Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 27

Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 27
EILÍFÐARBLÓM Höfundurinn er ungur Vestfirðing'ur, hefur unnið ýmis störf á sjó og landi og þekkir lífið í margvíslegum myndum. Líf og list birti eftir liann ljóð í maihefti þessa árs. Smásaga cftir ÁSGEIR INGVARS. TJÚN SEGIR, að það heiti Elífðarblóm, af því það deyr aldrei. Hún gaf mér það í nótt og sagði: Þú mátt ekki týna því, þú átt að eiga það til minningar. Hann tók velkt pappírsblóm uppúr vasa sín- um og dustaði tóbakskorn af blöðunum. Hreyf- ingarnar voru stirðar og fálmandi, hann kunni ekki að halda á svona dýrmætum hlut og veik- byggðum. Ljósin voru kveikt í Verkamannaskýlinu og vörpuðu daufum bjarma á götuna fyrir framan bekkinn okkar. Hann var ekki að tala við mig fremur en sjálfan sig, það var bara tilviljun, að ég sat þarna hjá honum. — Hún kom til mín í nótt, þegar þeir við höfn- ina ráku hana heim. Ég sat, þar sem ég er vanur og var að horfa á mávana. Þá heyri ég hvar hún kemur, syngjandi fallegt lag sem mig langar til að læra. Vísan er um það, að maður eigi að elska vonina. Hún hafði svo fallegt hár, og var í bláum kjól með skrauti framaná. Kápan hennar var frá- hneppt og blakti til og frá. Hún hljóp syngjandi yfir túnið, og veifaði handleggjunum einsog hún væri að dansa. — Halló, þú — kallaði ég. — Halló — sagði hún, en hún stoppaði ekki. — Viltu setjast hjá mér — spurði ég. Hún sagðist ekki sitja ein úti með karlmanni, og komin nótt. Hún væri að fara heim. — Ég á lögg, ef þér er kalt — sagði ég. Ég lofaði henni að sitja á frakkanum mínum, og hélt fyrir hana speglinum á meðan hún var að greiða sér. Hún sagði mér hvérnig ég öetti að halda á honum. Svo sagði hún að ég væri klaufi, einsog allir karlmenn, og hló að mér. Hún hló svo fallega. Ég spurði hana hvort hún hafi verið að skemmta sér, þá fór hún að gráta og sagði að helvítis dón- arnir þarna við höfnina hefðu rekið sig heim, einn hefði tekið í öxlina á sér og rifið kjólinn sinn. Fyrst gáfu þeir henni vín og voru rudda- legir við hana, svo ráku þeir hana heim og rifu á henni fötin. Þegar ég sá hana gráta, kviknaði eitthvað í mér, ég veit ekki hvað það var, það bara kvikn- aði. Ég hjálpaði henni að þurrka tárin og sagð- ist ætla að hjálpa henni heim. — Ég vil ekki fara heim — sagði hún, það er búið að reka mig út. — Við getum farið heim til mín — sagði ég, þar getum við átt heima bæði, þú og ég. Ég veit ekki af hverju ég sagði þetta, en það var eitthvað útfrá þessu sem kviknaði í mér. Ég veit að maður á ekki að hugsa alltaf um það, sem mann langar til, en ég get ekki gert að því — ég er alltaf að hugsa um að eiga bragga, síðan þeir ráku mig úr bragganum í fyrra. Ég hugsa svo mikið um það, að stundum finnst mér ég eiga heima þar ennþá. Þess vegna sagði ég þetta. Þegar hún sagði ekkert, fór ég að hugsa um hvernig ég gæti fengið braggann aftur, það er geymt drasl í honum núna. — Það er dásamlegt að eiga heimili — sagði hún þá, eiga stofu með skáp og borði. — Við skulum eiga heima saman í braggan- um mínum — sagði ég, svo fæ ég mér vinnu og kaupi efni til að gera við hann. — Að eiga eitthvert traust — sagði hún. — Svo fæ ég mér vinnu, og við kaupum dívan og stóla — sagði ég. Hún sagðist þurfa að þvo kjólinn sinn og gera við hann. — Við höfum þvottahús 1 öðrum endanum á bragganum — sagði ég. — Það er svo gott að geta hitað sér kaffi — sagði hún. — Við kaupum eldavél og könnu — sagði ég. — Og tökum á móti gestum — sagði hún. Ég tók í öxlina á henni og sneri henni að mér, það var alltaf einsog hún væri að tala við ein- hvern annan. Hún horfði á mig og varð dálítið hrædd fyrst, svo hallaði hún sér að mér og sagði — ég er ekkert hrædd við þig, þú ert ekkert LÍF og LIST 27

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. tölublað (01.12.1951)
https://timarit.is/issue/343514

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. tölublað (01.12.1951)

Aðgerðir: