Líf og list - 01.05.1951, Qupperneq 20

Líf og list - 01.05.1951, Qupperneq 20
★ LEIKLIST ★ ÞJÓÐLEIKHtJSIÐ: ímyndunarveikin eftir MOLIÉRE Leikstjóri: ÓSKAR BORG AÐ VAR MIKILL fengur, að fá að sjá enn einu sinni hinn sígilda gamanleik Moli- éres, að þessu sinni með Önnu Borg í öðru aðalhlutverkinu. Enn í dag er hægt að skemmta sér konunglega yfir bráðhnyttn- um tilsvörum og skemmtilegum brellum í leik hins gamla meist- ara. Það er þó ekki svo að skilja, að ýmislegt sé ekki úrelt á okkar atómöld í leik, sem er næstum því 300 ára gamall, já, sum efn- isatriðin voru þegar úr sér geng- in á tímum Moliéres sjálfs. Vér könnumst t. d. við hina kátlegu bónorðsför feðganna, hinn aula- laga biðil, sem andstæðu hins reglulega elskhuga (sem í raun og veru er orðinn sviplaus gljá- mynd) úr Manni og konu. Þá er' sumt tekið úr samtíð Moli- éres sjálfs, svo sem ádeilan á læknastéttina og því ekki leng- ur tímabær. En í þessum ramma birtir Moliére oss hið eilífa mannlega og ómótstæðilega gamansemi, sem allflestir kímnihöfundar geta öfundað hann af. Aldrei hefur verið hlegið jafndátt í Þjóðleikhús- inu eins og á sýningu ímynd- unarveikinnar. Ýmsir leikdóm- arar hafa velt vöngum yfir því, hvort þetta sé heldur harmleik- ur eða „farce“ eða að minnsta kosti „tragi-komik“. Þróunin á þessum tæpum 300 árum svar- ar þeirri spurningu eiginlega að fullu. Moliére semur leikrit sitt sem háð og ádeilu jöfnum höndum. Af örlögum Argans sjáum vér, að skáldið hefur ekki haft harmleik í huga. Brellurnar, fyndnin og kátínan bendir einnig á, að áhorfendum er ætlað að hlæja, sem þeir gera óspart enn þann dag 1 dag. Þá er aðeins eftir ádeilan á læknastéttina. Plún var Moli- ére að sönnu hjartans alvara. En svo meistaralega er um hnútana búið, að nú, þegar á- deila þessi er ekki lengur tíma- bær, þá er nóg eftir af leikn- um til að skemmta hinum vand- látustu leikhúsgestum. Barátta Argans og vina hans, þótt með ólíkum hætti sé, verður nú að- eins ytri umgjörð leiksins. Inn- takið verður hinn mannlegi breyskleiki Argans og afleiðing- ar hans. Leikurinn verður því eftir sem áður sannur gaman- leikur og um leið „document humain“. Annar skilningur verður ekki með réttu lagður í leikinn nú á dögum. Aftur á móti má enn deila um skilninginn á hlut- verkinu „Argan“. Margt bendir til, að það sé svo hugsað í upp- hafi, að Argan sé látinn trúa sjálfur á veikindi sín (sbr. nafn- ið Le malade imaginaire). Molli- ére leitaði og sjálfur mjög á náðir læknanna. Hins vegar hefur ýmsum hinna reyndustu og frægustu leikstjóra, svo sem Stanislawski, fundizt það rétt- ara og í meira samræmi við leikinn í heild, að Argan vilji láta aðra lialda, að hann sé veikur. Hvorugur skilningurinn kom skýrt fram í leik Lárusar, enda ekki ljóst hvort atriðið Moliére sjálfur hefur lagt meiri áherzlu á. Auðsætt er þó, að Argan er fílhraustur og líkam- leg vellíðan ljómar tíðum af andliti hans. Það væri því al- rangur skilningur að láta leik- inn bera nokkurn „tragiskan“ blæ né heldur að breyta stofu Argans í einhvers konar sjúkra- stofu, eins og sumir leikdómar- anna hafa stungið upp á. (Okk- ur, sem leikdóma skrifum, get- ur oft dottið margt fáránlegt í hug, þótt ekki komi að sök, því að við erum sjaldnast tekn- ir mjög alvarlega). Argan er í höndum Lárusar Pálssonar, og þar er honum líka borgið. Það er sízt ofmælt, þótt sagt sé, að Lárus sé gamanleik- ari af guðs náð. Auðvitað kann hann sína hluti og leiktækni hans er svo sem framast verður á kosið. En hann er meira, hel- vítis maðurinn. Kímnin er hon- um svo í blóð borin, að hann þarf ekki annað en sýna sig til að láta menn hlæja. Lárus má vel hlíta þeim dómi og er vel að honum kominn, að manni líður alltaf vel á meðan hann er á sviðinu, maður saknar hans, þegar hann er farinn, og hlakk- ar til þess að hann komi inn 20 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.