Líf og list - 01.05.1951, Page 5

Líf og list - 01.05.1951, Page 5
sagnaskáld vestur-íslenzkt, Guðrún H. Finns- dóttir, er látin fyrir fáum árum. Annar merkur sagnahöfundur þar vestra er Þorsteinn Þ. Þor- steinsson, — hann er afar mannlegur og hefir húmor. 1 báðum þessum höfundum er mikill norrænn kraftur. Guðrún, sem ég nefndi áðan, má teljast fyllilega sambærileg við beztu smá- sagnahöfunda hérlendis — ég tek til dæmis Þóri Bergsson, án þess að ég sé að gera upp á milli þessara tveggja. Ef f>ér berið saman skáldskap samtíðarinnar bér og meðal Islendinga vestan hafs — hvað vœri pað helzt, sem greindi i milli? — Kannske mætti segj?, að hér virðist ekki lengur vera í hávegum haft að yrkja ættjarðar- kvæði, en þau eru enn í miklum blóma meðal Vestur-íslendinga. Og í sagnagerðinni hefi ég furðað mig á því, að hér kemur ekki fyrir, að nokkur höfundur semji það, sem kallað er reyf- ari (en þeir geta verið góðir eins og hvað annað og þurfa alls ekki að spilla smekk né þroska rit- höfundanna, ef réttilega er haldið á spöðunum.) Reyfarar (sem kannske mætti öllu heldur kalla ævintyri eða ævintýrasögur) eru mjög tíðir í vest- ur-íslenzkum bókmenntum — ég nefni sem dæmi: Brasilíufarana eftir }. Magnús Bjarnason, sem flestir kannast við. Ef j)ér lltið á bókmenntir hér (einkum Ijóða- gerðina) — hvað einkennir höfundana sameigin- lega? — Ja, — það mætti kannske segja, að höf- undarnir, einkum ljóðskáldin, eru yfirleitt ekki áróðursmenn (própagandistar). Listin er látin sitja í fyrirrúmi. Þér hafið að sjálfsögðu kynnt yður verk ný- liðanna — hvernig lizt yður á J)au? — Ég hefi lesið bækur eftir nokkra þeirra og mér lízt vel á. Mér finnst þeir efnilegir byrjend- ur, sem líklegir eru til að ávaxta sitt pund. En finnst yður ekkert slen rtkja t bókmennta- l'tfinu sem stendur? — Mér finnst ekki nein ástæða til þess að örvænta um þessa ungu menn, því að það bæt- ist alltaf í skarðið. Hvernig orkar islenzkt menningarlif á yður við fyrstu sýn eftir svo langa fjarveru — finnst yður Islendingar meira ,,anglo-orientcraðir“ en f)á er f)ér voruð hér síðast? — Ég hygg, að þrátt fyrir allt, hafi það bjarg- að þjóðerninu, að við vorum svo lengi í sambandi við Dani. Orkneyingar og Hjaltlendingar voru fljótir að glata tungu sinni og þjóðerni undir yf- irráðum Engil-Saxa. Færeyingar höfðu svipaða aðstöðu og við, en héldu þjóðerninu engu síður cn við. Dönsk áþján einangraði okkur og mqð cinangruninni tókst Islendingum að halda við tungunni og þjóðerninu. Menn verða að gjalda góðan varhug við, því að hætt er við, að banda- rísk menning, þrátt fyrir sína góðu kosti, verði fljót að gleypa það, sem okkur er'dýrast og hei- lagast. Hvað finnst yður mest áberandi í brag landa yðar, ef f>ér berið slikt saman við það, sem þér eigið að venjast vestan hafs? — Þeir hlutir, sem maður rekur augun fyrst í, eru m. a. að hér eru margar bókabúðir, en fá- ar í Bandaríkjunum, og hér eru fáar kirkjur, en margar í Bandaríkjunum, og hér eru húsin að innan glæsilegri, en umhverfið ljótara. Það má teljast viðburður, að í Bandaríkjunum sjáist mál- verk í húsum, en hér virðist næstum hvert hús vera málverkasafn, svo að engu er líkara en mál- aralistin sé nú orðin hér eins algeng og fer- skeytlulistin gamla. Það má sannarlega segja, að hér sé mikil gróska í öllum hlutum! RST. LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.