Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 14

Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 14
Skáld frjórrar lífsnautnar I QQ O vaf prentað í Kaupmanna- " 00-“ höfn dálítið rit og hét VERÐANDI. Útgefendur voru fjórir íslenzkir Hafnarstúdentar: Bertel E. Ö. Þorleifsson, sonur lyfsalasveins í Rcykja- vík, norðlenzkrar ættar; Einar Hjörleifs- son, prestssonur úr Húnaþingi; Gestur Pálsson, breiðíirzkur bóndasonur, og Hannes Hafsteinn* amtmannssonur frá Möðruvöllum. Elztur þcirra stallbræðra var Gestur, á 30. ári, yngstur Hannes á 21. ári. Lítil munu hafa verið verald- leg fjárráð hinna ungu manna umfram nauðsynlegasta námskostnað, en fjár- hagslegt fulltingi til útgáfunnar veitti þeim móðurbróðir Hannesar, Tryggvi Gunnarsson. Með útgáfu Verðandi urðu, svo sem alkunna er, merkileg þáttaskipti í íslenzkri bókmenntasögu síðari alda. Einar Hjörleifsson, er síðar nefndist Kvaran, varð fyrstur sinna landa til þess að helga ærinn hluta starfsævi sinn- ar skáldritagcrð; Gestur Pálsson fyrstur Islands-mcistari smásögunnar; Hannes Hafsteinn mikið þjóðskáld á Ijóð og líf. Bertel E. Ó. Þorleifssyni varð hvorki auðið langra lífdaga né verulegra bók- menntaafreka. En hlutur hans að þessu merka riti gæti réttlætt það, að litið yrði á hann sem samnefnara þeirra ágætu skáldefna íslenzkra, nefndra og ó- nefndra, er fallið hafa fyrir sigð hlífðar- lausra örlaga í blóma aldurs. Af skáld- skap hans lifir lcngst ljóðaflokkurinn „Kolbrún“, sem hann orti á dönsku, og Hannes félagi hans þýddi fagurlega á íslenzku. VERÐANDI hófst á kvæði Hannesar „Stormur“: * H. H. stafsetti þannig ættarnafn sitt, fyrst eftir að hann breytti því úr Havsteen, sem hinir danskkynjuðu föð- urfrændur hans báru. Eg clska þig, störmur, scm geisár 11111 grund og gleðiþyt vckur í blaðstyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir, um leið og þú þýtur.------------------------------- HANNES HAFSTEIN Þannig var þá hljóðið í hinum ungu skáldum. Þctta var fyrsta íslenzka röddin í þeim tiltölulega unga heimsbókmcnnta' kór, sem kallaðist realismus (raunsæis- stefna). „Söngstjóri“ hans í Danmörku var Georg Brandes og sló taktinn svo ákaflega, að framgjörnum æskumönn- um varð starsýnt á, unz þeir stóðust ekki lengur mátið og flykktust óðfúsir í kónnn. Geta má nærri, hvílík nautn það hef- ur verið nýbökuðum stúdent af gerð Hanncsar að koma heiman úr logn- værðinni á Fróni í svo gustmikið um- hverfi. Honum var líka svo farið um andlegt jafnt og líkamlegt atgcrvi á- samt stétt, ætterni og fjárhag, að hann gat ótrauður og kvíðalaus steypt sér í hringiðuna; þar var á ferð lífsglaður og vaskur fullhugi, búinn þeim hæfi- leikum við þau þroskaskilyrði, er gera mega á skömmum tíma mannsefni að manni. Trúlegt cr, að hinn framgjarni stormliugi hafi átt í nokkru sálarstríði, er hann sá fram á, að hann átti um tvennt að vclja: veglegt sæti á skálda- þingi eða glæsilegan embættisframa. En hvort sem nú þctta stríð kann að liafa staðið lengur eða skemur, varð mður- staðan með þeim ólíkindum, að hann valdi sér hvort tveggja hlutskiptið. — Embættisferill og þjóðmálaafskipti Hannesar Hafsteins koma hér þó eigi við sögu nema að því lcyti, cr þau varða sapineyti athafnamannsins og skáldsins. Langær og vægðarlaus styr um þjóð- skörunginn hefur að sjálfsögðu gert mörgum örðugt um hlutlægt mat á skáldinu; samherjum Hannesar hætt við lotningarfullri aðdáun á skáldinu í leið- toga stnum; andstæðingarnir vcrið tundvísari á það, sem áfátt var um list- ræna túlkun þess. En skáldið kunni ráð til þess að brúa djúpið milli þeirra, er stóðu á öndverðum mciði í dægur- þrasi þjóðmálanna. I þá brúarsmíð not- aði það hina mýkri og sveigjanlegri viði íslenzkrar tungu og málm tónanna. Hannes Hafstein var á fermingaraldri hið söguríka ár 1874, er vonabjarmi með fyrirheiti um bjartari framtíð með almennari velmcgun skein úr augum fleiri einstakljnga þessarar langhrjáðu þjóðar en d.æmi voru til áður, og at- hafnaþrá tók að ólga í mæddum brjóst- unum. Þegar miskunnarlaus harðindi, með horfelli búfjár og aflabresti, bar að höndum á fyrsta áratugi hins nýja Islands, fölskva sló á bjarma vonglaðra augna og ólgan hjaðnaði í brjóstunum og þau mæddust á ný — þá var íslandi þörf ungra, stórhuga og kjarkmikilla manna. Þeir voru til og daufheyrðust ekki við kallinu. Hanncs varð sjálfkjörið skáld og for- söngvari þeirrar framvarðarsvcitar, kvað 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.