Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 19

Líf og list - 01.03.1951, Blaðsíða 19
SíW&< weate ?p HAMLET: AÐ VERA EÐA EKKI, það er þessi spurning. ¦ Mun drengilegra að þola illrar auðnu Srjótflug og örvar eða taka vopn sín í móti hafsjó hörmunganna og gjöra svo enda á þeim með valdi? — Deyja, — sofa, — allt búið; — og að vita að værðin endar allt sálarstríð og ótal þúsund þrautir, sem holdið á og erfir, — þvílík af- drif er vert að biðja um af hrærðu hjarta. Að deyja, — sofa — sofa — dreyma kannske? — Hér kemur hængur. Því að hverja "íauma menn dreyma kynnu í dauðasvefni bessum, e* fargi holdsins hrundið af oss væri, bað stöðvar hugann. Það er þessi u&gur, ^veíi w oz did: sem gjörir vorar eymdir ævilangar. Hver þyldi ella heimsins hróp og svipur, kúgarans álög, ofsamannsins skap- raun, svívirtrar ástar sviða^ dregin lögskil, valdsmanna ofdramb, og þá storkun alla, sem hrakið sýnir hjartaprúðum dreng, ef sérhver mætti laga lífs síns reikn- ing með hnifnum sínum? Hver er sá, er bæri slíkt farg, að strita og stynja langa ævi, ef óttinn fyrir öðru bak við dauð- ann, — þeim huliðs-ströndum, hvaðan eng- inn snéri, — ei teldi úr og léti oss kost þann kjósa að bera heldur bölið, sem vér höfum, TIL LESENDA! Fyrirhugað var, að marz- heftið kæmi út fyrir pásk- ana, en vegna mikils ann- ríkis í prentsmiðjunni var ekki unnt að koma þvi út fyrr en í lok mánaðarins. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessari töf. en flýja því í fang, sem enginn þekk- ir? Samvizkan gjörir gungur úr oss öll- um, og áræðisins hraustur heilsulitur smábreytist svo í fölleitt hugar-hik og athöfn hver, sem heimtar móð og merg, nær eigi framrás fyrir þeirri viðsjá, en missir nafnið framkvæmd. — Þey, þey, þey! (Hamlet eftir William Shakespeare, þriðji þáttur, i.mtr. Þýð. Matth. Joch.) kom honum til að súpa hveljur, e11 hann skjögraði afturmeð pg 'eitaði að bátnum sínum, og Pegar hann fann hann ,gekk hann afturfyrir hann og sá að hann var með skrúfu. Það var eini báturinn með skrúfu, bví nann athugaði hina líka, og hann preifaði ennþá á vestistölunni uPp á númerið. Þá var farið að hvessa fyrir alvöru, og hann nelzt ekki við lengur, ekki einu S11ini í skjóli við' reykháfinn, en Pegar hann hafði sig inn úr dyr- unum lét hann aftur staðar num- |* á. pallskörinni og þorði elcki inn í reyksalinn, heldur þrýsti Ser UPP í hornið við uppgöng- una og horfði út í myrkrið í S^ttinni, þar sem snjókornin drógust í þræði í ljósinu. r Þú ÉG HEYRI ÞIG eins og hríslandi bergvatn, sem veit á svölun og voldugan fögnuð. Eg er þyrstur í hreinleika þinn eins og hjarðsveinn í háfjallalind. EG SE ÞIG eins og sólstafi úr skýjuni, er guð lieftir misst út um gluggann. Ilár þitt er vott af himindögg og varir þínar roðnar rósablóði. ÉG FINN ÞIG éins og fallandi bylgju, eins og svimandi bri'in á bjargi, eins og úthafið sjálft eða örœfin. Eg finn ekkert, ekkert nema þig. Eljagrímur. Líp og LIST 19

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.