Líf og list - 01.12.1951, Side 15

Líf og list - 01.12.1951, Side 15
við raust sín þróttmiklu cggjanarkvæði og ádejlur nieð karlmannlegum gleði- hrcim og sló taktinn af miklum ákafa líkt og lærifaðir hans Georg Brandes, cnda var rösklega undir tekið í þjóðkór hans. En hann var ckki einvörðungu hið glaða þrekmenni; þýðmennið átti líka marga hljómfagra strcngi á hörpu hans. Á þá voru sungin ættjarðarkvæði, eftirmæli og minnjngarljóð, lofsöngvar til íslenzkrar náttúru og lífrænnar starf- semi, manvfsur og ástarkvæði, tækifær- isljóð ýmiss konar, gaman- og drykkju- kvæði. Ljóðaþýðingar hans, nálega jafn margvíslcgs cfnis, urðu og engu síður alþjóðareign. Þetta gerðist á árabilinu 1880—1900, scm nefna mætti æfingaskeið hermanna vorgróðurs Islands. Við aldamótin lagði herskari bjartsýnna umbótamanna til stórmannlegrar baráttu fyrir alhliða framförum á íslandi — við lúðurhljóm aldamótakvæða þjóðskáldanna og góð- skáldanna. Margt var þá stórvel kveðið af brennheitri trú á manntak vakn- andi þjóðar til þess að nytja ónýttar auð- lindir Fjallkonunnar, fóstru sinnar. Engum tókst þar samt jafn vcl og Hannesi Hafstcin að láta boðskap sinn enduróma í þjóðarhjartanu. Þcim boð- skap var hlýtt, og hann var sunginn — sunginn með svo þróttmiklum gleði- lireim, að málmhljómur kvað við í fjöll- um; moldjna þyrsti í frjómagnað sæði; fossarnir tóku að ugga um það óskor- aða frjálsræði, scm þeir höfðu notið frá ómunatíð, og sækindur Islandsmiða höfðu aldrci hcyrt neitt þvílíkan söng á jafn-vörpulcgum fleytum. Þá var Hanncs Hafstcin öfundsverðasta þjóð- skáld á Islandi — skáld hinnar nýju aldar. # ÍSLENZKIR æskumenn spyrja í dag sjálfa sig og hver annan, hvort Hann- es Hafstein hafi vcrið svo mikið skáld, að hann vcrðskuldi heiti þjóðskáldsins; hvort hann hafi vcrið annað og meira cn miðlungsskáld, sem dottið gat of- an á það endrum og sinnum að yrkja kvæði af ósviknu listfcngi. Þannig spyrja börn þeirrar kynslóðar, scm segja má um að fyrst hafi komizt til nokkurs þroska á íslandi um margra alda skcið; kynslóðarinnar, sem sótti í skáldskap Hannesar hetjumóð til mikilla átaka og söng af meiri hjartans lyst en nokkur önnur kynslóð á Islandi, fyrr og síðar. Ranglátt væri að gera lítið úr þcim and- lcgu fjársjóðum annarra skálda, er kyn- slóðin sú jós af í æsku sinni sér til yndis- bóta og hvatningar. En hitt er þó mála sannast, að Hannes Hafstein var öðrum fremur baráttuskáldið hennar — þjóð- skáld hinnar gunnrcifu aldamótakyn- slóðar. Hannes Hafstein varð að vísu aldrei það stórbrotna listaskáld, sem hinn bráð- þroska stúdcnt gaf glæsileg fyrirheit um, því að leitun mún á íslenzku skáldi, scm betur orti um tvítugt. En þegar litið er á manninn allan úr hæfilegri fjarlægð, verður ekki annað séð en að svo lilyti að fara scm fór. Enda þótt í honum væri kappnógur efniviður x stórbrotið listaskáld, cr erfítt að hugsa sér, að Hannes Hafstein licfði unað þaulsetum við Iistalindir. Svellandi framkyæmda- hugurinn hlaut að heimta kröftum hans viðnám. Þcgar þcssir tvcir steiku eðHs- þættir toguðust á um hann, gat varla hjá því farið að setjast yrði að samn- ingaborði. Og sættir urðu á þá Ieið, að skáldið skyldi falla frá kröfu sinni: list- in fyrir listina, en berjast með fram- kvæmdamanninum undir kjörorðinu: listin fyrir lífið. r Af nafni Hanncsar Hafsteins mun um Iangan aldur stafa meiri ljóma í sögu Islands en annarra samtíðarmanna hans. Því vcldur, að hann var mest skáld í flokki íslenzkra þjóðskörunga — mestur þjóðsköinngur í flokki íslenzkra skálda. * HINN 4. desembcr voru liðin 90 ár frá fæðingu Hannesar Hafsteins. Þann dag kom út í vönduðum búningi á vegum Helgafells 3. útgáfa af Ljóðabók hans. I formálsorðum lætur Tómas skáld Guðmundsson svo um mælt, að æska landsins cigi ennþá „margt . . . ónumið um manndóm, bjartsýni og karlmennsku" af þeim manni ....... er ungur gcrðist höfuðskáld og spámaður nýrrar kynslóðar í landi sínu og varð sjálfur, á merkilcgum tímamótum, glæsilcgasti fulltrúi og forvígismaður þeirrar endurreisnar, er ljóð hans boð- uðu.“ — Æsku landsins er ekki að ó- fyrirsynju tileinkuð þessi nýja útgáfa Ljóðabókarinnar, því að hún hefur lengi vcrið ófáanleg á bókamaxkaði. Og undir þau orð Tómasar skal tekið hér, að þessa afmælis Hannesar skálds „verður ... ckki bctur minnzt mcð öðnim hætti en þeim, að æska landsins leggi sér ljóð skáldsins á hjarta." Svo nátengt er nafn Hannesar Haf- steins Verðandi, með því að segja má, að hann tæki þar sína skáldvígslu, að tæplega er hægt að stilla sig um að drepa á það hér að lyktum, að merkis- afmælis annars Verðandimanns er að minnast á næsta hausti. Það cr aldaraf- mæli Gests Pálssonar. Væntanlega verð- ur haldið upp á það með myndarlegri útgáfu af ritum hans. Utgáfa slíks ritsafns — þótt ekki sé ýkjamikið að vöxtum — sem þannig væri úr garði gerð, að til sæmdar mætti verða bæði minningu fyrsta Islands- meistara smásögunnar og sjálfri þjóð hans, hlýtur að kosta ærið fé, svo að öllum almcnningi gæti orðið ofviða að 'kaupa hana. Raunalegt mætti kalla, ef slík útgáfa strandaði á skeri dýrtíðar og fátæktar almennings. Þó að þröngt sé nú fyrir dyrum margs kotbóndans, er svo fyrir þakkandi, að þjóðin á álitleg- an hóp aflögufærra manna; og nú rcyn- ir á, hve margir þeirra vildu í hjarta sínu líkjast styrktarmanni Verðandi, eins og útgefendur lýsa honum í eftirmála: „Þetta ár kemur ritið út fyrir drengi- lcgan styrk herra alþingismanns, kaup- stjóra Tryggva Gunnarssonar, scm mcð hinni alkunnu mannúð og hjálpfýsi sinni hefur hlaupið undir bagga með oss.“ Ekki skulu að órcyndu bornar brigður á það, að Island eigi nógu marga þvílíka syni til þess að hlaupa hér undir bagga — jafnvcl nógu marga LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.