Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 12
^ eftir dr. Sigixrð Þórarinsson
LAGERKVIST
EGAR líður að þeim tíma er bókmenntaverð-
launum Nóbels er úthlutað, en það er hinn
tíunda nóvember, eru venjulega miklar bolla-
leggingar og getgátur um það í sænskum blöðum,
hver hreppa muni þessi eftirsóttu verðlaun, sem
auk heiðursins, er þeirn fylgir, nema nú hálfri
miljón íslenzkra króna. Að þessu sinni var óvenju-
lega hljótt um þessi mál, virðast flestir hafa þótzt
vissir um að svo myndi fara sem fór, að Pár Lag-
erkvist hlyti verðlaunin. Það var og skoðun
flestra, að hann væri mjög vel að þeim kominn,
og að sá eini Norðurlandabúi, sem koma myndi
til greina annar en hann, væri Halldór Kiljan, en
menn hafa fyrir löragu gefið upp von um að Mar-
tin Andersen Nexö, sem einnig á þessi verðlaun
skilið, muni nokkum tíma fá þau.
Kunnur danskur bókmenntafræðingur hefur
látið svo um mælt, að „ef tákna ætti sænskan
skáldskap síðan 1914 með nafni eins skálds yrði
það tvímælalaust nafnið Pár Lagerkvist“. Ég
hygg, að fáir, sem til þekkja, muni andmæla
þessum orðum. Pár Lagerkvist, sem síðan 1940
situr á stóli Esaias Tegnérs og Verners von Hei-
denstam sem „einn af átján“ í Sænsku Akadem-
á fáa, en góða vini, og þeir telja hann bezta
mann og einn hinna vitrustu, er þeir hafi kynnzt.
Kunningjar hans telja hann hlédrægan, gæddan
ljóma, sem nú sé farinn að fölskvast. Hann sé
ekki laus við kaldhæðni, og hnýsni hans um hagi
bræðra hans í syndinni sé gegndarlaus.
Næstum því á hverjum morgni hripar hann
á blað með blýanti h. u. b. 500 orð, en það eru
gagnorðar setningar, sem síðar verða uppistaðan í
einni bók, sem kemur út að ári liðnu. Eins og
flestir atvinnurithöfundar er hann ekki að bíða
eftir því, að andinn komi yfir hann. En hann er ó-
líkur þessum stéttarbræðrum sínum í því, að hann
kærir sig oftast kollóttan um dómana, sem felld-
ir eru um rit hans. Einkum lætur hann lönd og
leið þá ritdómara, sem vantrúaðir eru. Um þá
segir hann: „Þeir eru svo fjarri kristilegri hugs-
un, að þeir komast ekki inn í minn heim.“
... Og Dostojevski
HVE MIKILS verður Greene metinn af kom-
andi kynslóðum? Verður hann settur jafnhátt
íunni, er tvímæfalaust frumlegastur og sérstæð-
astur núlifandi rithöfunda Svía. Sem leikritaskáld
á hann, eftir dauða Kaj Munks og Nordahl Griegs,
fáa eða enga jafningja á Norðurlöndum. Sumir
PAR LAGERKVIST
Hemingway og Faulkner? Verður hann langlíf-
ari í bókmenntum en Evelyn Waugh? Verður
hann nefndur í sömu andrá og Dostojevski? Þess-
um spurningum verða komandi kynslóðir að
svara. En gagnvart þessum þrem samtíðarmönn-
um getur Greene að minnsta kosti staðið keikur.
Hann stendur þeim fyllilega á sporði í tækni, og
er laus við kæki þá og sérvizku, er gætir í stíl
þeirra. Hann er gersneyddur þeim uppskafnings-
hætti og þeirri tilgerð, sem einkenna stíl Waughs.
En sé hann borinn saman við Dostojevski, sem
hneykslaði samtíð sína öðrum fremur á öldinni,
sem leið, verða allar bækur hans til samans tæp-
lega jafnar sögunni Bræðurnir Karamazov. En
að slíkur samanburður sem þessi skuli geta kom-
ið nokkrum til hugar, sýnir, hve sjálfsagður hann
er. Graham Greene fæst, eins og Dostojevski,
fyrst og fremst við gott og illt, og það gerir hann
af einlægri innri þörf. Á því sviði á hann ekki
marga keppinauta.
12
LÍF og LIST