Líf og list - 01.12.1951, Page 21

Líf og list - 01.12.1951, Page 21
Þ JÓÐLEIKHÚSIÐ: í ★ i-eiklist ★ 1 Hve gott og fagurt Höfundur: W. SOMERSET MAUGHÁM Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON ÞEGAR LEIKDÓMUR þessi kemur fyrir almenningssjónir, munu sýningar á leiknum senn á enda. Það ætti því að vera ó- hætt að spjalla um hann í fullri hreinskilni án þess að spillt verði fyrir aðsókn, svo að neinu nemi. Leikdómar í sýningarlok hafa því sinn kost. Þjóðleikhússtjóri hefur látið hafa það eftir sér, að um leik- ritaval upp á síðkastið hafi fjár- hagsvonir nokkru ráðið. Slík sjónarmið eru afsakanleg og einnig oft og tíðum nauðsynleg. En því miður hefur þeim, sem leikinn völdu, heldur en ekki fatazt tökin að þessu sinni. Og þó hefði átt að liggja í augum uppi, að leikur sem þessi væri ekki vænlegur til fjáröflunar. Helztu atriðin eru þessi: Þetta er gamanleikur á versta aldurs- skeiði, hvorki nógu gamall né nógu nýr. Hann var nýstárlegur rétt eftir fyrri heimsstyrjöldina, en hann er það ekki eftir síðari, nærri þrjátíu árum síðar. Þá var söguefnið um heimkomu týndra eiginmanna ferskt og freistandi, en er nú orðið útþvælt fyrir löngu og minnir einna helzt á dagblöðin okkar, sem birta sömu skrýtluna þrisvar á ári. Tilsvör- in eru hnyttin, en mörg þeirra orðin nú gamalkunn efnislega. Þá er bygging leiksins vægast sagt léleg, enda þótt höfundur- inn heiti Somerset Maugham. Ekki svo að skilja, að hann viti ekki betur um uppistöðu leiks. Ástæðan er einfaldlega sú að efnið nær of skammt. Það er þrotið eftir tvo þætti af þrem- ur. Síðasti þátturinn er skemmtilegur eftirmáli eða neð- anprjón til að koma að smáýktri svipmynd úr þjóðlífinu, sem hann hefur ekki komið að í W. SOMERSET MAUGHAM öðrum verkum sínum. Höfund- urinn fer þar út fyrir lögmál leiksins. Það er furðulegt og leiðinlegt í senn, að öll þessi at- riði skuli hafa farið fram hjá leikritavalsnefnd. Er það goðgá af leikritahöfundi að benda á, að ávinningur gæti orðið af því, að einhver leikritahöfundur væri hafður með í ráðum um leik- ritaval? Sá einn kemst næst leyndardómum leikritunarinnar, sem sjálfur hefur fetað í fótspor annarra leikritahöfunda — enda þótt árangur þeirrar göngu hafi reynzt misjafn. Um afköst leikaranna er það að segja, að ný met urðu tæpast skráð. Leikurinn í heild var þunglamalegri en efni stóðu til, einhver skammdegisþreyta virt- ist há leikurunum meira og minna. INGA ÞÓRÐARDÓTTIR lék stærsta hlutverkið, konuna sem „átti“ tvo eiginmenn. Hún var að sjálfsögðu eina leikkon- an, sem átti heima í þessu hluí- verki. Að sjálfsögðu lék hún víða vel, en þó var af henni dregið frá því að hún sýndi sinn hríf- andi mömmuleik í Pabba. Leik- ur hennar var sannfærandi og og heillandi í hinum hversdags- legri atburðum, þegar hún átti að sýna sjálfselsku og skilnings- skort yfirstéttarkonunnar á elskulegan hátt. Hins vegar var örvæntingin og hræðslan við vandræðin alltof máttlítil. Þar var einhver hálfvelgja, sem veikti leik hennar. Hafi það ver- ið leikstjóm að kenna, þá er það „stíll“ á kostnað manngerðar. Raddbeiting leikkonunnar var í lakara lagi a. m. k. í fyrri hluta leiks. Hún má ekki fara svo mjög yfir hásvið raddarinnar, sem er mjög veikt. Inga hef- ur oft sýnt að hún getur beitt röddinni niður á við („alt“svið- ið) með ágætum árangri. í tal- tækninni leggur hún of þunga byrði á raddböndin í staðinn fyr- ir að létta undir hana með hljómmögnun og stei'kum fi'am- LÍF og LIST 21

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.