Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 8
þetta geti engan endi haft. Betra að hata guð, miklu betra, segir Greene, en að þekkja hann alls ekki neitt. Því að þú getur aðeins hatað guð, þegar þú ert kvalinn og píndur — og ef þú getur þolað sársaukann, án þess að taka inn kvalastill- andi meðul, getur hatrið breytzt í ást á guði. „Torvelt að gleypa“. ÞAÐ HLYTI AÐ vera mjög forhertur syndari, sem gæti lesið þessa ástarsögu, án þess að kann- ast við eitthvað líkt í sjálfum sér, án þess að hjarta hans yíkkaði um stundarsakir. En þegar tóntegundin breytist í síðustu fimmtíu blaðsíð- um sögunnar úr hinu kunnuglega moll í hið ó- kunnuglega dúr — frá því að konan hættir smátt og smátt að vera frilla og þar til hún fer að ger- ast heilög — getur jafnvel hinn góðhjartaði les- andi fundið sannfæring sína kulna: því að sú uppgötvun Greenes að láta hinn líknsama guð birtast, er síður gerð af skáldinu en kirkjunnar manni. The End of the Affair er eins og allar skáld- sögur Greenes þrungin af fólgnum spurningum eins og jarðsprengjum. Og orðaval sögunnar er svo kostgæfilega, vendilega heimsmannslegt, að hinn grandalausi lesari tekur í fyrstunni varla eftir niðurbældum sprengingum, sem felast í tilsvör- unum (Ein þessara fólgnu spurninga hljóðar svo: Þarf kona, sem gerist heilög, endilega að telja sig „hóru eða falsara“? Greene svarar því ját- andi.) Greene ætlaði augsýnilega að sýna tvennt með þessari sögu: 1.) að dýrlingar eru raunverulegt, mennskt fólk, sem fyrirfinnst nú alveg eins og áður og munu alltaf verða til. 2) að ekkert ástarbrall, hversu saurugt sem það er, getur umflúið hinar hræðilegu, óendanlegu fylgjur ástarinnar. Sumum lesendum bókarinnar mun finnast hon- um hafa tekizt hvort tveggja; en mörgum mun þykja dýrlingur hans vera eins fjarstæðukennd- ur og óraunverulegur eins og Celía T. S. Eliots í leikritinu The Cocktail Party. Enskir bókmenntagagnrýnar, sem hafa ritað um „The End of the Affair“, hafa lofsungið frásagnar- hæfileika Greenes (einn eða tveir þeirra telja sögu þessa beztu bók höfundarins), en flestir þeirra voru á báðum áttum um síðustu fimmtíu blaðsíður sögunnar. „Torvelt að gleypa“, sagði Sunday Times. „Of opinskátt skematísk", sagði ritdómari The Listener. Bókmenntarýnir hins gagnmerka tímarits The New Statesman and Nation sagði: „Ætla má að þetta sé síðasta bók eftir Graham Greene, sem leikmaður getur verið fær um að dæma.“ Hvort sem þessi gagnrýni er réttmæt eða ekki, er þetta ný leið, sem Graham Greene kannar, því að þetta er fyrsta skáldsaga hans, sem hann ritar í fyrstu persónu. Sú staðreynd bendir á sér- staka viðleitni, tilraun höfundar í þá átt að fara enn lengra en nokkru sinni fyrr. Að segja sögu í fyrstu persónu er viðsjárverð frásagnaraðferð, einkanlega þegar persónan, sem segir söguna, er að nokkru leyti rónaleg Graham Greene-sögu- hetja, ekki að öllu leyti skapfelldleg. Auk þess hefur Greene bætt við öðrum sögumanni, eins og þessi örðugleiki væri ekki nógur: Bókin skipt- ist milli endurminninga Bendrixar og dagbókar Söru. Aðeins heittrúuðustu aðdáendur Greenes munu vera fyllilega ánægðir með það, hvernig hann fer með þennan tvöfalda örðugleika; en jafnvel þeir, sem gagnrýna hann, dást að hæfni hans og lofsyngja þessa tilraun hans, því að hvern- ig er hægt að gera sér vonir um að heyra sann- leikann um mennskt fólk nema hlýtt sé á það tala við sjálft sig? Skáldsagan óskráða. ÞAÐ er efni í sex skáldsögur úr lífi Grahams Greenes sjálfs. Hin fyrsta þeirra myndi sam- kvæmt tímanna rás fjalla um uppvöxt drengs, skáldsaga, sem Greene hefur aldrei ritað. Hann fæddist árið 1904 í Borginni Berkhamsted (áherzl- an hvílir á Berk —), um það bil 26 mílur norð- vestur af London. Mesta stolt borgarinnar var þá sem enn í dag hinn kauðalegi, en traust- byggði framhaldsskóli drengja (public-skóli), sem ber nafn borgarinnar. Faðir Grahams, Charles Henry Greene, hafði brautskráðst úr Oxfordhá- skóla á 9. tug síðustu aldar og ætlaði að gerast lögfræðingur. Hann kom til Berkhamsted til þess að kenna þar eitt misseri, en ílentist við skólann í 38 ár og var skólastjóri þar síðustu 17 árin. Öll börn Greenes, sex að tölu, fæddust í Berkhamsted. Graham var hið fjórða í röðinni. Hann hataði borgina, en þó ekki eins mikið og hann hataði skólann með hörðu steinþrepin, grófgerðu furu- borðin, hurðalausan skápinn, sem í var raðað skít- ugum leikfimisskóm, og óhrjálegan sameiginleg- an snyrtiskála. Greene minnist þess, að sú skoðun var ríkj- 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.