valds á fárra hendur felur í sér ámóta hættu. Að vísu telur hann, að með sumt vald verði þannig að fara, svo sem öryggismál, réttar- far og eftirlit með nýtingu auð- linda. I þessum efnum mælir liann með alheimsstjórn. Með sumt vald fari stjórnir einstakra landa, en þær veiti síðan minni heildum, svo sem stjórnum landshiuta og sveitarfélaga, víð- tækt vald í þeim málum, sem þau varða. Hann er fylgjandi þjóðnýtingu allra meiri háttar atvinnugreina, en varar mjög al- varlega við þeirri hættu, að stjórnir þeirra verði of völdugar. Þjóðnýtt fyrirtæki verði raunar ekki verri en auðhringar, en þau þurfi ekki að verð'a miklu betri, el' iill stjórn þeirra er í höndum fárra. I menningarmálum berst hann fyrir sem víðtækustu frjálsræði. „Það er liryggilegt eins og nú gerist í Rússlandi, að vísinda- menn skuli neyddir til að tjá fylgi sitt við dulspeJáþrugl að kröfu stjómmálamanna, sem eru vankunnandi um öll vísindi, en eru reiðubúnir að beita kaupkúg- un og lögregluvaldi til framdrátt- ar heimskulegum ákvörðunum. I veg fyrir slilcan óvinafagnað verður aðeins komið með því að lialda afskiptum stjórnmáJa- manna innan þeirra vébanda, þar sem þeir eru líkJegir til að vera starfi sínu vaxnir. Þeir œttu elclci að krefjast úrsJcurðarvaJds um, hvað sé góð liljóndist, góð líffrœði eða góð heimspeJci“. Einstaklingur og þjóðfélag GÓÐ LÍFSAFICOMA, friður og frjálsræði eru að vísu nauð- synleg skilyrði til farsæls lífs að hyggju Russells, en þetta er ekki hið farsæla líf. En að þessum skilyrðum fengnum kemur mjög til kasta einstaklingsins að gera líf sitt hamingjusamt. I því efni telur hann mörgum verða á sú yfirsjón að greina ekki á milli skityrða og marJcmiða. Sá t. d., sem leggur stund á að safna auði, getur að vísu búið þannig í haginn fyrir sér, að hann geti notið hamingju, sem hann hefði annars farið varhluta af, en auð- söfnunin sjálf veilir honum eng- an unað. En t. d. unað af að njóta fegurðar náttúrunnar, feg- urðar listarinnar, unað af á- stundun andlegra viðfangsefna, unað af sannri vináttu telur hann til dásemda lífsins. Sá, sem á engan slíkan unað til þess að lifa fyrir, lifir I il lítils, en eflir því sem lífið er ríkara að slíkum unaði, þeim mun meira er gildi þess. Iíann segir sögu af því, er hann var staddur í Los Angeles og efnaðir gestgjafar hans fóru með hann út á víð'avang og sýndu honum hóp „flækinga" 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.