Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 20

Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 20
HETJUDAUÐI Smásaga eftir PAR LAGERKVIST í BÆ EINUM, þar sem fólkinu þótti aldrei nóg ^ um skemmtanir, höfðu nokkrir menn tekið sig saman og ráðið mann til að standa á höfði á kirkju- turnsspírunni, þar til hann dytti niður og dræpi sig. Fyrir þetta átti hann að fá 500.000 krónur. Þetta vakti mikla athygli hjá háum og lágum, aðgöngumiðarnir voru rifnir út á nokkrum dög- um og ekki var um annað talað. Ollum fannst þetta furðu djarft. En þess var auðvitað að gæta, að borgunin var eftir því. Það gat nú varla verið sérstaklega notalegt að detta niður og drepa sig, og það úr svona mikilli hæð. En það var heldur ekki verið að prútta borgunina niður. Þeir menn, sem höfðu komið öllu þessu í kring, höfðu svo sannar- lega ekki legið á liði sínu, og bæjarbúar gátu verið stoltir yfir því, að slíka menn skyldi vera að finna í þeirra hópi. Náttúrlega beindist at- hyglin einnig að manninum sem hugðist drýgja þessa dáð. Fréttaritarar bæjarblaðanna köstuðu sér yfir hann með mikilli áfergju, því nú voru aðeins fáir dagar til stefnu. Hann tók vingjarn- lega á móti þeim í íbúð sinni á fínasta hóteli bæj- arins. Ja, af minni hálfu er þetta bara spursmál um peninga, sagði hann. Mér hefur verið boðin fjár- fúlga, eins og ykkur er kunnugt, og ég hef tekið boðinu. Það er allt og sumt. — En finnst yður ekki hálf ónotalegt að þurfa að drepa yður á þessu? Okkur er auðvitað ljóst, að það er nauð- synlegt, því annars væri ekkert sérstakt púður í því og ekki hægt að borga svona ríflega, en þetta getur þó ekki verið beinlínis þægilegt fyrir yð- ur persónulega. — Nei, það mun rétt vera, þetta hefur einnig hvarflað að mér. En hvað verður maður ekki að leggja á sig fyrir peningana. Úr þessum ummælum spunnu dagblöðin langar greinar um þennan áður óþekkta mann, um lífs- feril hans, skoðanir hans, viðhorf hans til ýmissa dægurmála, um skaphöfn hans og persónu. Mynd af honum blasti við í hverju blaði. Þar gat að líta þreklegan ungan mann, hann var svosem ekkert sérlega merkilegur útlits, en hraustlegur og táp- mikill að sjá og svipurinn einarður og frjálsmann- legur, ágætur fulltrúi nútímaæskunnar, heilbrigð- ur og viljasterkur. Fólk lá yfir myndinni á öll- um kaffihúsum, meðan það beið óþreyjufullt þess stórviðburðar, sem í vændum var. Yfirleitt féll hún því vel í geð, viðkunnanlegur maður, stúlk- unum fannst hann sætur. En sumir sem vit höfðu á hlutunum ypptu öxlum og sögðu: smart náungi. Allir voru þó á einu máli um að þetta væri ein- stæð og stórkostleg hugmynd, Qg að slíkt hefði ekki getað átt sér stað, nema á okkar merkilegu tímum, tímum hraða, framtaks og fórnarvilja. Og menn voru ásáttir um að þeir, sem að þessu stóðu, ættu mikið hrós skilið fyrir að horfa ekki í f jár- útlát við að gefa bæjarbúum kost á að njóta svo einstæðs sjónarspils. Að vísu myndu hinir dýru aðgöngumiðar að öllum líkindum nægja fyrir til- kostnaði, en þeir tóku þó áhættuna. ) Loks upprann sá mikli dýrðardagur. í kringum krikjuna var krökt af fólki. Eftirvæntingin var geysileg. Allir stóðu á öndinni og biðu þess sem koma átti. Og maðurinn datt niður, það stóð ekki á því. Það fór hrollur um fólkið, svo fór það að tínast heim. Það var ekki láust við að það yrði fyrir dálitlum vonbrigðum. Að vísu hafði þetta verið stórfeng- egt, en samt sem áður. Maðurinn hafði einfald- lega drepizt. Var ekki fullmikið borgað fyrir jafn einfaldan hlut. Vissulega hafði hann orðið alveg að klessu, en hvað var svo sem unnið við það? Að fara svona með efnilegan ungan mann. Það var óiund í fólkinu, dömurnar hnepptu að sér kápunum í góðviðrinu. Eiginlega ætti lögreglan að banna svona ósóma. Hver ætli hafi gaman að svona nokkru. Eftir á að hyggja var þetta allt- saman hreinasta hneyksli. Sig. Þórarinsson þýddi. — Gleðileg jól! Ú?óÁjo6lu$ LÁRUSAR BLÖNDAL --------------------------- 20 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.