Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 9
MAKTA (Michelinc Prcsle) og FRANQOTS (Gérard Philipe) i ponsku kvik-
myndinni IIOLDIÐ ER VEIKT (Lc Diable au Corps).
frá Mexíkó. Þessura amstrandi
borgarbúum þótti lítið koma til
lífs flækinganna, en Russell
kvaðst hafa sannfærzt um það,
að ílækingarnir hafi notið mildu
meira af því, sem gerir lífið þess
vert að lifa því, en gestgjafarn-
ir. Þegar hann reyndi að skýra
það fyrir þeim, hafi hanri ekki
mætt öðru en algjöru skilnings-
leysi. — Mönnum skiljist að
vísu, að hugarfar nirfilsins sé
sjúklegt, en þegar það hugarfar
birtist á nokkuru lægra stigi, er
það' talið gott og gagnlegt.
Eilíft vandamál verður mann-
inum það, hvernig hann á að
semja frið milli frumeðlis síns á
annan bóginn og æðri hugsjóna
á hinn. Frá örófi alda lifir í okk-
ur öllum baráttuhugur, eigin-
girni, öfund og óttasemi, girnd
og grinnnd. Lítið tjóar að skella
skollaeyrunum við þeim rödd-
um. Það eru örlög manna að
hafa fæðzt með þessum ósköp-
um. Ef þessi öfj fá enga framrás,
vofir yfir manninum að örmagn-
ast og örvitast. Ef þeim er aft-
ur á móti gefinn laus taumur-
inn, blasir við eyðing alls mann-
lífs. Vandinn er því sá, að finna
Jeið til þess, að frumöflin fái að
njóta sín án allrar skaðsemdar,
þ. e. án þess að koma fram í
athöfnum, sem hafa tjón í för
með sér. Og öllum mönnum verð-
ur að gefast kostur á að svala
þessum þörfum sínurn á þennan
veg. Þeir, sem tilhneigingu hafa
til valda, verða að eiga kost á
að láta eitthvað til sin taka.
Þess vegna er dreifing valdsins
nauðsynleg. Þeir, sem mikla
löngun hafa til að geta sér orð-
stír eða neýta krafta sinna, ættu
að fá það. Russell mælir fastlega
^neð því, að fleira fólki en i-
þróttamönnum einum sé veitt
viðurkenning fyrir afrek sín.
Örvun heilbrigðs stolts jd'ir vel
unnum verkum telur hann hiria
mestu uppsprettu sannrar líf's-
hamingju.
Þá geta menn tamið sér að
láta ímyndunina bera burt ým-
islegt, sem þyngir hugann. Þessi
mikli ástundunarmaður heim-
spekilegra mennta segir kinn-
roðalaust frá því, að hann lesi
leynilögreglusögur sér til hug-
bótar. Hugsi hann sig ýmist í
hlutverki morðingjans eða lög-
reglunnar.
Ef til vill má segja, að Russell
hafi ekkert sérstaklega nýstár-
legt til málanna að leggja í þess-
um efnum, ýmsir aðrir hafi ver-
ið þar frumlegri, t. d. Freud og
McDougall, en þó er mér til efs,
að nokkur maður hafi hugsað
þennan vanda svo mjög í þaula
sem liann.
Baráttan milli skyldu og kiill-
unar er eitt þeirra vandamála.
sem einstaklingnum eru á hönd-
um. Skyldan, þjónustan við
aðra, er að vísu nauðsynleg og
heilbrigð krafa að tilteknu
marki, en gæta verður þess, að
hún sé ekki svo hörð, að lnin
misþyrmi séreSIi einstaklingsins
og óvirði lífsþarfir hans. Hefur
Russell hvatningarorð til þeirra
að mæla, sem finna hjá sér ríka
köllun, að sinna lienni ótrauðir,
og bendir á, að flest hið bezta,
sem mannkyninu hefur verið
gert, hafi verið unnið af einmana
mönnum, sem hafi gegnt köllun
sinni, þótt iðja þeirra hafi verið
litin hornauga af samtíðinni.
LÍF 0g LIST
9