Líf og list - 01.06.1951, Side 17

Líf og list - 01.06.1951, Side 17
mun birta þetta ljóð síðar í íslenzkri þýðingu). Hamar var höfðingi að eðlisfari. Hann reyndi aldrei að fá lánaða peninga hjá yinum sínum, og harmaði sárt, ef hann gat ekki endurgoldið gest- risni þeirra. Eitt dæmi um öHæti hans er, að hann gaf mér eitt sinn ljómandi fallega teikning eftir Ninu Hamnett, sem hann í fátækt sinni hafði Kmverskir stafir CHANG út’ í nóttinni og auðninni undi------— Þar óx út úr dauðanum líftréð bjarta, og rætur þess grófust í sandana svarta, en silfurregn mánans af blöðum þess hrundi. — Þögnin í lárviði líftrésins gisti og )jóð sín þar hvíslaði á stjarnanna tungu. Djúpbláar klukkur í kvistum þess sungu. I krónu þess náttaðist eilífur friður. — Sem goðkynjað líf ofar gröfum og dauða af greinum þess losnaðj aldinið rauða og féll gegnum októbernóttina niður. CHANG reit sitt kvæði nreð kínverskum stöfum. Það kóralbjart musteri Himninum reisti; þar örlagaflækjur hans eilífðin leysti. Á eyðimörk spckinnar fullri af gröfum vísdóms og fræða, sem urðu þar úti. Á eyðimörk spekinnar fullri af beinum undir líftrésins eilífu greinum. I auðninni fullri af spámannagröfum gróf hann upp líftrésins rauðhvítu rætur. — I rökkvaðan sand hinnar austrænu nætur Chang reit sitt kvæði með kínverskum stöfum. OKTÓBERVINDAR í sandinum sungu síðan það kvæði — og brot þess má heyra í hambrigðum mörgum hvert hlustandi eyra, því hljómfall þess geymdist á vindanna tungu. — Hvert orð þess sem logi af loga var slegið, og lciftrin í .kliðmjúkum hrynjandi brunnu og saman við lífið og söngva þess runnu, cr silfurduft stjarnanna um nóttina hrundi: — I líftrénu jarðncska leiftraði andinn í ljóðinu um Himininn skrifað í sandinn, er Chang út’ í nóttinni og auðninni undi. Gunnar Dal. v.___________________________________________________) keypt af listakonunni. Og annað sinn bar svo við, að honum tókst að bjóða mér til samfagnaðar á hugkvæmasta, óvenjulegasta og skemmtilegasta hátt', sem ég hefi nokkru sinni í-ekið mig á í líf- inu. . .. Þettqi gerðist í fyrra stríðinu, ég var hátt- aður, steinsofandi í svefnherbergi mínu á annarri hæð í húsi mínu við Svanastíg (Swan Walk), klukkan orðin þrjú að nóttu, kaldur vetur, hafði farið snemma að sofa eða kl. ellefu eftir rólegt kvöld. Þá var eins og ég yrði óljóst gegnum djúp- an svefninn var við einhverjar hræringar, líkast því sem barið væri að útidyrunum lengst fyrir neðan mig. ... Og innan skamms er tendrað ljós í herbergi mínu, og þjónn minn vekur mig og til- kynnir: „Herra ísland vottar yður virðing sína og flyt- ur yður þá orðsending, að hann og herra Augustus John séu búnir að brjótast inn í vínkjallara, og að þér eigið að koma til móts við þá þegar í stað!“ Af ofangreindu má marka, að ísland var vinur góður og skapfestumaður talsverður, en ég hugsa, að Davies hafi látið sér annt um hann og fengið samúð með honum yegna þess, hvernig högum hans var háttað: að vita aldrei, hvaðan hann gæti fengið fé fyrir næsta málsverði eða húsaskjóli — svipað og eitt sinn hafði verið ástatt fyrir hon- um sjálfum. Og þó að Davies mislíkaði oftlega við Hamar, sleit hann aldrei vinfengi og sam- bandi sínu við hann, og honum sámaði jafnvel stórlega, ef einhver vina Hamars sagði upp í opið geðið á unga manninum, að leikrit hans yrðu aldrei flutt eða sýnd. Þegar Davies kom til þess að gista hjá okkur, ferðaðist hann alltaf fótgang- andi alla leiðina frá Bloomsbury til Chelsea og hafði meðferðis lítinn ferðapoka, ómerktan. Stundum slóst fsland í fylgd með honum, en hann hafði um það leyti feiknlega aðdáun á Davies og leit á sig sem sjálfkjörinn lífvörð hans ....“ LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.