Líf og list - 01.05.1951, Page 8

Líf og list - 01.05.1951, Page 8
andi. Hann var fyrst kynntur á Broadway 1936 með „Murder in the Cathedral“. Ég dirfist að telja hann meðal nýrra radda ekki aðeins vegna þess, að hann tók fyrir nýja tegund af leik- rænum ljóðum í „The Coektail Party“, heldur náði áreiðanlega til flestra áheyrenda með þeim leik. Þessar „nýju“ raddir eru ó- samhljóða, og með þeim tala hæfileikamenn af mjög mismun- andi gerð og í ólíku broti. En þeir eru menn, sem ekki eru var- kárir fylgjendur gamallar for- múlu. Þeir hafa þorað' að grafa sinn eiginn farveg. Þeir hafa ekki valið sér það hlútskipti að sniðganga samtíð sína. Þess vegna eru þeir velkomnir og uppörvandi og hafa fengið á- heym. Samt er listinn kvíðvænlega stuttur. Sömuleiðis landfræði- lega gloppóttur. Á honum eiga þrjár þjóðir fulltrúa, aðeins þrjár. Fyrir 25 árum hefðum vér með réttu getað vænzt að' heyra ný leikskáld frá AustuiTÍki, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu, Spáni og Þýzkalandi. Dauða- þögn virðist lykja um leiksviðið í þessum löndum. Þó að leikhús þeirra kunni að vera starfandi heima fyrir, hafa þau ekki getið neinn leikritahöfund á síðustu 10 ámm, sem þekktur sé utan lands síns. Jafnvel Italía, sem hefur framleitt stórbrotnar kvik- myndir, hefur verið mállaus leik- húslega. Sá andkannalegi friður, sem við höfum búið við', á meiri sök á þessari þögn en stríðið. Einræði, ótti, óvissa, fátækt, martröð sífelldrar spennu, allt er þetta deyfandi og lamandi. Jafnvel í frjálsum löndum lækk- ar tala ungra efnilegra leik- skálda. Þetta kann að nokkru leyti að stafa af því að í sum- um löndum dregst hæfileika- fólkið frá leikhúsinu að kvik- myndum og útvarpi sökum hærri og tryggari launa. En ég held, að orsakimar séu aðrar og djúptækari en eðlilegar vonir um fjárhagslegt öryggi. Þeirra er að' leita niðiú við hinn riðandi grundvöll, sem veröld dagsins í dag rís á. Goethe spurði einu sinni sjálf- an sig í frægum kafla: „Hver eru þau skilyrði, sem skapa mikinn, sígildan þjóðarrithöíund?“ Koma slíks höfundar, sagði Goethe að ylti á ýmsum atrið- um. Hann verður að fæðast í stóru þjóðríki. I þessu þjóðríki verður þjóðin að hafa orðið hamingjusöm, samræm heild, eftir marga sögulega stórvið- burði. Ilöfundurinn verður að finna í löndum sínum göfugt upplag, djúpar tilfinningar, þrek og staðfestu í framkvæmdum. Þjóðarandinn verður að gegn- sýra liann. Af meðfæddri gáfu sinni verður hann að vera því vaxinn að hafa samhyggju með fortíðinni ekki síður en nútíð- inni. Til þess að ekkert torveldi honum að ná hæsta menningar- þroska sjálfum, verður þjóð hans að hafa náð háu menning- arstigi. Undirbúningsstarfið í bókmenntunum verður þegar að véra unnið. Efni verð'ur að vera dregið saman og gert nothæft, og fyrirrennarar hans verða þegar að hafa gert margar meira eða minna fullkomnar tilraunir. Enn fremur verða skilyrði að vera slík, að hann, í stað þess að gjalda grimmilega mistaka sinna, verði fær um að sjá snemma á ævi möguleika stór- brotins við'fangsefnis og móta það eftir einhverri samræmri fyr- irætlan, svo að úr verði vel skipulegt og vel byggt bók- menntaverk. Ekki er að undra, ef litið er til alls þessa sem „verður“ að vera, þótt Goethe yrði að játa, að koma slíks höfundar sé af- leiðing af því, er hann kallaði „heppilega sameiningu innri og ytri að'stæðna“. Áreiðanlega eru þessar innri og ytri aðstæður eklri í heppilegri sameiningu nu á dögum. Og ekki er heldur lík- legt, að þær verði það í ófyrir- sjáanlegri framtíð. Fyrir nokkrum vikum benti Alan Pryce-Jones frá London a í The New York Times, hver væri vandi rithöfundarins 1 heiminum nú. „Til þess að skrifa góða skáldsögu“, sagði hann, „er hið eina nauðsynlega að hafa efni algerlega á valdi sínu. En cf efnið' sjálft er sífellt að breyt- ast, er þetta ómögulegt. Og a tíma þegar þjóðfélagslegur ba-k- grunnur, persónuleg tengsl, jafn- vel lífsskilyrði, eru aldrei stöðug» klofna skáldskaparefnin og snertast aftur og þjóta burtu eins og kvikasilfur. .. . Hinir miklu höfundar fortíðarinnar vissu alltaf nákvæmlega, hvar þeir stóðu. Nú veit enginn höf- undur, hvar hann stendur, svo að möguleikar hans til að fl,ytja nokkra skýra mynd af heirw> sem sjálfur er sífellt að breyt- ast, eru sannarlega litlir. Tím- inn fer allur í að stilla inn á fjar- lægðina“. Vandi rithöfundarins í dag er einnig vandi leikskáldsins. Ef honum nægir að vera einungis skemmtunarmaður og hann get- ur lokað augum sínum fynr raunveruleikanum, er hlutverk hans tiltölulega auð'velt. En ef hann er mikill maður, opinn fyT' ir því, sem er að gerast, og a- fram um að ná tökum á stóru efni. mun hann rata í ótalda örð- ugleika. Enginn leikur, sem hann getur vonazt til að skrifa, getur 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.