Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 12
urhraða, svipað og býfluga, en
enginn yi'irspenningur var í fasi
hans, aðeins andlegt fjör. Hann
spurði mig, hvort ég liefði lesið
Frobenius? Eg kvað nei við.
„Lestu Frobenius — það er
allt þar. Skáld verða að vita eitt-
hvað um orðmyndafræði menn-
ingarþjóðanna“. Ilann hélt á-
fram: „Samkvæmt tölvísinni eru
séxtíu og fjórar grundvallarregl-
ur fyrir hinum svokallaða sex-
iiða bragarhætti með r'éttum
þríliðum. Það, sem amar að ungu
skáldunum nú, er, að þeir kunna
ekki bragfræðireglur sínar. Til
er frönsk bók um bragfræði —
prýðileg bók. Eg skal skrifa titil-
inn handa þér“. Meðan hann var
að því, sagði ég honum, að ég
hefði spurt T. S. Eliot eitt sinn,
hvenær hann orti beztu ljóð sín,
crg Eliot hefði svarað, að hann
orti yfirleitt bezt, þegar hann
væri staðinn upp úr inflúenzu.
„Sagði hann það — jahá, ein-
mitt“, sagði Pound og glotti.
„En segð'u mér: hvenær yrkir
þú bezt?“
„Eg þarf ekki infhienzu".
HANN játaði fyrir mér, að
hann ritaði beint niður á ritvél-
ina, þegar hann fengist við yrk-
ingar, og liann hefði nokkurs
konar dálæti á ritvélinni — hún
væri eini þarfi hluturinn, sem
öld vélanna hefði framleitt, sér
félli vel við hljóðið í henni, og
hvernig stafirnir kæmu fram á
blaðinu. Eg spurði hann ekki,
hvers vegna handrit hans, sem
hann sendi til útgefanda síns,
væru svo margkrotuð af leið-
réttingum, að hann hlyti að vera
álíka skeytingarlaus og ónær-
gætinn við setjarana og ritstjór-
ana eins og Balzac var. Nokkr-
um mánuðum áður hafði James
Laughlin sýnt, mér handritið af
písönsku kantósunum. Það var
vélritað á ljósbláan pappír. I
hverri línu voru útstrikanir, inn-
skot, hringir með athugasemd-
um og áherzlumerkjum (eins og
t. d. i í gnðs bænmn setjið á-
herzlumerkin rétt!). Þó voru
grísku áherzlumerkin herfilega
röng, þegar bókin kom út. Helm-
ingur latínunnar var vitlaus og
ekki heil brú i drjúgum hluta
ítölskunnar. I einni af eldri kant-
ósum sínum vitnaði Pound i
t
John Adams á þessa leið:
I begged Otis to print it (the Greek
prosody).
He said there Nvcre no Greek types in
America
and if tliere were, were no typesetters
cd use ’em.
Það var verra nú, en bókin
var að minnsta kosti prentuð';
Pound hafði nú stefnt há-
menntaorðstír sínum meira í
hættu en nokkru sinni fyrr.
Honum var svo til sama. Það
fólst óvenjuleg hámenntun bak
við þetta dauft sólbrennda and-
lit. Hann hafði í samræðum
okkar þanið þekkingarnet sitt
yfir England, Miðjarðarhafs-
löndin, Ameríku og Kína, og
þegar hann talaði, virtist hann
hafa allar heimsbókmenntirnar
í fingurgómunum. Eg sagði hon-
um, að enskur bókmenntapró-
fessor hefði vikið' mér úr stöðu
minni hjá British Couneil í
Kína. Enski prófessorinn hefði
orðið svo hneykslaður á því, að
ég hélt því eindregið fram, að
hámenntun Pounds væri af-
bragð.
„Kannske hefur þessi prófess-
or þinn haft rétt fyrir sér“, sagði
hann hlæjandi. „Hvað er há-
menntaviðurkenning? Mestu
varðar að gera sér grein fyrir
því, sem maður fæst við“. Hann
endurtók þetta nokkrum sinn-
um; hann kvaðst ekki geta ann-
að en fyrirlitið þá, sem gerðu
sér ekki grein fyrir viðfangsefni
sínu. „Ars scnbendi (listin að
skrifa) er“, sagði hann, „í fyrsta
lagi innblástur, komið svo með
súpuna, lærið síðan ensku“.
Þannig yrði meira vit í því.
Hann vék aftur að ungu skáld-
unum eins og þreyttur Ædipus:
„Þessir ungu menn mennta sig
og lesa ekki nóg. I minni tíð lás-
um við' og lærðum, þangað til
við hnigum niður. Drottinn
minn, það er svo margt, sem
þarf að læra“.
„Hvað ráðleggurðu þeim að
gera?“
jJLsera einn lilut ofan í kjöl-
inn — lífið er ekki einu sinni
nógu langt til þess. Það veit
guð, að ég vinn mikið. Hvers
vegna í fjáranum vinna þessir
ungu menn ekki?“
Mávarnir flögruðu lágt yfir
höfð'um okkar; katatóníkarnir
voru fallnir í draumamók; Boris
Gudonov var loks orðinn hás.
Blái skugginn, sem stafaði af
álmtrénu, minnti á keilu, og ein-
hvers staðar fyrir, aftan okkur
var grár steinveggur liins ömur-
lega geðveikrahælis, gluggarnir
á því drógu til sín geisla sólar-
innar. Jafnvel íkornar birtust
fram úr bláum skugganum; augu
þeirra voru ekki eins björt og
tindrandi og augu Pounds, er
hann þuldi kínverskt kvæði af
miklum móði og með ógeðfelld-
um áherzlum. Auðsætt var nú,
að hann hafði lært kínversku að
mestu leyti af eigin ramleik.
Hinn alfræðilegi heili hans hafði
geystst áfram inn á svið', sem
engum nema afburðamönnum er
gefið að kanna og nema. Og hann
hlýtur að hafa verið ofurmann-
lega næmur á kínverskuna, því
12
LÍF og LIST