Líf og list - 01.05.1951, Side 13

Líf og list - 01.05.1951, Side 13
kaðli eða snæri. En þessum línum er beitt á listi- lefJhí hátt i síðustu myndum, sem sézt hafa eftir hann — og það aðeins í eftirlíkingum af málverkum hans. Til að' mynda kom það glöggt fram í litprentaðri ljósmynd af vinnustofu Pi- cassos, sem birtist í júníhefti tjmaritsins Picture Post síðastliðið ái’. Eina málverkið, sem hægt er að greina á jjessari ljósmynd, er langa myndin á trönunni. Viðfangsefnið í þeirri mynd virðist vera tveir elskendur, sem liggja á klettum milægt sjav- arvík. Línurnar, sem skapa hin östýrilátu lykkju- form myndarinnar, eru hvitar. Ef menn þekkja hina hvítu marmarakletta, sem öldurnar við Antibes í Suður-Frakklandi móta í hvelfdar línur, er hætt við að menn fari að fá liugboð um, að þessir klettar hafi að miklu leyti ákveðið lögun og formseinkenni þessara tveggja mynztra í mál- verkinu; jreir liafa einnig ráðið um fonn hinna dökku kletta, sem kögra efst á myndinni handan við hvítfyssandi sjóinn. Þessi snilldarmynd er, að minni hyggju, miklu fullkomnari og heilsteyptari en nokkur mynd, sem var á síðustu málverkasýningu Picassos í París. Eg man, að mér fannst jiessar sextíu og fimm myndir vera lítið annað en viðleitni til að breyta hinum mógulu, gráu og ömurlegu litum styrjald- arinnar í fríska og glaðlega liti. En ef satt skal segja, þá lýsti sér einhver örvænting í þessari lita- gleði, því að þrátt fyrir allar breytingarnar, er sjónarmið málarans hið sarna og í stóru myndun- um hans frá styrja 1 darárunum. En myndin í Picture Post er ný. Hún sýnir glöggt, að hið ideo- grafíska form hefir leyst lúð plastíska af hóhni um stundarsakir í list Picassos. TIL ÞESS Aí) skilja þær breytingar, sem list Braques hefir tekið, verður að fara í huganum aftur að fyrsta tug jressarar aldar. Þegar Braque hvarf frá hinum eðlilegu afleiðingum raunsæis- stefnunnar snemma á ferli sínum, þá gerð'i hann slíkt til jiess að skapa heilsteypta list, sem myndi veita oss nýja og þróttmeiri skynjun af raunveru- leikanum sjálfum — ekki af ímynduðum raun- veruleika sem hinar gömlu túlkunaraðferðir sýndu, en algerlega nýja og beina reynslu af raunveruleikanum sjálfum, eins og hann birtist fyrir utan rammann í þrenmr fjarvíddum. Þetta er það, sem kúbisminn gerði. Fyrst í stað notuðu Braque og Picasso brotin form í þessu markmiði. Þetta voru ekki form, sem höfðu verið undin og afskræmd, heldur ný form, sem voru samtengd úr jjeim óhlutrænu efnispörtum, sem kúbistisk sundurliðun og kúbistiskt auga hafði dregið út úr náttúrunni. Og þessir efnispartar, sem kúbistar byggðu myndir sínar á, voru venjulega einstakir fletir og flataeiningar. Þessir fletir drottnuðu á kostnað hlutrænna fyfirbæra í myndum Picassos og Braques fram til 1911. Sem sjálfstæðum hlut- um hætti öllum hlutrænum fyrirbærum til að hverfa og leysast upp í allsherjar ólgu hinnar ó- hlutrænu myndbyggingar. A þennan hátt skyggði flóðbylgja frjálsra og óháðra myndflata að nokkm — ef ekki öllu leyti — á fullkomið samræmi hvers hlutar í myndinni. A þessu tímabili kúbistiskrar sundurliðunar hafði Braque minni áhuga á j)ví, sem ég kallaði persónuleika hlutar, en á hinum hreinu formseig- inleikum hlutanna. Þó fór hann að breyta til um árið 1912, og síðan byrjaði hluturinn eða hið hlut- ræna fyrirbæri að ryðja sér til rúms í myndum hans og draga úr áhrifavaldi hinna al-abströktu afla, sem næstum hafði tekizt að vísa hinu hlut- ræna á bug. Upp frá því hefir sá fallandi og sú formshrynjandi, sem Braque hefir tileinkað sér, átt einkenni sín að þaldca þeim hlutum, er hann leit- aðist við að líkja eftir. Þannig voru bæði efniviður- inn (yrkisefnið) og skáldskapurinn, sem sprettur af yrkisefninu, aftur innleiddir í málverkið einmitt á því stigi, sem yfirleitt var talið, að þeiin liefði eilíflega vcrið rutt úr vegi. Og þannig hefir þetta haldizt æ síðan í list Braques: Krúsin (sem gengur eins og rauður jiráður í yrkisefnum lians) er sí- Matisse : SKREYTIMALVERK LÍF og LIST 13

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.