Líf og list - 01.05.1951, Síða 19

Líf og list - 01.05.1951, Síða 19
Heldurðu þú mundir ekki leyfa mér að sitja næst þér í prófinu?“ . „Þú getur það“, sagði hann dauflega. Svo hélt hann áfram eins og upp úr hugsunum sínum: „Auðvitað tek ég prófið“. „Ekki ferðu að hætta í skólanum rétt fyrir próf“, sagði ég. „Nei, nei“, sagði hann. „Mamma vill það ekki, en þrír mánuðir eru lengi að líð'a“. Við sátum nokkru lengur. Ilann spurði mig, hvernig veiðzt hefði í sumar og hvernig mér hefði líkað á síldinni. Eg sagði honum allt eins og var. Jafnframt horfði ég fram barinn, á mannskapinn, sem kóm og fór. Það geri ég ætíð á barnum, þvi að þarna koma margir, sem maður þekkir og gaman er að' heilsa. Auðvitað las ég ekkerl fyrir prófið frekar eu endranær. T stað þess að sökkva mér niður í enska málfræði, fór ég á barinn að spjalla við strákana, og þegar samvizkan bauð mér að spreyta minnið á nöfnum framandi borga og fjalla eða rifja upp lýsingu á merkilegum gljúfrum, þá þaut ég út á völl að sparka bolta. Stundum fór ég meira að' segja í sundhöllina. Mömmu þótti ég latur, og hún nuddaði allt hvað al’ tók; samt var eins og færi af henni mesti móðurinn, þegar ég sagði ég þekkti strák, sem mundi hjálpa mér. Og fyrsti prófdagurinn kom. Það var landa- fræði. Eg liélt tímanlega af stað og gekk liægt niður í skóla. A leiðinni dró ég fram úr lmgskot- inu ýmisleg nöfn, útlend og undarleg í munni, en þó að ég kynni að segja þau, vissi ég varla, hvað þau táknuðu, hvort þau voru borg eð'a fjall eða gljúfur. Dauði og djöfull, sagði ég við sjálfan mig, ljótt er það! Svo barði ég niður kvíðann með því að tauta í sífellu fjögur orð fyrir munni mér: Bjössi kann það allt, Bjössi kann það allt. Eg settist næst honum. Kennslukonan stóð frammi fyrir okkur, einbeitt og ströng á svip og leit yfir hópinn sömu augum og skipstjóri ofan úr brú, meðan verið er að toga. Við vorum ekki fyrr setztir en hún gengur aftur í bekkinn og fer að deila út prófblöðunum. Þá sá ég mér færi. Eg laut að Bjössa og hvíslaði: „Er ekki allt í lagi?“ Um leið benti ég á hjartað í mér til merkis um, að nú væri mikið í húfi. Bjössi leit upp, horfði á nng dokunarstund, en augu hans hvikuðu af mér aftur, án þess að hann segði neitt. Samt sýndist nnér bjarminn í augum hans bera vott um skiln- ing. Svo fengum við prófblöðin. Ég leit í flýti yfir- verkefnin. Það' var eins og spurningarnar styngju mig í augun. Furðuleg nöl'n! Drottinn minn! Þá leit ég til Bjössa; hann sat álútur og virtist. ekki vita af neinu nema því, sem hann hafði fyrir framan sig. Eg reif horn af einni örkinni og skrifa í laumi: Get ekki 1. og 3. og (i. spurriingu. (Auð- vitað þurfti ég helzt að l'á þær allar, en þetta mundi duga). Síðan kastaði ég bréfmiðanum yfir á borðið til Bjössa. Hann kom niður rétt við ol- bogann, en Bjössi hafði sökkt sér niður í skriftirn- ar og varð' einskis var. Eg beið rólegur. Kennslu- konan hafði komið sér fyrir á tveim stólum að baki okkar, aftast í bekknum. Eg vissi hún mundi sérstaklega hafa gát á mér, svo að ég halla mér aftur og læt sem ég sé að hugsa á ská upp i loftið. Um leið renndi ég fætinum yfir að Bjössa, og með því að teygja vel lir mér náði ég' til hans. Því næst sparkaði ég lítillega í sköflunginn á honum. Þá tekur hann eftir bréfmiðanum og grípur um liann, flettir honum sundur og les. Svo lítur hann á mig, og angist eða ég veit ekki hvað' skín úr augum hans. Hann hristir höfuðið', bendir með þumalputa aftur fyrir sig, hristir höfuðið enn nú enn, fer svo aftur að skrifa. Djöfull kom á mig. Ætlaði hann þá að svíkja mig? Eg bölvaði honum í hljóði og kreppti hnef- ana til að láta illskuna fá einhverja útrás. Samt stóðst ég ekki freistinguna. Ég laut til hans og hvíslaði allhátt: „Helvítið' þitt“; og í þessi tvö orð lagði ég allan þann ískulda, sem hjarta mitt átti. Ilann leit á mig annars hugar, fór síðan aft- ur að skrifa. Og ekki er að orðlengja það. T flýti rissaði ég niður þetta litla, sem ég gat — rauk síðan út. Eg beið eftir honum úti l’yrir. Hann kom ekki fyrr en í lok tímans. Þá króaði ég hann af upp við vegg og hlóð á hann öllum þeim ónöfnum, sem ég kunni, en það var ekki svo lítið. Hann horfði á mig á meðan og gapti eins og bjáni. Mér létti mikið við þetta, en samt . . . Nokkrum dögum síðar vorum við strákarnir að ærslast úti í garði að afloknu prófi. Kemur ekki Bjössi allt í einu út úr skólanum og fer að lónast ])etta með fram veggnum eins og hans var vandi. Þá flýgur mér í hug, að úti í horni garðs- ins lá dauð rotta, farin dálítið að morkna, og- ég Framhald á bls. 6. LÍF og LIST 19

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.