Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 10
ROBERT PAYNE cr enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann ritar grcin þá, cr hér fcr á cftir, og lýsir kynnum sínum af skáldinu Ezra Pound, sem nú dvelst á gcðvcikrahæli í Washington. Ezra Pound i SÓLIN varpaði geislum sín- um yfir garðinn umhverfis St. Elizabeth-geðveikrahælið í Was- hington, og hvítir m'ávar sveim- uðu meðal trjánna í hitamóð- unni. Mér virtist hann fjarska litill og pervisinn undir stórum álmtrjánum, þar sem hann nam við blikandi grænan grasvöllinn. Eg þurfti að ganga um kyrfilega íifgirt svæði, til þess að ná fund- um hans. Þar voru undarlegustu hlutir á seyði. Þar voru menn í einhvers konar fangabúningum, skríðandi á knjánum. Sumir þeirra stóðu uppi á stólum og öískruðu, svo að þeim lá við köfn- un, en flestir þeirra sátu með hendur sínar spenntar milli knjánna, niðurbældir af hryggð. „Eg er Boris Gudonov, alvald- ur Rússlands!“ Þannig hélt öskr- ið í þeim þindarlaust áfram og yfirgnæfði gargið í mávunum, þannig endurtóku raddirnar með djúpum fallarida sömu mark- lausu setninguna. Handan við afgirta svæðið var Ezra Pound. Hann sat í sólstól. Hrokkið skegg hans var að verða silfur- grátt. Þama vai* Ezra Pound, sem næstum áreiðanlega er mestur núlifandi skálda meðal enskumælandi þjóð'a. Hann var lægri á vöxt og þybbnari en ég hafði búizt við, minnti á dverg, andlitið fölt, þó að hörundið hefði fengið á sig eirleita slikju af sólinni. Um- hverfis hann ríkti einhver seið- mögnuð ró. Greina mátti raddir geðveikissjúklinganna í St. Elizabeth-sjúkrahúsinu, en þær virtust undarlega daufar héðan. Það var vel hægt að ímynda sér, að geðveikissjúklingar væru ekki á næstu grösum, vegna þess að Pound virtist ekki veita hljóð- um þeirra athygli og talaði ró- lega og hljóðlega eins og hann væri staddur í garðinum sínum heima í Rapallo. „Þú þarft ekki að skipta þér af þeim. Maður venst þessu, og þeir eru prýðisnáungar inn við beinið“, sagði hann. „Eg veitti þeim enga athygli“. „Jú, víst varstu að því. Þú skalfst. Það gera allir, sem hing- að koma“. Hann opnaði bókina, sem hann var að lesa. Það var kín- verskt ljóðasafn, sem Confueius er sagður hafa valið. Hann byrj- að að ta-la um Kína. Hann kvaðst aldrei hafa komið þang- að, en hann vonaði enn að-geta komizt þangað einhvern tímann. „Indland og Kína — þangað' falla öll vötn. Þangað ættu allir að fara“. Hann byrjaði að tala um Búdda og Confucius. „Eg er ekki mikill heimspekingur“, liélt hann áfram, „en þar liggur sann- leikurinn grafinn — í Confucius Búdda. Eg hef verið að læra kín- versku undanfarin tuttugu ár, og mér virðist miða heldur lítið áfram. Eg er ennþá að ]iæla í lienni. Sennilega verð ég að því, þegar ég dey“. Eg spurði liann um Ijóð hans, Tlie Cantos. Nokkrum vikum áður hafði komið út skínandi falleg útgáfa af písanska ljóða- bálknum (The Pisan Cantos), sem hann hafði ort, þegar hann var fangi á Norður-Italíu, og ég' hafði orðið gagntekinn af mynd- auðgi þeirra og ljóðrænni fegurð: óskiljanlega og næstum því í fyrsta skipti hafði birzt í ljóða- gerð Pounds eitthvað algerlega nýtt, í þeim birtist næstum því himnesk alvara og þýðleiki; hann virtist einkum gera sér far um að fjalla um dýr, fugla og’ vespur — áhrifaríkast í hinum písanska kvæðabálki er, hvernig hann lýsir vespunni, sem pauf- ast við að spinna sér net í fanga- klefa Pounds, þó að allt sé því til hindrunar, og vespan er allt í einu orðin táknmynd allrar Evrópu, samanber þessar ljóð- línur: ,,Ego scriptor frá flaki Evrópu sem stakur maur úr eyðilögðu maurabúi“. Hugur hans hafði frá öndverðu átt í baráttu við að velja milli Evrópu og Kína. Nú var þetta vanda- mál leyst. Pound hafð'i kallað Evrópu Karybdís atburðanna og hann líkti Kína við „einveru- kyrrð fjallsins Tai-shan“. Hann hafði tekið Kína fram yfir Evr- ópu, Kína, sem hann kallaði hina fjarlægu arfleifð, Persefónu í hinni kínversku þoku. Svipuð gerðu Goethe og Hölderlin. Þeir gátu rifið sig undan áhrifum gyðinglegra og grískra erfða og skapað úr því eitthvað' algerlega 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.