Líf og list - 01.03.1951, Page 6

Líf og list - 01.03.1951, Page 6
ÁRMANN HALLDÓRSSON: BERTRAND RUSSELL Nokkur æviatriði BERTRAND RUSSELT, er fæddur 18. maí 1872. Hann er því kominn hátt á 79. aldursár. Samt er hann í fullu fjöri enn- þá, síglímandi við hin örðugustu viðfangsefni og síleitandi lausn- ar á þeim vanda, sem mannkyn- inu er á höndum. Russell er kominn af kunnum aðalsættum brezkum, og jarl varð hann 1932. Báðir afar hans voru lávarðar, og annar þeirra, John Russell, einn hinna fremstu stjórnmálamanna á sinni tíð og forsætisráðherra. TJm þriggja ára aldur hafði Bertrand misst foreldra sína og ólst eftir ]jað upp hjá ömmu sinni. Hann var ekki sendur í menntaskóla (pu- blic school) eins og þó tíðkaðist ijm flesta pilta úr hans stétt. Hins vegar var honum séð fyrir mikilli og vandaðri heima- kennslu. Var einkum lögð rækt við nýju málin, frönsku og þýzku, en minni við forntung- urnar. Mætti það vera undrun- arefni þeim, sem ímynda sér, að menn geti ekki lært að' hugsa rökrétt án slíkrar skólunar. Er hinn fagri og heillandi stíll Russelís m. a. þakkaður þessu uppeldi. Um 18 ára aldur hélt hann til Cambridge, lagði þar stund á heimspeki og hlotnaðist mikill námsframi. Að námi loknu dvaldist liann um hríð í Berlín og kynnti sér þá einkum jafnað- arstefnuna í þýzkum stjórnmál- um. Hann réð sig ekki til fasts starfs að því undanskildu, að hann vann nokkra mánuði í sendiráði Breta í París. A árunum fram að 1910 vann hann mestmegnis að heimspeki- legum og stærð'fræðilegum rann- sóknum, lengstum í félagi við vin sinn, stærðfræðinginn White- head. Russell hafði kvænzt 1894 fyrsta sinni, og lifðu þau hjón mjög óbrotnu Hfi. Er því á lofti haldið, af hvílíkri óhemju elju Russell hafi stundað rannsóknir sínar. Arangurinn af þessu starfi var m. a. Principia Mathema- tica, sem þeir Whitehead gáfu út saman. Er þar lagður grunn- urinn að heimspeki Russells, hinum svonefnda analytieal em- pirism“. 1910 gerðist Russell kennari (lecturer) við háskólann í Cain- bridge. Um þær mundir var hann farinn að láta talsvert til sín taka í stjórnmálum og mann- félagsmálum. TJrðu þau afskipti honum örlagarík, er kom fram á stríð'sárin fyrri. Russell barð- ist fast fyrir því, að enginn, sem taldi það stríða gegn trúarsann- færingu sinni, yrði kvaddur í lierinn. Var hann fyrst dæmdur til að greiða 100 punda sekt fyrir flugrit um þessi efni, og var bókasafn hans selt til lúkningar þeirri skukl. Vinur hans gat þó náð' nokkurum hluta þess aftur, en samt missti Russell margt dýrmætra bóka. Háskólinn svipti hann stöðunni. Bauðst honum síðar staða við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum, en þá var honum synjað um vega- bréf. Hernaðaryfirvöldin komu í veg fyrir, að hann fengi að flytja fyrirlestraflokk, og 1918 var hann dæmdur í 6 mánaða fang- elsi, og ritaði hann þar eina kunnustu bóka sinna. A næstu árum ferðaðist hann víða um lönd, m. a. til Rúss- lands og Kína. í Kína dvaldist liann árlangt, veiktist þar af lungnabólgu og lá þrjár vikur milli heims og helju. Tilkynntu japönsk blöð lát hans, og buðust þá Kínverjar til að jarða hann við Vestravatn í heiðursskyni við’ heimspekinginn. Skilst mér það vera álíka sómi og við hefð- um boðizt til að heygja hann á Þingvöllum! En Russell hjarnaði við og átti margt eftir ógert. Eftir að liann kom úr Kína- förinni, kvæntist hann öðru sinni. Stundaði hann ritstörf af miklu kappi, og hefur gert það æ síðan. Hefur hver bókin rekið aðra, og munu þær vera komnar a. m. k. eitthvað á þriðja tug- inn. Eitt mesta ritverk hans mun þó vera Heimspekisfiga Vesturlánda, sem út kom í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Er það rit sérstakt í sinni röð, eink- um að því leyti, að áhrif þjóð- félagshátta og aðstæðna allra á kenningar heimspekinganna eru dregin fram í dagsljósið, svo og hver áhrif þessar kenningar höfðu aftur á menningu þjóð- anna. Þar er sem sé sýnt fram á, að heimspeki lið'inna akla er enginn hugsanaleikur gripinn úr (l LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.