Líf og list - 01.05.1951, Síða 23

Líf og list - 01.05.1951, Síða 23
eins og Sölumaður deyr, ljóst vitni. IJar við bætist ný leik- svið'stækni og leikritunartækni. Enda hafa Ameríkumenn skóla í hvorttveggja. Og til fyrir- myndar má það teljast að í bandarískum háskólum telst slíkt til námsgreina. Það er ekki auðvelt fyrir mann, sem lítið eða ekki er kunnugur leikhússtarfi, að setjast við skrifborð sitt og raun og veru þarf höfundur leik- semja tæknilega boðlegt leikrit. Þekkingin er hér sem annars staðar traustasta undirstaðan. I rits ekki minni þjálfunar í leik- ritun og þekkingar á leikhús- störfum, en leikarinn í sínu starfi. Indnði Waage lék aðalhlut- verkið', sölumanninn, og sýndi hann enn á ný stórbrotinn leik. Hann er nú annar tveggja eða einn af þremnr beztu leikurum vorum. Hann tekur hin erfið- ustu viðfangsefni sér í fang og — veldur þeim, enda heíur hann ('kki til einskis lært af Max Rein- hardt. T leik hans gagntekur mann hin vonlausa barátta lítil- magnans fyrir tilveru sinni, þeg- a.r hann verður að knékrjúpa vf- irboðara sínum, fyrir virðingu sinni sem húsbónda, föður og góðborgara, fyrir sjálfsvirðingu sinni, samvizku og metnaði. Tnd- riði túlkar sterkt og sannfærandi uppgjöf þess manns, sem þokar aðeins fet fyrir fet fyrir ofurefl- inu og tapar hverju víginu, á fætur öðru, sem hann liafð'i reist sér úr sjálfsblekkingu og mis- skildum metnaði, unz hann trufl- ast andlega, svo að fortíð og nú- tíð, raunveruleiki og draumur renna saman. Indriði leggur alla sál sína í leikinn, svo að hann þarf aldrei að fylla út tóm augnablik, heldur aðeins að halda áfram að vera sú persóna, sem hann túlkar. Eg sagði „að- eins“, en í þessu litla orði felst ekki eingöngu hæfileikar og skap, heldur og mikil kunnátta, agi og þjálfun. Regína Þórðardóttir lék Lindu, konu Willy Lomans. I mörgum atriðum fórst henni hlutverkið vel úr hendi og sýndi hún hina umburðarlyndu og' skilningsríku konu. Hlutverkið gefur ekki tilefni til mikilla til- þrifa, enda þótt það sé allstórt að vöxtum, og það því í vanda- samasta lagi. 1 látleysinu var leikur hennar sterkastur, en veikastur þar sein leika skyldi sterkt. Brast þar ekki eingöngu á skaphita, heldur og raddtækni, sein háir allt of mörgum íslenzk- um leikurum, hver svo sem skýr- ingin er. Eðlilegust þykir mér þó sú, að hingað til hafa íslenzkir leikarar orðið að sækja mennt- un sína til annarra landa, þar ' sem þeir málsins vegna hafa sjálfir verið um of hlédrægir og þeim minna sinnt af kennurum í taltækni og framsögn af sömu ástæð'um. Vonandi ber Þjóðleikhúsið gæfu til að velja rétta kennara á þessu sviði til handa neinend- um sínum. Jón Sigurbjörnsson var Biff, eldri sonurinn, sem vanrækt hafði háskólanám sitt í æsku vegna íþróttaföndurs og lent síð- an út á ógæfubraut. Hafði hé- gómakennd föður hans dyggi- lega örvað kappleikjaæði hans og fyrirhyggjuleysi. Nú reynir Biff að finna sjálfan sig og berst. þungri baráttu gegn gömlum breyskleika. Baráttu þessa tekst Jóni einkar vel að túlka og er þetta Idutverk bezt þeirra, sem hann hefur skilað á sviði Þjóð- leikhússins. Hann sýnir liér skapgerðarleik, sem bendir ótví- rætt í framfaraátt, fái Jón rétt hlutverk á þessu mikilvæga þroskastigi, sem hann er nú á. Róbert Arnjinnsson lék yngri bróðurinn, og skilaði hlutverk- inu líka sómasamlega, en lilut- verk hans er miklum mun létt- ara meðferðar. Þó mátti hann gjarnan vera sterkar mótaður af líferni sínu sem Happy. I Konu ofaulcið sýndi Róbert miklu sterkari leik, enda gaf sá leikur honum meiri möguleika. Róbert kunni líka að notfæra sér það. Valur Gíslason hafði þar hlut- verk á hendi sem Charley, ná- granni og vinur sölumannsins. Leikur hans var léttur og kím- inn, og lætur Val oft betur slík hlutverk en purpuraklæddir valdsmenn. Sonur Charleys var Steindór Hjörleifsson. Sem skólapilturinn Bernard var hann eðlilegur og sannfærandi, síður sem Tullorð- inn lögfræðingur, en ldutverkið lítið. í smáhlutverkum konm þar fram: Jón Aðils: Ben frændi, Þóra Borg: konan (ómögulegt hlutverk fyrir Þóru, enda með- ferðin eftir því), Haukur Óslc- arsson: Howard Wagner, Bryn- dís Pétursdóttir: Jenny, Klem- enz Jónsson: Staníey (hreint brauðstrit), María Þorvalds- dóttir: Ungfrú Forsythe, Hjör- dís Jóhannesdóttir: Letta. Leikstjórn annaðist Indriði Waage og hei'ur hin nýstárlega sviðsetning sjálfsagt reynzt nógu örðugt úrlausnarefni. Hins vegar naut hann góðrar tæknilegrar aðstoðar og má þar sérstaklega benda á skemmti- lega ljósatækni hjá Hallgrími Bachmann, svipaða tækni og maður saknaði í Óvæntri heim- sókn. Þó hefði leikstjórinn átt að sjá, að konur hlaupa ekki á sviði eins og Regína liljóp með fatakörfuna, svo að eitt að- finnsluefni sé nefnt. Sv. B. LÍF og LIST 23

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.