Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 4
Séra Sigurður Einarsson: ÞRJÚ KVÆÐI Songur í húsi Eg heyrði söng í húsi, kom inn eitt andartak og heyrði svo vel sungið, að sóngur allra svana, allra sumarfugla kvak var saman í peim töfrahljómum slungiS t gleði, sem var ör, eins og ungra vtengja hlak. En haust á brúnni heiði og hrím á grœnum meiði og kvíði allra fugla fyrir kulda vctrarnótta, hann kvað einnig t þessum fagra söng — hann kvað 't þessum söng með fmngum ótta. Og þó var hún, sem söng, aðeins sautján ára barn, með sumarferska dýrð á Ijósum kvarmi. Og það var eins og vordœgrin vinhlý og löng þau vefðu hana að sólhýmm barmi. Hún var allra linda mál, hún var allra blóma sál, einn ómur skær í himinfegurð borinn, og gaf þvi öllu rödd, sem að grœr og vex og ann og glaðast er á vorin. En hrím á gráum hárum og hjarta þreytt af sárum og kvtði allra sálna fyrir kulda harmanótta, hann kvað einnig t þessum söng — hann kvað i þessum söng mcð þungum ótta. Það vill svo til, ég veit hvert þinn vegur síðar lá — hann verður þeirra beztu, þegar lýkur. Og mitt hjarta er fullt af þökk þess, sem ég heyrði og sá, svo hiklaust leit ég engan gera lifsins kröfum skil og marka sj>or, sem aldrei yfir fýkur. Þú tókst allan hlut þinn heil, bœði áhættu og starfs, í æðstu snilld og dagsins hversdagsverki. Þótt höppin yrðu fá þótt heilsan yrði veil, þvi hærra barstu snilldar þinnar mcrki og djarfmannlegast, fegurst undir dauðans reidda Ijá. Þvi alger sigur viljans yfir króm á kvalabeði, hann kvað í þitium hinzta, Ijúfa söttg — hann kvað í þínum sóng í tærri gleði. 4 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.