Líf og list - 01.05.1951, Page 10

Líf og list - 01.05.1951, Page 10
Sveinn, segðu mér það góði, hvers vegna ertu hér? Hann var mjög óstöðugur og hafði auðsjáan- lega ekki mikla leikni í því, sem kallað er jaí'n- vægi. Eg tók eftir, að hann var forugur, og það var gubb á frakkanum hans. Hann ætlaði að detta, og ég tók um axlir hon- um og hristi hann til. Hausinn var máttlaus og slettist upp og niður. Hvað er þetta maður, sagði ég og gerði mig höstugan, hvur andskotinn er þetta, geturðu ekki svarað? Hik, sagði hann, hvu . . . hvur ert þú . . . pg vil fá ... bjór. Þú færð' engan bjór; það er allt lokað. En, hvað kemur til, að þú ert hér svona illa til reika? Eg vissi, að hann var enginn bindindismaður, en hins vegar hafði hann talsverða tilhneigingu til að breiða dálítinn virðuleik yfir persónu sína, kannski meir en hún stóð undir. Og nú nýskeð var hann orðinn ritstjóri æskulýðssíðunnar í dag- blaðinu Sókn, en slíkri virðingarstöðu hafði hann lengi sótzt eftir; það vissi ég. I>að hefur eitthvað komið fyrir hann, hugsaði ég, það er alveg ómögu- legt annað, það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hvernig stendur á þessu góði; þú sem ert trú- lofaður fjallmyndarlegri prestsdóttur fyrir norð- an? Hvað heldurðu hún segði um þetta? Og svo las ég æskulýðssíðuna þína í morgun. I>ú sagðir — að kommúnistar hefðu þegar leikið af sér á skák- borði stjórnmálanna. Þannig geta ekki allir skrif- að. Ekki nema þeir séu skáld líka — eins og þú. Af veikum mætti lyfti hann aftur höfði, og eitthvað skylt glampa kom í augu hans. Hann þekkti mig. La ... hik . . . lastu það? Já, ég las það og fannst það gott. — Eg var að segja þér, að' þannig gætu ekki allir skrifað. Höfuðið seig aftur niður á bringuna. Eg hristi hann meira. Þú, sem verður kannski stórpólitíku's — seinna, kannski ráðherra, láttu ekki nokkurn mann.sjá þetta. Hik . . . ég ska . . . skammast mín. Þú þarft nú ekki að skammast þín fyrir neitt. Ég get sagt þér, að ég þekki ekki virðulegri ná- unga en þig, svona þegar þú ert edrú. Eins og þú þurfir að skammast þín fyrir nokkuð, trúlof- aður prestsdóttur fyrir norðan og nýorðinn einn af ritstjórum Sóknar. Sókn er nú orðin það' stór- blað, að þeir hefðu aldrei farið að velja neinn meðalmann fyrir ritstjóra æskulýðssíðunnar. Svona nánungi má ekki fara í hundana. Eg ska . . . skammast mín, muldraði hann aftur oní bringu sína, ég ska . . . hik. Þegár ég ætlaði að teyma hann af stað og spurði liann, livar hann ætti heima, varð' hann allt í einu stjarfur, næstum óeðlilega, og leit á mig fjarræn- um, óviðkomandi augum. Farðu, sagði hann ekki mjög óskýrt. Nei, sagði ég, ég skil þig ekki svona eftir um hánótt. Hik . . . ég vil hikk ekki þekkja þig. Mér er nú sama um það, en heim skal ég drösla þér. — Svona karlinn — þú sem skrifaðir svo góða grein um kommúnista, þetta gæti bar- asta eyðilagt allt saman. Hik . . . ég er skáld . . . hik . . . ég skamm . . . ast hik. Já-já, Sveinn minn, þú ert bæði skáld og póh- tíkus og þess vegna máttu ekki standa hérna. Fa . . . farðu. Ég fer ekki nema þú komir með mér, góði minn. Mitt verk tók að’ gerast nokkuð erfitt. Þegar ég ætlaði að teyma hann af stað, neituðu fætur hans að fylgja eftir. Það var því ekki um annað að ræða en að lempa hann dálítið meira. En, hvað hefur komið fyrir þig, þú talar eins og þú hafir drýgt eitthvað ódæð'i; hvað á það að fyrirstilla? Og með hverjum várstu? Stungu þeir þig af, bölvaðir óþokkarnir. Já . . . haaa . . . nei. Komdu nú með mér og sofðu úr þér. Nhik . . . nei. Ekki geturðu verið hér í nótt, þú sérð það sjálfur. Það var eins og það bráði aðeins af honum- Hann fálmaði inn á sig og dró upp fleyg með lögg í. Svo saup hann á. Þetta hressir hann, hugs- aði ég'. Hann gretti sig, en smátt og smátt réttist úr honum, það færðist líf í einn líkamshlutann eftir annan, brúnin lyftist, og það var næstum eins og hann ætlaði að fara að leika pólitíkus þarna fyrir mér. Með tiginni reisingu, postullegri rödd og meðfylgjandi handaútréttingum hóf hann máls og sagði: Nú . . . nú holler ví partí. Já, það skulum við gera, sagði ég, allshugar feginn að nú mundi úr rætast, en hvar áttu heima? Við . . . við fáum stelpur . . . pah. Já, það gerum við, en hvar áttu heima? 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.