Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 15

Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 15
sinum menn eða liluti, sem þeim liafði aldrei áður fyrir augu borið í vöku. Og hlýtur skýringin að vera sú, að þeir hafi séð þetta með annarra aug- um. Að sjá með annarra augum, þetta mun hljóma einkennilega í flestra eyrum. Og lífgeislan, hvað sannar tilveru hennar? munu menn spyrja. Hér fer nú að verða auð'veldara um svör en áður, því að í útlöndum hafa á undanförnum árum verið gerðar umfangsmildar tilraunir á því, sem kallað er telepathy eða fjarskynjun, og er nú talið full- sannað, að eigi sér stað, og meira en það, hljóti að eiga sér stað, þegar verulega er til þess reynt. Raunar hafa vitrir menn löngum þekkt fjarskynj- un, en hinar margendurteknu tilraunir dr. Ilhines við' Duke-háskólann staðfesta þessa þekkingu svo vel, að ekki verður lengur á móti mælt, enda mun áhrifa þessa mjög vera farið að gæta í útlöndum. l’að er tilraun dr. Rhines, að manni er fenginn 'Spilabunki og tekur liann upp eitt og eitt. Annar Uiaður, sem ekki sér á spilin, gi/kar á, hvaða spil þetta séu, jafnóðum og þau eru tekin upp. Verða réttar ágizkamr að öllum jafnaði miklu fleiri en líkindareikningur gefur til kynna að verða ætti. Af þessu er augljóst, að' vitneskjan um spilin flyzt á milli vitundanna, úr því að annar maðurinn verður að horfa á þau. Þetta er mikill stuðningur við draumakenningu Helga Péturss. Ilr því að hu gsun uni mynd getur flutzt vitunda á milli, hví "íeti þá ekki sýnin sjálf einnig gert það við frek- ari samstillingu og þegar sjónfæri viðtakandans væru óvirlc, eins og er í svefni. — Það að út frá mannslíkanfianum stafi geislan, lífgeislan, á sér einnig stoð í því, sem útlendir vísjindamenn hafa haldið í'ram. í Nýal (1922) getur Helgi um dr. Kilner, enskan lækni og raffræðing, sem þá hafði fyrir nokkrum árum fundið aðfeað til að gera út- geislunina frá líkamanum sýnilega. Kilner varð víst eklci langlífur, en seinna tóku aðrir til, þar sem hann hafði frá horfið, og voru komnir á góð- an relcspöl fyrir stríð, farnir að búa til „áru“- gleraugu. En í Frakklandi kvað nú vera raffræð- ingur að nafni Givélet, sem hefur smíð'að tæki, sem gerir sýnilega útgeislunina frá fingurgómun- um, og vekur mikla athygli. I Nýal var einnig minnzt á kenningar Rússans Gurvitsj um lífgeisl- an, en hann hefur líklega ekki lagt árar í bát, því að í einni af ádeilugreinunum um Lysenko var líffræðikenningum þess manns jafnað við kenn- ingar Gurvitsj, og sést af þessu, að ekki hafa and- stæðingar nýrra uppgötvana gleymt Gurvitsj. — Þetta sýnir að óvarlegt er að ætla, að Helgi Pét- urss hafi byggt á sandi, þar sem hann gerði ráð fyrir lífgeislan. Þetta er kenning, sem verið liefur að' skjóta upp kollinum hingað og þangað um ára- tugi, eins og margur sannleikur gerir, áður en hann brýzt fram. — Þegar þetta er vitað, að líf- geislan stafar út frá líkömum manna (og dýra), og ennfremur, að hún ber liugsanir heila á milli, þá er elcki erfitt að skilja þá kenningu Helga Pét- urss, að sérhver lifandi vera sendir út frá sér geislan, sem leitast við að koma á annars staðar Dr. Helgi Pjeturss HÖFUNDUR greinarinnar er norrænunemi í Há- skóla Islands. Greinin átti uppliaflega að birtast í Stúdentablaði i. des. s.l., bafði hlotið td þess sam- þykki æruverðugrar ritnefndar, en var á elleftu stundu svipt tdverurótti sínum ínnan um öll andlegbeitm þar í blaðmu og í hennar stað birt ítarleg frásögn af íþróttaafrekum, samin af stud. juns Þórði Sigurðs- sym, sleggjukastara. Þórður þessi var einn úr ntnefndmni. Ritstj. LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.