Líf og list - 01.05.1951, Qupperneq 12

Líf og list - 01.05.1951, Qupperneq 12
* M YNDLIST Picasso: KOMPSOSITION SÍÐARI GREIN ÉG SAGÐI í 1‘yrri grein minni, að Picasso væri ekki alltaf sérlega nærgætinn við raunhæfa hluti í hug<fettum sínum. Stundum er engú líkara en hann hafi endaskipti á þeim hlutverkum, sem þessir hlutir gegna í raunveruleikanum, svo að segja má næstum, að menn og konur í myndum hans verði lainpar og krúsir — og öfugt. Heila- spuni Picassos flytur oss að engu leyti þangað, sem hann á rót sína að rekja til, þ. e. a. s. að hinu raunverulega, eðlilega, rólega, ofsjóna- sneydda og varanlega umhverfi okkar. En þetta er einmitt það, sem hugarflug Braques veitir oss, að minnsta kosti eins oft og lífrænir engu síð'ur en ólífrænir hlutir Picassos eru sneyddir natúral- istiskum hæfileikum þeirra. I myndum Picassos er hið sanna og raunhæfa eðli hlutanna oftlega að engu liaft, ellegar ofbeldi beitt, ýkt, afskræmt, og stundum gengið svo langt, að lifandi verur eru gerðar að steingervingum samtímis því að ólifrænir hlutir eru gjæddir vitifirrtu lífi. Ef Iitið er á myndir þær, sem Picasso hefir málað síðan vorið 1948, verður vart þó nokk- urra breytinga. Þær breytingar eru engu síð'ur í viðfengsefnum og stemningum en í formi því og litum, sem hann skapar myndir sínar úr. I síðustu myndum, sem ég hefi séð eftir hann, er málningin þykkri, liturinn frískari og glaðlegri en i öllum myndum hans fyrir „Guernica“. I þess- um nýju myndum hans sjást börn að leik þrífa til sín leikföng og þjóta um bak við geysiháa stóla, o. s. frv. Ilin unga eiginkona sjálfs lista- mannsins er túlkuð í röndóttum formum, sem eru samslungin eins og múrköstur í pappamynd- um smábarna. I þessum röndum skiptast á mjög skærir litir, og formið er ekki eins ákveðið, fast og þróttmikið eins og áður í myndum hans. Hins vegar er formið ídeograjíslcara nú vegna dans- trylltrar hrynjandi og gneistandi kímni sinnar. ] L Nýjustu myndir Braques, Picassos og Matisses eítir Patrick Heron En með orðinu ídeograjískur á ég skemmst frá. að segja við hvert það myndræna form, sem kall- ar ekki beint fram sjón af fastákveðnu og öruggu formi í myndfleti —. Til þess að geta kallað fram slíkt formsöryggi, verður listamaðurinn að beita mótunarlegri (plastiskri) myndtúlkun. En það eru til aðrir ekki-mótunarlegir eiginleikar, seni hægt er að ímynda sér með eins konar ofprýddri inyndtúlkun, ídeografískri myndtúlkun, eiginleik- ar, sem við lesuvi fremur en skynjum. I þessari konumynd Picassos eru líkami og lim- ir konunnar eitt allsherjar-ringulreið af skörpum, röndóttum formum í skærum litum, og upp úr því gnæfir höfuð á eiginkonu málarans á mjög einfaldan og sannan hátt. En þetta var mjög áhrifaríkt, vegna þess að höfuð konunnar var að- skilið með einfaldri, skemmtilegri brellu frá straumnum, sem kom allri myndinni á ringulreið: Picasso hafði teiknað hið töfrandi konuandlit í fáum svöi-tum línum á hvítan grunn, og þetta skapaði aðskiljanlega formsheild. í fyrstu virt- ist þetta eins og teikning af stúlkuhöfði eftir Matisse, gerð á livítan pappír, hefði verið límd þar yfir, sem andlitsmynd Picassos átti að vera. En hinn ferhyrnti, hvíti blettur, sem teikningin var innan í, var aðeins hvítt léreftið sjálft. Myndir, sem örva fremur en fullnægja YFIRLEITT virtust þessar nýju myndir Pi- cassos fremúr örva en fullnægja. Þær örvuðu á huglæga vísu, en ollu vonbrigðum á hjartlægan hátt, — þ. e. a. s. ef þær voru skoðaðar sem hlutir. sem ættu að veita fró í sjálfu sér. Pieasso er enn- þá hroðvirkur: flýtir hans í vinnubrögðum veld- ur því, að hann virðist jafnvel liafa gerzt enn óþolinmóðari við sjálfa myndtæknina. Eg hefi áð- ur sagt, að þessar nýju myndir hans væru minna plastískar en áður. I þeim eru að byrja að koma fram undnar línur, eins og vafningar á þunnum 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.