Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 22

Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 22
ÞjóSleikhúsið: f/iliam-tXiit. Jau. Höfundur: ARTHUR MILLER lOIUmaðUr ÖCyr Leikstjóri: INDRIÐI WAAGE ara. Frekar er það, að hún hafi leikið á stundum á kostnað sjálfs sín, sýnt oss helzt til mikinn gáska og tækni, til þess að hinn innri leikur hennar fengi að njóta sín. En leiksigur hennar var ótvíræður og veittí um leið leikhúsgestum ógleym- anlegar ánægjustundir. Önnur hlutverk léku: Inga Þórðardóttir: Béline, seinni konu Argans; framkoma Ingu var góð sem endranær, en hræsni og slægð Béline kom ekki nógu skýrt fram;Elín Ingv- arsdóttir: Angeliqe, dóttir Arg- ans (laglegur leikur á köflum), Áslaug Guðrún Harðardóttir: Louison (barn), Ævar Kvaran: Béralde, bróðir Argans (yfir leik hans hvíldi léttleiki og þokki), Birgir Halldórsson: Cléante, (sem elskar Angéliqe, syngur laglega, en getur ekki leikið), Haraldur Bjömsson: Diafoirus læknir (skemmtilega mótuð persóna), Baldvin Hall- dórsson: Tómas Diafoirus, hinn aulalegi biðill (skoppersóna í „farce“-stíl, en vel gerð sem slík), Valur Gíslason: Purgon, læknir Argans, Valdemar Helgason: Fleurant lyfsali (meiri hávaði en leikur) og Gestur Pálsson: Bonnefoy (mætti vera franskari í fram- komu, en féll þó ekki síður en Valur og Haraldur inn í levk- irm). Þá komu fram nokkrir trúðar, hljóðfæraleikarar og dansmeyjar. Leiknum var yfir- leitt haganlega fyrir komið, en þó sá á, að leikarar höfðu ekki allir þaulunnið hlutverk sín, enda er leikurinn undirbúinn á óvenju skömmum tíma vegna brottfarar Önnu Borg. Skemmti- iegt var að sjá hringsviðið í notkun og leiksviðið var yfir- leitt vel útbúið. Sv. B. SÖLUMAÐUR DEYR er eitt þeirra leikrita, sem farið liafa sigurför víða um heim, enda þótt það sé ekki nema tveggja ára gamalt. Það er hörð ádeila á bandarísk þjóðfélagsmál, afhjúp- ar hinar dökku hlið'ar frjálsrar samkeppni og sýnir manneskj- urnar í allri sinni nekt: síngirni þeirra, sjálfsblekkingu og niður- lægingu. Þótt efnið sé alþjóðlegt í eðli sínu, er leikurinn þó fyrst og fremst miðaður við banda- rískar aðstæður. Það sýnir oss enn og sannar, að alþjóðlegustu og mannlegustu leikritin eru fyrst og fremst þau, sem vaxin eru úr þjóðlegum jarðvegi og taka dæmin úr lífi og sið'venjum ákveðinnar þjóðar. Af sögu og vinsældum þessa leikrits mættu því ýmsir höfundar þann lær- dóm draga, að stytzta leiðin til að ná alþjóðlegri hylli er ekki sú, að reyna að vera alþjóðleg- ur, heldur þvert á móti. Leikurinn kemur víða við í á- deilu sinni og örlagaglettni. Sölu- maður kemur úr síðustu ferð sinni, eftir að' hafa þjónað ein- um og sama húsbónda öll beztu starfsár sín. Nú leitast hann við að fá að setjast að heima í New York og fá rólegra starf hjá fyr- irtæki sínu, enda er geta hans sem sölumanns þrotin. En þá rekur hann sig á, að hann er ekki álitinn hæfur til annarra starfa og bónarför hans til húsbónda síns endar á þann eina veg, að hann er rekinn. Sölumaðurinn stendur nú uppi atvinnulaus með tvo fullorðna syni, kvalinn af samvizku sinni, að honum hefur hvorki heppnazt að Lryggja sjálfum sér rólegt líf, þegar starfskraftarnir þrjóta, né koma sonum sinum til manns. Annar er skemmtanafíkin land- eyð'a, hinn á glapstigum og stað- festulaus af taumlausu eftirlæti vegna hégómagirni föðurins. Síðasta tilraun föðurins, sem einungis er lítið hjól i hinni miklu þjóðfélagsvél, til að halda sjálfsvirðingu sinni, er að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að hann sé enn liinn vinsæli og duglegi sölumaður, Willy Lo- man, þekktur og virtur í öllum þeim borgum, sem hann hefur rekið viðskipti sín í. En raun- kaldur veruleikinn sannar hon- um æ betur hið gagnstæða. Þó er svo komið, að án gylltrar slæðu sjálfsblekkingarinnar get- ur hann ekki lifað, og er síðasti hjúpurinn fellur og niðurlæging hans er öllum augljós, er dauð- inn eina athvarfið. Döprum ör- lögum, þjóðfélagslegum og mannlegum, er lýst í þessu leik- riti á átakanlegan hátt.. íslenzkum áhorfanda er leikur þessi lærdómsrikur á ýmsan hátt. Hér er nýstárlegri leikhús- tækni og leikritatækni beitt, án þess að leikurinn verði yfir- borðskenndur. I listrænu tilliti varð Evrópumönnum það' löng- um á að spyrja, þegar þeim var hugsað til amerískrar menning- ar, eins og gyðingum forðum: Getur nokkuð gott komið frá Nazaret? Að vísu hefur Ameríka verið frægari fyrir tækni sína en menningu. En sjá má, að þeir hafa fært sér ýmislegt af okkar góðu og gömlu Evrópumenn- ingu í nyt. Um það ber leikrit, 22 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.