Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 20

Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 20
BOKMENNTIR Þrjár nýjar Maríns Ólafsson: HOLTAGRÖÐUR. Krrstinn Pétursson: SÓLGULL í SKÝJUM. Sverrir Haraldsson: VIÐ BAKDYRNAR. Ofannefndar þrjár ljóðabækur, sem út komu undir lok síðastliðins árs, hafa verið sendar LÍFI OG LIST og vcrður hér stuttlega minnzt. Mar'ms Ólafsson er elztur þessara þriggja skáldbræðra og hefur áður gcfið út eina bók, Virí hafið (1940). Sjálfsagt hefði hann gjarna viljað taka undir með Jóni prófessor, scm debúteraði ári fyrr, að sig hefði aldrei um skáldnafn dreymt; en margar vængfráar stökur M. Ó. höfðu þá lcngi flogið landshorna milli. Nú sýndi hann alþjóð, að hann gat fleira ort vel en fcrskeytlur. Fyrir þrjár sakir vakti frumsmíð M. Ó. frekast athygli: góðlátlega kýmni (sem þó stundum gat orðið hvöss ádcila), átt- hagatryggð (scm birtist í kvæðum tengdum bernskuminningum úr sjávar- þorpi) og þýðingar (sem gáfu skáldinu góðan byr undir vængi). Þessi nýja' bók M. Ó. er með sömu megineinkcnnum og hin fyrri. Við skáldfrægð sína bætir hann ckki, að séð verði án nákvænts samanburðar, cn heldur allvel í horfi. Enn sem fyrr cru í bók hans cinkar fallcg ljóð, scm minna á það óbrotna og fátæklega, en þó fagra mannlíf, sem lifað var í íslenzku sjáv- arþorpi á fyrsta fjórðungi þessarar ald- ar. Trúlegt er, að ljóðpcrlurnar litlu, Haust, Frátök og Gœftir snerti hlýjan ljóðabækur ......................^ streng í brjóstum þcirra, er slitið hafa barnsskóm sínum í fjörusandi og orðnir eru nógu gamlir til þess að muna scin- ustu daga árabátaútgerðarinnar — cigi síður cn systur þeirra í fyrri bók höf- undar. Verður þessi upptalning að nægja, þótt fleiri kvæði séu í bókinni að sínu leytj eins góð; tilvitnanir vcrða og að víkja sakir rúmlcysis í ritinu. Holtagróður Maríusar Ólafssonar er ekki hávaxinn, cn kjarngóður og ilm- ljúfur. Að vísu brcgður þar fyrir innan urn nokkru ógresi, svo sem braglýtum, fljótfærnislegu orðavali og öðru nosturs- leysi um formfágun. (Þess konar lit- brigði tíðkast mjög um vora daga í /slcnzkum kveðskap og auka að sjálf- sögðu á fjölbreytnina, en óncitanlega spilla þau oft að sarna skapi fagurræn- um hcildarsvip ljóða, sent annars gætu heitið dýrlegur skáldskapur.) Ekki verður M. Ö. sagt hér fyrir um vinnubrögð í ljóðagerð sinni framvegis. En væntanlega fyrtist hann ckki við, þótt sú ósk sé hér fram borin að lok- um, að hann helgi skáldskapargáfu sína því hlutverki um sinn að geyma í góðri mmningu það óbrotna, fátæklega, cn þó fagra mannlíf, scm lifað var í íslcnzku sjávarþorpt (hér nánar til tekið á Eyrar- bakka) í bcrnsku hans og fram á mann- dómsár — en nú cr liðið. Hér er um að ræða merkilcgt, ólcyst viðfangsefni, scm skáldi með hjartalagi M. Ó. ætti að vera hugljúft. Á hvíldarstundum frá því vcrki mætti hann svo gjarna draga aúrasálir og óhcilindamenn og aðra slíka sundur og saman í háði — og glíma við Byron Bretatröll. * Kristinn Pétursson gaf út fyrstu Ijóða- bók sína, Suður með sjó, árið I942, Nokkur næstu árin á undan höfðu birzt eftir hann ljóð í blöðum og tímaritum og hann þótt gott skáldefni. Svo kotn bókin nýnefnda, og segir ekki incira af hcnni hér, sérstaklega. En nú hefur K. P. sent frá sér nyja bók sunnan mcð sjó — eftir átta ar. Því miður er þess ekki kostur hér að bera nákvæmlega saman þessar tvær bækur höfundar, cn ákaflega er hætt við, að slíkur samanburður mundi renna styrkum stoðum undir þá skoðun und- irritaðs, að skáldinu hafi farið grátlega lítið fram, svo að ckki sé stcrkara að orði kveðið. Sá, scm læsi þessa nýju bok K. P. og vissi ckkert um hina, mundi að sjálfsögðu fara mjúkum höndum utn annmarka hennar, en lofa guð og höf- undinn fyrir það, sem þcir hefðu her t samciningu bezt gcrt. Og von um gott og vaxandi skáld mundi hlýja honutn um hjartarætur. En — hinn, scm er nieð báðar bækur hans fyrir framan sig, verð- ur að sæta því lciðinlega hlutskipti að vera í senn hissa og hryggur. Mcðal hinna 30 Ijóða bókarinnar nýju eru að vísu nokkur, sem ýmist munu standa lítið cða ckkcrt að baki þeitn, sem skáldið hefur bczt ort áður. En miklu cru þau flciri (scm og í frutn- smíð höfundar), scm kalla má undarlcga barnalegan leik að innantómum orð- um, er sum hver a. m. k. mundu raun- ar gcta komið að góðum notum — °S fengið fyllingu! — í lýriskunt „alvöru- ljóðum“. Beztu kvæði K. P. bera því órækt vitni, að hann er gæddur góðri skáld- gáfu og á lctt mcð að yrkja. Því vekui það grcmju að hann skuli eftir átta ara hlé scnda frá sér ckki betri bók. Og það er sem mann langi til að spyrja (eins 20 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.