Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 17

Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 17
Strákur að austan og ég Smásaga eftir Erling E. Halldórsson ÞAÐ VORU MIKIL viðbrigði að koma í skól- ann um lmustið. Allt sumarið hafði ég verið á síld, vanizt söltum skvettum í andlitið, fengið fleiður á hendux-nar, — einu sinni fór ég líka í land á Þórshöfn. Þar lenti ég í slag og gekk lengi síðan með glóðarauga og hönd í fatla, því að þumal- putinn fór xir liði. Svo er allt þetta skyndilega horl'ið' og næstum gleymt, minningin deyr meira að segja frá manni í skólanum: Það er ógeidegt að rifja upp fyrir sér ævintýri á sjó sitjandi við hrufótt borð og einhver blaðrandi um eitthvað í enskii málfræði við eyi’að á manni, og þessi und- arlega lykt í vitum manns, þurr fýla, því að skól- inn var í-eistur átján hundi’uð og súrkál. Og kenn- arai-nir vonx glæir í íraman og höfðu aldrei á sjó komið, æi, þeir voru leið'inlegir. Auðvitað vildi ég ekkert með þá hafa. Eg fyrirleit þá og þetta eilífa málæði þeii’ra um allt og ekkert, og kannski fyrirlitu þeir mig líka. Nema ég féll í vor og sat mi eftir í bekk, og áfram er lialdið að tala um einhver lönd úti í heimi, sem ég nennti aldrei að lesa um í fyrra. Svo er mamma sí og æ að ota að mér bókunum. Það þoli ég ekki. Ég hata allt svoleiðis, og mamma er skelfing leiðinleg, þegar hún malar um bæk- urnar og mig sem lækni. Mig langar ekkert til að verða læknir. Mig langar ekkei’t til að' lesa þessar bækur. Ég vil komast á sjóinn aftur, fara í land á Þórshöfn og lenda aftur í slag. Og þetta segi ég mömmu iðulega, en hún lætur sem hún heyri það ekki og heldur svo áfram að nudda. Stundum er eitthvað inni í mér, sem vih trúa nuddinu í henni, en það j^ áreiðanlega ekki ég sjálfur. Skást þykir mér að Imista á hana, þegar hún lýsir mér sem lækni. Þá segir hún ég verði fínn maður, hafi stóra, hvíta sjúkrastofu, — og biðstofan alltaf þéttsetin. Æi, mér er annars alveg sama, hvað mamma segir. Ég stelst út frá henni, þegar ég sé mér færi og tek svo við skömmunmn á eftir. Stundum fer ég út á völl, stundum upp í sund- höll, en oftast niður á bar. Þar sitja ævinleea ein- hverjir strákar, sem mað'ur þekkir. Ég seai beim sögur af sjálfum mér á siónum, og bess í rnihi töl- um við um kennarana og hegðun þeirra í morgun, en skemmtilegast þykir þeim að heyra mig segja frá kennslukonunni. Hún er gríðarlöng, mjaðma- laus og gengur ahtaf með vaf um hnéð. Það þykir strákunum séi’staklega fyndið. Svona löng kona með vaf um hnéð? Skyldi hún vera að detta þar í sundur? Og tímana byrjar hún ætíð með því að snýta sér, síðan sezt hún. En um leið og hún sezt, dregur lnin að sér annan stól og sviptir upp á hann íætinum með vafið, en við höldum allir and- anum niðri í okkur á meðan. Stundum kippist kjóllinn svo hátt, að maður sér. .. . Þá verður djúp og laumuleg þögn í bekknum. Ég sat einn framan af í haust. Hinir strákarnir litu mig hornauga, því að ég var nýr í þeirra hópi og hafð'i fallið. En dag einn er lítill og loðinn pjakkur kominn við hliðina á mér. Það þótti mér slæmt — og þó! Hann var með stutt andlit og stór, hvarflandi augu, þykkur í herðunum, og þess vegna fékk ég álit á honum við nánari athugun. Samt kunni ég ekki við, hvernig hann einblíndi á kennslukonuna. Hún var að lýsa gljúfrum í Ame- i-íku; hún hafði aldrei séð gljúfrin sjálf, og það má heita kjarkur að ætla sér að lýsa því, sem maður hefur aldrei séð. En pjakkurinn rnændi á hana eins og hann biði eftir hvei-ju orði. Og ekki held ég, að strákarnir mundu lilæja, ef ég færi að lýsa fyrir þeim, hvernig kennslukonan sviptir löpp- inni upp á stólinn, án þess að ég hefði séð það sjálfur. Meðan hún var að lýsa gljúfrunum, hnippti ég í pjakkinn og segi: „Hvaðan ertu?“ „Að austan“, segir hann án þess að’ líta á mig. „Hvaðan að austan?“ segi ég. „Veiztu ekki, að Austfii’ðir ná frá Langanesi að Papey í það minnsta. Ég var nefnilega á síld í sumar“. „Jæja?“ segir liann ósköp einfeldnislega, og um leið fann ég, að hann bar mikla virðingu fyrir sjó- manni eins og mér, xir því að hann gleymdi að svara spumingunni, hvaðan hann væri. En ekki leit hann á mig, heldur horfði án afláts á kennslu- konuna. „Einu sinni var ég líka í sveit“, segi ég. „Þar var kálfur, og þú hefur úr honum augun“. Svo hló ég. En hann hló alls ekki, heldur umlað'i eitthvað LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.