Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 10
sem flokksffieðlimur, sagði hann sig úr honuffi. Og í Oxford var það líka, þegar hann var tvítug- ur, að hann gaf út fyrstu bók sína, einu ljóða- bókina, sem hann samdi. Hún hét „Babbling April“, og bæði titill bókarinnar og efni eiga ræt- ur sínar að rekja til Ednu St. Vincent Millay, og var fremur lélegur skáldskapur* Stórviðburður var það fyrir Graham að hitta 1 Oxford Vivien Dayrell-Browning, fallega, dimm- leita stúlku, með litaraft gott. Hún var kaþólsk. Að lokinni skólagöngu 1 Oxford hugsaði Graham um það eitt, að komast burt af Englandi. Hann réðst til tóbaksverzlunarfyrirtækis, því að þá var möguleiki á því, að honum gæfist kostur á þriggja ára dvöl í Kína. En úr því varð ekki. Næst reyndi hann að kenna litlum dreng. En það gekk ekki nema fáeinar vikur. „Ég hefi engan sérstakan áhuga á litlum drengjum,“ sagði hann, „og auk þess var ég búinn að gleyma allri latínu.“ Svo hóf hann bónorð sitt til Vivien, og hún tók hon- um. Þá fór hann að vinna kauplaust við blaðið „Journal“ í Nottingham, „aðeins til reynslu,“ sagði hann. En hjónabandið væntanlega færði Greene alvarlegri viðfangsefni en brauðsorgir. Veturinn 1926 gerðist hann rómversk-kaþólskur. Afturhvarf til sakleysisins GREENE fékk trúarfræðslu sína hjá kaþólsk- um klerki, er séra Trollope hét. í þrjá mánuði ræddi hann efasemdir sínar við hann svo að segja daglega. „Smátt og smátt, treglega og erfiðlega, fór ég að fylla himnaríki íbúum á ferðum mín- um í sporvagni fram hjá gotneska gistihúsinu, kvikmyndahúsinu, rykugu blaðskrifstofunni. Þar sem unnið var á nóttunni, fram hjá einu atvinnu- hórunni, sem var að basla við að halda 1 sér líf- inu, skinin og vesaldarleg.“ Fáeinum vikum eftir að Greene hafði lokið trúfræðinámi sínu var hann vígður Vivien 1 hjónaband af séra Trollope. — Hann leit á trúarskipti sín sem ákvörðun, er byggðist einvörðungu á skynsamlegri íhugun. Hann sagði: „Úr því að ég ætlaði að giftast róm- versk-kaþólskri stúlku, ákvað ég að kynna mér * Nú er þessi bók orðin sjaldséður safnaragripur, en Graham Greene óskar þess, að hún væri ennþá sjald- gæfari. Hér er sýnishom af skáldskapnum: „Augu þín geta ekkert slíkt yndi veitt mér sem skyndileiftur fegurðar í skáldskap. Samt hylja hárflétt- ur þínar opna bókina, þangað til ég hætti að lesa, en kyssi hár þitt í stað augnanna. Þó er ég viss um það, að eftir tvö ár mun ég bölva fíflsku minni, og segja skilið við þessi tómlegu, velþekktu augu.“ hómversk-kaþólska trú.“ Síðar skrifaði hann af beiskri kímni um skírn sína. Hann segir svo: „Kirkjan var dimm og full af lélegum höggmynd- um. Ég var skírður um f jögur-leytið dimman þoku- dag. Mér duttu ekki í hug nein nöfn, sem mig langaði sérstaklega að taka upp, svo að ég hélt gamla nafninu. Ég var einn með feita prestinum. Þetta gekk allt mjög fljótt og formlega, en í ann- arri kapellu tuldraði einhver við barnaguðsþjón- ustu. Við presturinn tókumst í hendur, og ég gekk burt að fá mér te.“ Þrátt fyrir þetta „gat ég ekki varizt því, að mér fannst ég hafa tekið upp þráðinn frá því fyrir ævalöngu, svo löngu, að sakleysið hefði völdin.“ — „Verst að aumkva“ HÉR gæti fyrstu sögunni um Graham Greene verið lokið. En nú fór hann að skrifa. Árið 1926, þegar hann hafði aflað sér fyrstu reynslunnar sem blaðamaður í Nottingham, fékk hann stöðu sem meðritsjóri við bókmenntadeild Lundúna- blaðsins „Times“. Fyrir bókmenntasíðuna skrif- aði hann tvær lélegar skáldsögur, sem útgefend- urnir neituðu afdráttarlaust að birta. Árið 1929 tók Heinemann skáldsöguna The Man Within (Innri maðurj. Um hana skrifaði St. John Ervine og sagði, að það væri „athyglisverð byrjandabók“ eftir höfund, sem ,, neyðir okkur til þess, að trúa á fólk sitt, jafnvel þegar fólk hans virðist ákveð- ið í því, að við trúum ekki á það.“ — Með sög- unni „The Man Within“ sannfærði Greene fram- kvæmdastjórann hjá Heinemann um það, að efni- legur skáldsagnahöfundur mætti ekki sóa kröft- um sínum í bókmenntasíðu Times, og fékk hann til þess, að styrkja sig í þrjú ár. Næstu tvær skáldsögur Greenes, (The Name of Action og Kumour at Nightfall) hljóta að hafa komið út- gefendum til þess, að hugsa sig vandlega um, áð- ur en þeir lögðu fé til útgáfunnar. Báðar voru sögurnar um skuggalega atburði, og Greene hef- ir síðar reynt að gleyma þeim. Orient Express, sem út kom árið 1932, hafði betri áhrif á útgef- endur. Hún var mergjuð og spennandi og aflaði Greene rithöfundarvinsælda. í Hollywood var sagan kvikmynduð. Greene hélt áfram að skrifa skáldsögur (It’s a Battlefield, England Made Me, This Gun for Hire), og aflaði sér enn meiri vin- sælda. En gagnrýnendur tóku hann ekki alvarlega. Hann var of læsilegur. Sögur hans voru lesnar með mikilli ánægju af fólki, sem hafði ekki hug- mynd um glampandi leiftur syndar og örvænt- 10 i LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.